Írak

Fréttamynd

Lokaárás yfirvofandi

Lokaárás er yfirvofandi í Najaf í Írak þar sem harðlínuklerkurinn al-Sadr ögrar stjórnvöldum og neitar að gefast upp. Orrustuþotur og skriðdrekar láta sprengjum rigna í kringum Imam Ali moskuna þar sem al-Sadr heldur til.

Erlent
Fréttamynd

Árás verður gerð á al-Sadr

Árás verður gerð á harðlínuklerkinn Muqtada al-Sadr og menn hans í Najaf, yfirgefi þeir ekki Iman Ali moskuna þar innan nokkurra stunda. Þetta segja talsmenn írakskra stjórnvalda.

Erlent
Fréttamynd

Mikil spenna í Najaf

Mikil spenna ríkir í Najaf í Írak eftir að harðlínuklerkurinn Muqtada al Sadr neitaði að eiga fund með sendinefnd írakskra stjórnmála- og trúarleiðtoga í gær.

Erlent
Fréttamynd

Friðarumleitanir út um þúfur

Harðir bardagar geisa í hinni helgu borg Najaf. Friðarumleitanir fóru út um þúfur þegar klerkurinn Muqtada al-Sadr neitaði að hitta friðarsendinefnd í gær. Varnarmálaráðherra Íraks hótar harkalegum viðbrögðum, gefist uppreisnarmenn í borginni ekki upp innan nokkurra stunda.

Erlent
Fréttamynd

Fá nokkurra klukkustunda frest

Varnarmálaráðherra Íraks segir skæruliða harðlínuklerksins Muqtada al-Sadrs hafa nokkurra klukkustunda frest til þess að leggja niður vopn og gefast upp. Að öðrum kosti megi þeir eiga von á ærlegri ráðningu. Ráðherrann segir að hersveitir yfirvalda og Bandaríkjahers séu reiðubúnar að láta til skarar skríða gegn skæruliðasveitunum.

Erlent
Fréttamynd

Bardagar byrjaðir í Najaf

Einn fórst og fimm særðust í sprengjuárás í Írak í morgun. Harðir bardagar eru á ný hafnir í borginni Najaf eftir að friðarviðræður fóru út um þúfur.

Erlent
Fréttamynd

Árásir við upphaf þings

Árásir og mannfall mörkuðu upphaf funda írakskra fulltrúa sem velja eiga nýtt þing. Þrátt fyrir friðarumleitanir halda bardagar áfram í Najaf og í Fallujah voru enn á ný gerðar loftárásir.

Erlent
Fréttamynd

Einn látinn og fimm særðir

Einn fórst og fimm særðust í sprengjuárás í Írak fyrir stundu. Nokkrar sprengingar heyrðust skammt frá fundarstað þar sem val á þingi til að fylgjast með bráðabirgðastjórn Íraks fer fram en óvíst er hvort að sá fallni eða hinir særðu eru meðal fundarmanna.

Erlent
Fréttamynd

Vopnahlésviðræður út í sandinn

Vopnahlésviðræður við múslimaklerkinn Muqtada al-Sadr eru runnar út í sandinn. Hann hvetur landa sína til harðari baráttu gegn hinu „ameríska nýlenduveldi“. 

Erlent
Fréttamynd

Níutíu féllu umhverfis Bagdad

Bandarískir hermenn felldu um níutíu uppreisnarmenn í borgum umhverfis Bagdad í nótt en allt var með kyrrum kjörum í Najaf þar sem sjítaklerkurinn Muqtada al-Sadr er að reyna að semja vopnahlé.

Erlent
Fréttamynd

Hlé á morðum

Tímabundið vopnahlé ríkir nú í borginni Najaf í Írak þar sem harðir bardagar höfðu geisað í yfir viku. Uppreisnarmenn, sem rændu breskum blaðamanni í morgun, féllust á að sleppa honum eftir beiðni frá sjítaklerknum Muqtada al-Sadr.

Erlent
Fréttamynd

Krafa al-Sadr í tíu liðum

Sjíta klerkurinn Muqtada al-Sadr hefur lagt fram kröfur í tíu liðum fyrir að binda enda á átökin í borginni Najaf í Írak. Hann segist reiðubúinn að flytja hersveitir sínar þaðan, gegn því að Bandaríkjamenn geri slíkt hið sama.

Erlent
Fréttamynd

Al-Sadr heill á húfi

Leiðtogi uppreisnarmanna sjíta-múslima í Írak, Moqtada al-Sadr, er ekki særður eftir árásir Bandaríkjamanna á borgina Nafaj í gær eins og talsmenn hans héldu fram í morgun, segir innanríkisráðherra bráðabirgðastjórnar Íraks.

Erlent
Fréttamynd

Al-Sadr reynir að semja

Bráðabirgðastjórnin í Írak segir að sjíta klerkurinn Moqtada al-Sadr sé að semja um að fá að yfirgefa bænahús í borginni Najaf, óáreittur. Klerkurinn hefur haldið sig þar síðan Bandaríkjamenn hófu stórsókn inn í borgina í gær.

Erlent
Fréttamynd

Najaf hertekin

Bandarískar og írakskar hersveitir hafa hertekið miðborg Najaf í stórfelldri árás þar sem beitt hefur verið bæði þyrlum og skriðdrekum. Skilaboð árásarsveitanna til uppreisnarmannanna eru einföld: farið eða þið deyið.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundir flýja Najaf

Þúsundir íbúa flýja nú íröksku borgina Najaf, þar sem Bandaríkjamenn og írakskar öryggissveitir berjast hatrammlega gegn skæruliðum, meðan aðrir íbúar þustu út á götur til að mótmæla. Bandaríkjamenn aka um borgina og kalla til íbúa í gegnum gjallarhorn að ætlunin sé að svæla út uppreisnarmenn úr röðum sjíta-múslima sem þeir hafa barist við nær linnualust í heila viku.

