Tímamót

Fréttamynd

Dóttir Hildar og Jóns komin með nafn

Yngsta dóttir Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Jóns Skaftason, stjórnarformanns Sýnar, er komin með nafn. Stúlkan heitir Hólmfríður Áslaug.

Lífið
Fréttamynd

Skærasta stjarna landsins á lausu

Söngkonan Bríet Ísis Elfar og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo hafa slitið samvistum. Parið ruglaði fyrst saman reytum sumarið 2020 og hafa verið áberandi á listasviðinu síðan.

Lífið
Fréttamynd

Valdi að verða sex­tug í stað þess að flytja til Eþíópíu

Yrsa Sigurðar­dóttir, glæpa­sagna­drottning og marg­faldur met­sölu­höfundur, fagnar sex­tugs­af­mæli í dag. Hún segir ekkert planað í kvöld, annað en að skrifa næstu bók. Hún ætlar að halda upp á stór­af­mælið með pompi og prakt í febrúar að jóla­bóka­flóði loknu og segist ekki geta beðið eftir að sjá Kulda, sam­nefnda mynd sem byggir á bók hennar og kemur í kvik­mynda­hús í næstu viku.

Lífið
Fréttamynd

Hlaupaparið á von á tvíburum

Fyrrverandi afrekshlauparinn Kári Steinn Karlsson og eiginkona hans Aldís Arnardóttir, yfirmaður verslunarsviðs 66° Norðurs, eiga von á eineggja tvíburum í byrjun næsta árs. 

Lífið
Fréttamynd

Tuttugu ár frá því að Eliza flutti með Guðna til Ís­lands

Í dag eru tuttugu ár frá því að Eliza Reid, forsetafrú, flutti til landsins með þáverandi unnusta sínum, Guðna Th Jóhannessyni. Hún minnist þess hvernig halloumi-ostur var ófáanlegur og hvernig hún gat ekki leigt spólur vegna stirðra reglna. Hún hafi verið heppin að mæta ekki sömu fordómum og aðrir innflytjendur.

Lífið
Fréttamynd

Brit­n­ey hafi haldið fram­hjá með starfs­manni

Sam Ashgari, eiginmaður Britney Spears, hefur tjáð sig í fyrsta sinn eftir að hann sótti um skilnað. Ástæðan fyrir skilnaðinum ku vera framhjáhald Britney en slúðurmiðlar vestanhafs herma að hún hafi haldið við starfsmann sinn.

Lífið
Fréttamynd

Sonur Unnar Birnu og Skafta kominn í heiminn

Söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir og sambýlismaður hennar, Sigurgeir Skafti Flosason fögnuðu komu sonar síns á dögunum. Um er að ræða annað barn listaparsins en Unnur Birna hefur verið ófeimin að ræða hræðslu sína við að eignast börn. 

Lífið
Fréttamynd

Fjögurra tíma bið og starfs­fólkið „draugarnir af sjálfu sér“

Forstjóri Domino's segir að dagurinn í gær, þegar boðið var upp á þrjátíu ára gamalt verð á pítsum, hafi verið langstærsti dagur fyrirtækisins. Magn pantana hafi verið tvöfalt meira en á stærsta deginum fram að þrjátíu ára afmælinu í gær. Bylgjunni fylgdi auðvitað mikil bið og eru dæmi um að viðskiptavinir hafi þurft að bíða í nokkrar klukkustundir eftir því að pítsan þeirra yrði tilbúin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sigmar og Júlíana hvort í sína áttina

Hjónin Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar og Júlíana Einarsdóttir mannauðssérfræðingur hjá Samskipum hafa slitið sambandi sínu. Þau hafa verið í sambandi í ellefu ár síðan leiðir þeirra lágu saman þegar þau störfuðu í fjölmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Fabjúl­öss feður

Birtingarmynd föðurhlutverksins er fjölbreytt og flókin. Þar má nefna nýbakaða feður, margra barna feður, stjúpfeður, einstæða feður, verðandi feður og feður yfir fertugt, svo fátt eitt sé nefnt.

Lífið
Fréttamynd

Garðar Gunnlaugs og Fanney Sandra orðin hjón

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, gengu í hnapphelduna hjá Sýslumanninum í Kópavogi í gær.

Lífið
Fréttamynd

Bréf dóttur upphafið að ógleymanlegu bónorði

Dóra Dúna Sighvatsdóttir ljósmyndari og Guðlaug Björnsdóttir förðunarfræðingur eru orðnar hjón. Þær trúlofuðu sig á Ítalíu í fyrra eftir rómantískt bónorð sem byrjaði á fallegu bréfi dóttur Guðlaugar sem fékk gesti til að fella tár. Nánustu vinir og fjölskylda fögnuðu með hjónunum í Fríkirkjunni í Reykjavík um helgina. 

Lífið