Danmörk Öflug eftirlit með umferð flugvéla, skipa og kafbáta við Ísland Mikið eftirlit er með umferð flugvéla, skipa og kafbáta yfir og í kringum Ísland á vegum NATO og Bandaríkjahers í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Um sextíu manna flugsveit frá danska hernum er að ljúka loftrýmisgæslu á Íslandi eftir mánaðardvöl. Innlent 9.9.2022 20:06 Bendtner stofnar rafíþróttalið: Counter-Strike hjálpaði honum í Covid Nicklas Bendtner, fyrrum danskur landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Arsenal, hefur stofnað rafíþróttafélag og ætlar sér að keppa við þá bestu í Danmörku og jafnvel víðar. Hann segist hafa komist inn í rafíþróttaheiminn á meðan kórónuveiran hélt honum innandyra. Fótbolti 8.9.2022 16:02 Danir lækka hitann í almenningsrýmum Danir hafa ákveðið að lækka hitastigið í almenningsrýmum til þess að sporna gegn háu orkuverði í landinu. Neyðarlög voru samþykkt á danska þinginu fyrr í dag þar sem rafmagnsskattur var lækkaður. Erlent 8.9.2022 13:26 Danski lakkrísgerðarmaðurinn segist hafa sótt innblástur til Íslands Danski lakkrísgerðarmaðurinn Johan Bülow segir að vörur hans, sem eru hinar ýmsu útfærslur á súkkulaðihúðuðum lakkrís, hafi verið innblásnar af íslensku sælgæti. Innlent 7.9.2022 22:23 „Við vildum gera skó sem vekja athygli“ Á fimmtudaginn mun danska skómerkið JoDis kynna nýja skólínu sem hönnuð er í samstarfi með Dóru Júlíu Agnarsdóttur. Dóra Júlía er plötusnúður, þáttastjórnandi, útvarpskona og blaðamaður hér á Vísi. Tíska og hönnun 7.9.2022 13:02 Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. Innlent 6.9.2022 15:20 Bröndby-bullur réðust á stuðningsmenn FCK í Þýskalandi FC Kaupmannahöfn hefur í kvöld keppni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn síðan 2016. Það fer hins vegar ekki vel af stað. Fótbolti 6.9.2022 13:45 Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. Viðskipti innlent 6.9.2022 11:02 Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. Viðskipti innlent 5.9.2022 11:27 Stökkið: „Því lengur sem ég bý hérna því meira fell ég fyrir þessari borg“ Hildur Anissa býr í Kaupmannahöfn ásamt kærastanum sínum Sebastian og starfar sem svæðissölustjóri hjá Paper Collective, sem er danskt hönnunarfyrirtæki. Einnig starfar hún við samfélagsmiðla þar sem hún aðstoðar áhrifavalda að móta efnið sitt. Lífið 5.9.2022 07:00 Kvenprestar mega þola svívirðingar samstarfsmanna og kollega Sjötta hver kona í Danmörku sem gegnir prestsembætti hefur orðið fyrir svívirðingum og lítilsvirðingu frá samstarfsmönnum sínum vegna kynferðis síns. Prestar eru eina stéttin í Danmörku þar sem ekki þarf að fara að jafnréttislögum við ráðningar. Erlent 3.9.2022 16:37 Simon Spies beitti ungar stúlkur kynferðisofbeldi Fyrrverandi starfskonur dönsku ferðaskrifstofunnar Spies-Rejser og ættingjar látinna kvenna sem þar störfuðu krefjast þess að fyrirtækið biðjist afsökunar á kynferðislegu ofbeldi sem stofnandi fyrirtækisins beitti þær árum saman. Erlent 27.8.2022 10:05 Maðurinn sem lífgaði við Christian Eriksen bjargaði öðru lífi á Parken 24 ára stuðningsmaður FC Kaupmannahafnar fór í hjartastopp á Evrópuleik liðsins á móti tyrkneska félaginu Trabzonspor í síðustu viku en sá hinn sami getur þakkað líf sitt manni sem gerir það að vana sínum að bjarga mannslífum á stærsta fótboltaleikvangi Dana. Fótbolti 23.8.2022 08:31 Matreiða upp úr ruslagámum fyrir milljónir áhorfenda Katrín Hersisdóttir, nemi í grafískri hönnun í Danmörku, hefur ásamt vinkonum sínum náð miklum vinsældum með matreiðslumyndböndum á samfélagsmiðlinum TikTok. Það eru hins vegar engin hefðbundin matreiðslumyndbönd sem þær stöllur framleiða þar sem hráefnið er allt fengið úr ruslagámum fyrir aftan matvöruverslanir. Lífið 22.8.2022 15:18 Kúrekastígvél og cargo buxur það allra heitasta Tískugyðjan Elísabet Gunnarsdóttir var stödd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og deilir með lesendum Vísis þeim trendum sem stóðu upp úr á tískupöllunum. Það kemur eflaust einhverjum á óvart að cargo buxur, kúreka stígvél og mini pils eru þar hæst á lista. Lífið 20.8.2022 09:30 Dönsk prinsessa að skilja Danska prinsessan Natalía og eiginmaður hennar, Alexander Johannsmann, hafa ákveðið að skilja eftir ellefu ára hjónaband. Þau gengu í hjónaband í Bad Berleburg árið 2011 og eiga saman tvö börn. Lífið 15.8.2022 13:23 Húkkaði sér far með spíttbát á tískusýninguna Tískugyðjan og Trendnet bloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir lenti í því skemmtilega atviku að húkka sér far með spíttbát á tískusýningu GANNI í Kaupmannahöfn þar sem hún er stödd fyrir tískuvikuna. Lífið 13.8.2022 12:31 Kærasti Kim Wall óánægður með framgöngu fjölmiðla Ole Stobbe, kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall sem myrt var árið 2017, er ekki ánægður með hversu langt fjölmiðlar gengu í fréttaumfjöllun um morðið á Wall. Líf hans snúi enn um málið, fimm árum seinna. Erlent 10.8.2022 19:26 Lars von Trier með Parkinson Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier hefur greinst með Parkinson. Leikstjórinn umdeildi hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir kvikmyndir sínar en myndir hans hafa sjö sinnum verið valdar besta myndin á dönsku Bodil-verðlaununum. Lífið 8.8.2022 20:28 Tveir Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Danmörku Tveir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi í Danmörku eftir að hafa ráðist á annan íslenskan mann um helgina. Maðurinn liggur þungt haldinn á Háskólasjúkrahúsinu í Álaborg. Innlent 8.8.2022 18:55 Nýtt nafn á lista sigurvegara í Tour de France Hinn danski Jonas Vingegaard Rasmussen kom fyrstur í mark í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France, en keppni lauk í hjólreiðakeppninni sögufrægu í dag. Sport 24.7.2022 19:10 Íslendingar að kafna í methita í Danmörku Skæð hitabylgja sem gengið hefur yfir Evrópu síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag, þar sem hitamet fyrir júlímánuð var slegið. Íslendingar á heitustu svæðunum segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar. Erlent 20.7.2022 21:30 Leggja niður störf í kæfandi hita á Suður-Jótlandi Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Íslendingur syðst á Jótlandi, þar sem hitametið gæti fallið, segir hitann óbærilegan og fólk sé byrjað að leggja niður störf vegna hans. Erlent 20.7.2022 12:05 Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður. Erlent 20.7.2022 08:17 Samkomulag milli SAS og flugmanna í höfn en ekki undirritað Flugfélagið SAS og stéttarfélög flugmanna þess hafa komist að samkomulagi um að flugmenn taki upp störf á ný en þeir hafa verið í verkfalli tvær vikur. Félagið gaf þó í kvöld út tilkynningu þess efnis að ekki væri