Árásir við upphaf þings 15. ágúst 2004 00:01 Árásir og mannfall mörkuðu upphaf funda írakskra fulltrúa sem velja eiga nýtt þing. Þrátt fyrir friðarumleitanir halda bardagar áfram í Najaf og í Fallujah voru enn á ný gerðar loftárásir. Þrettán hundruð fulltrúar víðsvegar að í Írak komu í morgun saman til að ráða ráðum sínum og skipa þing. Tilgangur þessa var ekki síst að gefa fulltrúum ólíkra hópa tækifæri á að viðra skoðanir sínar og hafa áhrif á lýðræðislegan gang mála í landinu. Greinilegt var að allir vildu láta í sér heyra. Gríðarleg öryggisgæsla var á fundarstaðnum og um svipað leyti og fundurinn hófst var gerð sprengjuárás skammt frá. Adnan Saleh, lögreglustjóri í Bagdad, segir eldflaug hafa lent á smárútu og kveikt í henni. Lögregluforingi, eiginkona hans og bróðir, sem í bílnum voru, létust öll. Sautján særðust í árásinni. Bardagar hófust enn á ný í helgu borginni Najaf í morgun eftir að friðarumleitanir runnu út í sandinn. Mehdi-sveitir harðlínuklerksins Muqtada al-Sadrs heita því að berjast til síðasta manns og þúsundir stuðningsmanna Sadrs streyma til borgarinnar til að fórna sér þar sem mannlegir skildir. Lögreglustjórinn í borginni hefur vísað fréttamönnum úr borginni af ótta við að þeir verði skotmörk hryðjuverkamanna. Fréttamaður AP í borginni segir lögreglumenn hafa skotið á hótel sem fréttamenn dvöldu í til að undirstrika skilaboðin. Í Fallujah gerðu bandarískar orustuflugvélar árásir á nokkurn fjölda skotmarka en undanfarna daga hafa borist fregnir af aukinni mótspyrnu þar. Íbúar segja fjölda fólks, þar á meðal börn, hafa særst í árásunum í dag. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Árásir og mannfall mörkuðu upphaf funda írakskra fulltrúa sem velja eiga nýtt þing. Þrátt fyrir friðarumleitanir halda bardagar áfram í Najaf og í Fallujah voru enn á ný gerðar loftárásir. Þrettán hundruð fulltrúar víðsvegar að í Írak komu í morgun saman til að ráða ráðum sínum og skipa þing. Tilgangur þessa var ekki síst að gefa fulltrúum ólíkra hópa tækifæri á að viðra skoðanir sínar og hafa áhrif á lýðræðislegan gang mála í landinu. Greinilegt var að allir vildu láta í sér heyra. Gríðarleg öryggisgæsla var á fundarstaðnum og um svipað leyti og fundurinn hófst var gerð sprengjuárás skammt frá. Adnan Saleh, lögreglustjóri í Bagdad, segir eldflaug hafa lent á smárútu og kveikt í henni. Lögregluforingi, eiginkona hans og bróðir, sem í bílnum voru, létust öll. Sautján særðust í árásinni. Bardagar hófust enn á ný í helgu borginni Najaf í morgun eftir að friðarumleitanir runnu út í sandinn. Mehdi-sveitir harðlínuklerksins Muqtada al-Sadrs heita því að berjast til síðasta manns og þúsundir stuðningsmanna Sadrs streyma til borgarinnar til að fórna sér þar sem mannlegir skildir. Lögreglustjórinn í borginni hefur vísað fréttamönnum úr borginni af ótta við að þeir verði skotmörk hryðjuverkamanna. Fréttamaður AP í borginni segir lögreglumenn hafa skotið á hótel sem fréttamenn dvöldu í til að undirstrika skilaboðin. Í Fallujah gerðu bandarískar orustuflugvélar árásir á nokkurn fjölda skotmarka en undanfarna daga hafa borist fregnir af aukinni mótspyrnu þar. Íbúar segja fjölda fólks, þar á meðal börn, hafa særst í árásunum í dag.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira