Ástralía

Fréttamynd

Virginia Giuffre er látin

Virginia Giuffre, sem sakaði bæði Andrés prins og Jeffrey Epstein um kynferðisofbeldi, er látin, 41 árs að aldri. Dánarorsökin var sjálfsvíg. 

Erlent
Fréttamynd

Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu

Tveimur baðströndum var lokað í Suður-Ástralíu í gær eftir að dauða fiska og torkennilega froðu rak þar á land. Brimbrettakappar og sundmenn á svæðinu fundu einnig fyrir slappleika eftir að hafa verið í sjónum en sérfræðingar telja sjaldgæfa þörungamyndun um að kenna.

Erlent
Fréttamynd

Vonska vegna vambaráns á­hrifa­valds í Ástralíu

Töluverð reiði ríkir í Ástralíu vegna myndbands af bandarískum áhrifavaldi grípa vambaunga frá móður sinni og hlaupa á brott með hann. Sam Jones hefur meðal annars verið gagnrýnd af forsætisráðherra Ástralíu og eru yfirvöld þar sögð skoða hvort hleypa eigi henni aftur inn í landið.

Erlent
Fréttamynd

„Maðurinn með gullarminn“ látinn

James Harrison, þekktur í Ástralíu sem „maðurinn með gullarminn“, er látinn. Á yfir 60 árum gaf Harrison blóðvökva alls 1.173 sinnum og bjargaði lífi 2,4 milljón barna. 

Erlent
Fréttamynd

Sau­tján ára stúlka lést í hákarlaárás

Sautján ára stúlka lét lífið þegar hún var bitin af hákarli undan ströndum Ástralíu í morgun. Þetta er í annað sinn sem banvæn hákarlaárás á sér stað á svæðinu á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Hótar hörðum við­brögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi

Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að ríkisstjórn hans myndi grípa til harðra aðgerða ef í ljós kæmi að ástralskur sjálfboðaliði sem barðist með Úkraínumönnum hafi verið tekinn af lífi í haldi Rússa. Oscar Jenkins var handsamaður í Úkraínu í desember.

Erlent
Fréttamynd

Einn frægasti krókódíll í heimi allur

Einn frægasti krókódíll í heimi, ástralski krókódíllinn Burt sem fór með hlutverk í kvikmyndinni Crocodile Dundee er allur. Talið er að hann hafi verið yfir níutíu ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Harold með ó­læknandi krabba­mein

Hin 86 ára gamla Neighbours stjarna Ian Smith sem fer með hlutverk Harold Bishop í þáttunum frægu hefur tilkynnt að hann sé kominn með ólæknandi krabbamein í lungu. Hann hyggst því hætta alfarið að leika.

Lífið
Fréttamynd

Ungum Áströlum bannað að nota sam­félags­miðla

Áströlsk börn yngri en sextán ára mega brátt ekki nota samfélagsmiðla eftir að umdeilt frumvarp ríkisstjórnar landsins varð að lögum í gær. Bannið nýtur almenns stuðnings en samfélagsmiðlafyrirtæki og nokkur samtök sem berjast fyrir réttindum barna eru á móti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Flaug alla leið frá Ástralíu til að heim­sækja Eiðis­torg

Tom er stjarneðlisfræðingur og einn hæfileikaríkasti spilari í heimi í íslenska tölvuleiknum Starborne: Frontier. Tom er búsettur í Adelaide í Ástralíu og flaug alla leiðina til Íslands til þess að heimsækja félaga sína hjá tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds á Eiðistorgi og hitta aðra spilara leiksins.

Lífið
Fréttamynd

Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla

Stjórnvöld í Ástralíu ætla að kynna lagasetningu sem miðar að því að banna börnum undir 16 ára aldri að nota samfélagsmiðla. Á vef BBC segir að lagasetningin eigi að vera leiðandi fyrir allan heiminn. Haft er eftir forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, að leggja eigi frumvarpið fram á þinginu í næstu viku. 

Erlent
Fréttamynd

Margot Robbie orðin mamma

Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016.

Lífið
Fréttamynd

Þór­dís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Ís­landi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kannast ekki við daður Friðriks Danakonungs og segir dapurt að íslenskir fjölmiðlar geri sér mat úr frásögnum um það sem birtust í áströlskum slúðurmiðli. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands veltir í nýútkominni bók fyrir sér hvort María Danadrottning hefði daðrað við hann í veislu í forsetatíð sinni.

Lífið
Fréttamynd

Dana­konungur sagður hafa daðrað við Þór­dísi

Ástralski slúðurmiðillinn Now to Love segir Friðrik Danakonung hafa daðrað við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands, á kvöldverði til heiðurs Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í byrjun mánaðar 

Lífið