búið að undirrita neina samninga. Erlent 18.7.2022 23:53 Danskir framleiðendur semja við Viaplay og framleiðsla hefst að nýju Danskir kvikmyndaframleiðendur hafa gert tímabundið samkomulag við Viaplay sem gerir að verkum að framleiðsluverkefni tengd streymisveitunni sem fóru í stopp í júní munu fara í gang að nýju. Erlent 18.7.2022 12:03 Aflýstum flugferðum fjölgar daglega á meðan SAS reynir að semja við flugmenn Samningaviðræður milli skandínavíska flugfélagsins SAS og flugmanna félagsins halda áfram í dag. Samningsaðilar hafa fundað síðan á laugardagsmorgun til að reyna að leysa verkfallsástand sem hófst 4. júlí þegar í kringum 900 starfsmenn félagsins fóru í verkfall. Erlent 17.7.2022 07:54 Rússíbaninn verði rifinn eftir banaslysið í Árósum Kóbra-rússíbaninn í Friheden-tívolíi í Árósum verður ekki opnaður aftur eftir að fjórtán ára stúlka lést þegar rússíbaninn bilaði í fyrradag. Forsvarsmenn tívolísins segja að tækinu verði lokað og það rifið. Erlent 16.7.2022 07:34 Fjórtán ára stúlka lést í rússíbanaslysi í Árósum Fjórtán ára stúlka lést í rússíbanaslysi í Friheden tívolíi í Árósum fyrr í dag. Þrettán ára drengur slasaðist einnig á höndum í slysinu þegar vagn á Cobra-rússíbananum losnaði og fór af teinunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem það verður slys í rússíbananum. Erlent 14.7.2022 15:19 Tveir slasaðir eftir slys í tívolíinu í Árósum Tveir eru slasaðir eftir að vagnaröð losnaði í rússíbana í Tivoli Friheden í Árósum fyrr í dag. Búið er rýma tívolíið og því hefur verið lokað út daginn. Sjúkraliðar eru á staðnum til að sinna hinum slösuðu og eru vitni í skýrslutöku hjá lögreglu. Erlent 14.7.2022 12:17 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 42 ›
Öflug eftirlit með umferð flugvéla, skipa og kafbáta við Ísland Mikið eftirlit er með umferð flugvéla, skipa og kafbáta yfir og í kringum Ísland á vegum NATO og Bandaríkjahers í samstarfi við Landhelgisgæsluna. Um sextíu manna flugsveit frá danska hernum er að ljúka loftrýmisgæslu á Íslandi eftir mánaðardvöl. Innlent 9.9.2022 20:06
Bendtner stofnar rafíþróttalið: Counter-Strike hjálpaði honum í Covid Nicklas Bendtner, fyrrum danskur landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Arsenal, hefur stofnað rafíþróttafélag og ætlar sér að keppa við þá bestu í Danmörku og jafnvel víðar. Hann segist hafa komist inn í rafíþróttaheiminn á meðan kórónuveiran hélt honum innandyra. Fótbolti 8.9.2022 16:02
Danir lækka hitann í almenningsrýmum Danir hafa ákveðið að lækka hitastigið í almenningsrýmum til þess að sporna gegn háu orkuverði í landinu. Neyðarlög voru samþykkt á danska þinginu fyrr í dag þar sem rafmagnsskattur var lækkaður. Erlent 8.9.2022 13:26
Danski lakkrísgerðarmaðurinn segist hafa sótt innblástur til Íslands Danski lakkrísgerðarmaðurinn Johan Bülow segir að vörur hans, sem eru hinar ýmsu útfærslur á súkkulaðihúðuðum lakkrís, hafi verið innblásnar af íslensku sælgæti. Innlent 7.9.2022 22:23
„Við vildum gera skó sem vekja athygli“ Á fimmtudaginn mun danska skómerkið JoDis kynna nýja skólínu sem hönnuð er í samstarfi með Dóru Júlíu Agnarsdóttur. Dóra Júlía er plötusnúður, þáttastjórnandi, útvarpskona og blaðamaður hér á Vísi. Tíska og hönnun 7.9.2022 13:02
Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. Innlent 6.9.2022 15:20
