Palestína

Fréttamynd

Nokkrir tugir sem hafa dvalar­leyfi á Ís­landi enn fastir á Gasa

Stofnandi Solaris hjálparsamtakanna gerir athugasemd við íslensk stjórnvöld hafi bara sótt sjötíu og tvo Gasabúa út af svæðinu en ekki alla sem hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameingar. Nokkrir tugir Palestínumanna sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn fastir á Gasa. Sjálfboðaliðar hyggjast bjarga þeim ef stjórnvöld gera það ekki.

Innlent
Fréttamynd

Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró

Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja.

Innlent
Fréttamynd

Er stríðið á Gaza, stríð gegn konum?

Átökin á Gaza hafa nú staðið yfir í nærri fimm mánuði. Frá upphafi átakanna hafa meira en 30.500 einstaklingar verið drepnir og 71.900 særst – meirihluti þeirra eru konur og börn. Þá hefur fjöldi barna látist vegna vannæringar.

Skoðun
Fréttamynd

Náðu 72 yfir landa­mærin en 13 á upp­haf­legum lista stjórn­valda enn fastir á Gasa

Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru.

Innlent
Fréttamynd

Fengu grænt ljós á flutning 72 dvalar­leyfis­hafa frá Gasa

Sjötíu og tveir einstaklingar frá Gasa, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, komu til Kaíró í Egyptalandi seint í gærkvöldi og halda í kjölfarið til Íslands. Þetta gerist eftir að ísraelsk stjórnvöld afgreiddu fyrirliggjandi nafnalista íslenskra stjórnvalda um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Ísrael

Það orð vildi hann helst ekki taka sér í munn lengur;

Skoðun
Fréttamynd

Vonir bundnar við vopnahlésviðræður í dag

Búist er við að sáttasemjarar frá bæði Ísrael og Hamas gangi til vopnahlésviðræðna í Kaíró í dag. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að Bandaríkin hygðust henda neyðarbirgðum úr lofti yfir Gasa.

Erlent
Fréttamynd

Rasískar ís­lenskar ömmur til­efni til að hafa á­hyggjur

Dagur Hjartarson rithöfundur og kennari segir ekkert nýtt að sjá fúla afa tjá sig með rasískum hætti á vefmiðlum. En þegar hann sé farinn að verða jafn var við rasískar ömmur, sömu ömmur og samélagið hangir að stóru leyti saman á, er hann orðinn áhyggjufullur. Það slær hann.

Innlent
Fréttamynd

​​ ​​Kvikusöfnun sárs­aukans

Í dag sá ég að kollegi minn á Instagram, skáldið og bókavörðurinn Mosab Abu-Toha, var að segja frá því að 150 manns sem hefðu verið að bíða komu nauðsynja; hveitis, vatns, lyfja o.s.frv. hefðu verið skotnir af Ísraelsher. Myrtir.

Skoðun
Fréttamynd

Banda­ríkin henda hjálpar­gögnum úr lofti yfir Gasa

Bandaríkin hyggjast henda hjálpargögnum úr lofti yfir Gasa svæðið á næstu dögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargögnum til Gasa undanfarna daga, vikur og mánuði en gagnrýnendur segja aðferðina lélega og ónákvæma.

Erlent
Fréttamynd

„Of margir Palestínu­menn dóu í dag“

Talið er að minnsta kosti 112 hafi dáið og hundruð hafi slasast og eða særst á Gasaströndinni síðustu nótt þegar verið var að flytja matvæli og neyðarbirgðir á svæðið. Palestínumenn segja ísraelska hermenn hafa skotið á þvögu fólks sem stöðvaði vörubílanna með birgðirnar.

Erlent
Fréttamynd

Tala látinna komin yfir þrjá­tíu þúsund

Ríflega þrjátíu þúsund hafa látist frá upphafi stríðs Ísraels og Hamas-samtakanna þann 7. október síðastliðinn. Ríflega hundrað eru sagðir hafa látist í árás Ísraelshers á hóp fólks sem beið eftir hjálpargögnum í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Bjarni ræddi við Israel Katz og bíður eftir grænu ljósi

Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra ræddi við Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, símleiðis síðdegis í dag. Þar óskaði Bjarni liðsinnis um afgreðislu á lista yfir dvalarleyfishafa á Gaza. Erindinu hafi verið vel tekið af hálfu ísraelska ráðherrans en þó alls óvíst hvenær grænt ljós fáist.

Innlent
Fréttamynd

Við­ræður um fanga­skipti og vopna­hlé mjakast á­fram

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn.

Erlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórn Palestínu segir af sér

Mohammad Shtayyeh, forsætisráðherra Palestínu frá árinu 2018, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að hann hefði afhent forsetanum Mahmoud Abbas afsagnarbréf fyrir hönd ríkisstjórnar sinnar.

Erlent
Fréttamynd

Vopna­hlé gæti staðið í sex vikur

Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga.

Erlent
Fréttamynd

For­seta­hjónin ræddu við Palestínu­menn á Bessa­stöðum

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og eiginkona hans Eliza Reid ræddu á föstudaginn við Palestínumenn búsetta á Íslandi á Bessastöðum yfir kaffi og kleinum. Þau ræddu um stríðið sem geysar á Gasa og áhrif þess á Palestínumenn hérlendis og annars staðar.

Innlent