Erlent
Fréttamynd

360 fallnir og þúsundir flúnar

Bandaríkjamenn segjast hafa fellt þrjú hundruð og sextíu uppreisnarmenn í stórsókn sinni í borginni Najaf. Þúsundir borgarbúa hafa flúið vegna bardaganna.

Erlent
Fréttamynd

Hvattir til uppgjafar

Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, hvatti andspyrnuhreyfingu sjíta-múslima til að leggja niður vopn fyrr í dag en þeir hafa barist hatrammlega við hernámsliðið í nokkrum borgum Íraks í dag. Hann hvatti þá jafnframt til að ganga til liðs við „pólitíska framþróun“ landsins eins og það er orðað í erlendum fréttamiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Al-Sadr fer hvergi

Átök brutust út í íröksku borginni Najaf í morgun, sjötta daginn í röð. Viðlíka átök hafa verið í sjítahverfum í fleiri borgum Íraks, þar á meðal í höfuðborginni Bagdad, þar sem sprengja sprakk í vegkanti í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Skemmdarverk á olíuleiðslum

Skemmdarverk voru unnin á annarri af tveimur olíuleiðslum á Faw-skaganum í Írak í morgun. Leiðslan er hundrað og tuttugu metrar í þvermál og vegna skemmdanna hefur framleiðslugeta Íraka minnkað úr 1,9 milljónum tunna á dag í 1,1 milljón.

Erlent
Fréttamynd

900 Bandaríkjamenn hafa fallið

Rúmlega níu hundruð bandarískir hermenn hafa látið lífið í Írak en flestir þeirra, eða rúmlega átta hundruð, létust eftir að George Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að stríðinu í Írak væri lokið í maí á síðasta ári. Af níu hundruð hafa yfir tvö hundruð látist af slysförum.

Erlent
Fréttamynd

Bardagar í hverfum sjíta-múslima

Harðir bardagar geisa í hverfum sjíta-múslima í nokkrum borgum Íraks, þar á meðal í Najaf þar sem átök hafa staðið yfir nær linnulaust í fimm daga. Klerkur sjíta, Moqtada al-Sadir, segir fylgismenn sína ekki ætla að leggja niður vopn.

Erlent
Fréttamynd

Danir styðja Bandaríkjamenn

Forsætisráðherra Danmerkur segir að Danir standi þétt við bakið á Bandaríkjamönnum í Íraksstríðinu, þrátt fyrir neikvæðar skýrslur og harða gagnrýni á gang mála. Hann tekur undir áhyggjur danskra fjölmiðla sem óttast hefndaraðgerðir vegna fregna af pyntingum danskra hermanna á írökskum föngum. 

Erlent
Fréttamynd

6 látnir og 17 særðir

Bílsprengja varð sex manns að bana og særði sautján í borginni Baquba, norður af Bagdad, í Írak í morgun. Sprengjan sprakk fyrir utan hús ríkisstjóra á svæðinu sem var fluttur á spítala en ekki er vitað um afdrif hans.

Erlent
Fréttamynd

Blóðbað í Najaf

Harðir bardagar milli íraskra uppreisnarmanna og bandarískra hermanna í hinni helgu borg Najaf síðustu tvo daga hafa kostað 300 uppreisnarmenn lífið að sögn bandarísku herstjórnarinnar í Írak. Tugir til viðbótar hafa látist í bardögum annars staðar á svæðum sjíamúslima að sögn íraskra stjórnvalda.

Erlent
Fréttamynd

Al-Sadr neitar miklu mannfalli

Talsmaður sjítaklerksins Moqtada al-Sadr neitar þeim fréttum Bandaríkjamanna að þrjú hundruð írakskir uppreisnarmenn hafi fallið í tveggja daga bardögum í borginni Najaf. Hann segir þrjátíu og sex af þeirra mönnum látna.

Erlent
Fréttamynd

Barist í nokkrum borgum

Tveir bandarískir hermenn létu lífið í hörðum átökum í Najaf í Írak í dag. Írakskir og bandarískir hermenn berjast við árásarmenn í nokkrum borgum í landinu og ekkert lát er á árásum. 

Erlent
Fréttamynd

Bandarísk þyrla skotin niður

Bandarísk þyrla var skotin niður af uppreisnarmönnum í borginni Najaf í Írak í morgun. Þrír hermenn í þyrlunni særðust og voru þeir fluttir í burtu.

Erlent
Fréttamynd

Sprenging fyrir utan lögreglustöð

Að minnsta kosti fimm létust og tuttugu og einn særðist þegar bílsprengja sprakk fyrir utan lögreglustöð suður af Bagdad í Írak í morgun. Uppreisnarmenn skutu einnig eldflaugasprengju að brú í Bagdad. Þá börðust bandarískir hermenn og írakskar öryggissveitir við skæruliða úr röðum írakska klerksins Moqtada al-Sadr í borginni Najaf í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Enn barist í Najaf

Enn er barist að hluta til á götum borgarinnar Najaf í Írak en að sögn talsmanna bandaríska hersins hefur þeim tekist að einangra uppreisnarmennina og halda þeim í skefjum. Vígamenn gerðu árás á lögreglustöð í borginni í gærkvöldi og í kjölfarið brutust út átök milli lögreglunnar og uppreisnarmanna.

Erlent