Bröndby-bullur réðust á stuðningsmenn FCK í Þýskalandi FC Kaupmannahöfn hefur í kvöld keppni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn síðan 2016. Það fer hins vegar ekki vel af stað. Fótbolti 6.9.2022 13:45
Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. Viðskipti innlent 6.9.2022 11:02
Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. Viðskipti innlent 5.9.2022 11:27
Stökkið: „Því lengur sem ég bý hérna því meira fell ég fyrir þessari borg“ Hildur Anissa býr í Kaupmannahöfn ásamt kærastanum sínum Sebastian og starfar sem svæðissölustjóri hjá Paper Collective, sem er danskt hönnunarfyrirtæki. Einnig starfar hún við samfélagsmiðla þar sem hún aðstoðar áhrifavalda að móta efnið sitt. Lífið 5.9.2022 07:00
Kvenprestar mega þola svívirðingar samstarfsmanna og kollega Sjötta hver kona í Danmörku sem gegnir prestsembætti hefur orðið fyrir svívirðingum og lítilsvirðingu frá samstarfsmönnum sínum vegna kynferðis síns. Prestar eru eina stéttin í Danmörku þar sem ekki þarf að fara að jafnréttislögum við ráðningar. Erlent 3.9.2022 16:37
Simon Spies beitti ungar stúlkur kynferðisofbeldi Fyrrverandi starfskonur dönsku ferðaskrifstofunnar Spies-Rejser og ættingjar látinna kvenna sem þar störfuðu krefjast þess að fyrirtækið biðjist afsökunar á kynferðislegu ofbeldi sem stofnandi fyrirtækisins beitti þær árum saman. Erlent 27.8.2022 10:05
Maðurinn sem lífgaði við Christian Eriksen bjargaði öðru lífi á Parken 24 ára stuðningsmaður FC Kaupmannahafnar fór í hjartastopp á Evrópuleik liðsins á móti tyrkneska félaginu Trabzonspor í síðustu viku en sá hinn sami getur þakkað líf sitt manni sem gerir það að vana sínum að bjarga mannslífum á stærsta fótboltaleikvangi Dana. Fótbolti 23.8.2022 08:31
Matreiða upp úr ruslagámum fyrir milljónir áhorfenda Katrín Hersisdóttir, nemi í grafískri hönnun í Danmörku, hefur ásamt vinkonum sínum náð miklum vinsældum með matreiðslumyndböndum á samfélagsmiðlinum TikTok. Það eru hins vegar engin hefðbundin matreiðslumyndbönd sem þær stöllur framleiða þar sem hráefnið er allt fengið úr ruslagámum fyrir aftan matvöruverslanir. Lífið 22.8.2022 15:18
Kúrekastígvél og cargo buxur það allra heitasta Tískugyðjan Elísabet Gunnarsdóttir var stödd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn og deilir með lesendum Vísis þeim trendum sem stóðu upp úr á tískupöllunum. Það kemur eflaust einhverjum á óvart að cargo buxur, kúreka stígvél og mini pils eru þar hæst á lista. Lífið 20.8.2022 09:30
Dönsk prinsessa að skilja Danska prinsessan Natalía og eiginmaður hennar, Alexander Johannsmann, hafa ákveðið að skilja eftir ellefu ára hjónaband. Þau gengu í hjónaband í Bad Berleburg árið 2011 og eiga saman tvö börn. Lífið 15.8.2022 13:23
Húkkaði sér far með spíttbát á tískusýninguna Tískugyðjan og Trendnet bloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir lenti í því skemmtilega atviku að húkka sér far með spíttbát á tískusýningu GANNI í Kaupmannahöfn þar sem hún er stödd fyrir tískuvikuna. Lífið 13.8.2022 12:31
Kærasti Kim Wall óánægður með framgöngu fjölmiðla Ole Stobbe, kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall sem myrt var árið 2017, er ekki ánægður með hversu langt fjölmiðlar gengu í fréttaumfjöllun um morðið á Wall. Líf hans snúi enn um málið, fimm árum seinna. Erlent 10.8.2022 19:26
Lars von Trier með Parkinson Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier hefur greinst með Parkinson. Leikstjórinn umdeildi hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir kvikmyndir sínar en myndir hans hafa sjö sinnum verið valdar besta myndin á dönsku Bodil-verðlaununum. Lífið 8.8.2022 20:28
Tveir Íslendingar í gæsluvarðhaldi í Danmörku Tveir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi í Danmörku eftir að hafa ráðist á annan íslenskan mann um helgina. Maðurinn liggur þungt haldinn á Háskólasjúkrahúsinu í Álaborg. Innlent 8.8.2022 18:55
Nýtt nafn á lista sigurvegara í Tour de France Hinn danski Jonas Vingegaard Rasmussen kom fyrstur í mark í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France, en keppni lauk í hjólreiðakeppninni sögufrægu í dag. Sport 24.7.2022 19:10
Íslendingar að kafna í methita í Danmörku Skæð hitabylgja sem gengið hefur yfir Evrópu síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag, þar sem hitamet fyrir júlímánuð var slegið. Íslendingar á heitustu svæðunum segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar. Erlent 20.7.2022 21:30
Leggja niður störf í kæfandi hita á Suður-Jótlandi Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Íslendingur syðst á Jótlandi, þar sem hitametið gæti fallið, segir hitann óbærilegan og fólk sé byrjað að leggja niður störf vegna hans. Erlent 20.7.2022 12:05
Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður. Erlent 20.7.2022 08:17
Samkomulag milli SAS og flugmanna í höfn en ekki undirritað Flugfélagið SAS og stéttarfélög flugmanna þess hafa komist að samkomulagi um að flugmenn taki upp störf á ný en þeir hafa verið í verkfalli tvær vikur. Félagið gaf þó í kvöld út tilkynningu þess efnis að ekki væri búið að undirrita neina samninga. Erlent 18.7.2022 23:53
Danskir framleiðendur semja við Viaplay og framleiðsla hefst að nýju Danskir kvikmyndaframleiðendur hafa gert tímabundið samkomulag við Viaplay sem gerir að verkum að framleiðsluverkefni tengd streymisveitunni sem fóru í stopp í júní munu fara í gang að nýju. Erlent 18.7.2022 12:03
Aflýstum flugferðum fjölgar daglega á meðan SAS reynir að semja við flugmenn Samningaviðræður milli skandínavíska flugfélagsins SAS og flugmanna félagsins halda áfram í dag. Samningsaðilar hafa fundað síðan á laugardagsmorgun til að reyna að leysa verkfallsástand sem hófst 4. júlí þegar í kringum 900 starfsmenn félagsins fóru í verkfall. Erlent 17.7.2022 07:54
Rússíbaninn verði rifinn eftir banaslysið í Árósum Kóbra-rússíbaninn í Friheden-tívolíi í Árósum verður ekki opnaður aftur eftir að fjórtán ára stúlka lést þegar rússíbaninn bilaði í fyrradag. Forsvarsmenn tívolísins segja að tækinu verði lokað og það rifið. Erlent 16.7.2022 07:34
Fjórtán ára stúlka lést í rússíbanaslysi í Árósum Fjórtán ára stúlka lést í rússíbanaslysi í Friheden tívolíi í Árósum fyrr í dag. Þrettán ára drengur slasaðist einnig á höndum í slysinu þegar vagn á Cobra-rússíbananum losnaði og fór af teinunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem það verður slys í rússíbananum. Erlent 14.7.2022 15:19
Tveir slasaðir eftir slys í tívolíinu í Árósum Tveir eru slasaðir eftir að vagnaröð losnaði í rússíbana í Tivoli Friheden í Árósum fyrr í dag. Búið er rýma tívolíið og því hefur verið lokað út daginn. Sjúkraliðar eru á staðnum til að sinna hinum slösuðu og eru vitni í skýrslutöku hjá lögreglu. Erlent 14.7.2022 12:17