Slökkvilið

Fréttamynd

Ó­trú­legt sjónar­spil á Grinda­víkur­vegi

Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga rann með miklum krafti yfir Grindavíkurveg í dag, eftir að hraunflæði jókst skyndilega í nótt. Hraunbreiðan er nú í um áttahundruð metra fjarlægð frá heitavatnslögnum og færist hægt áfram.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í í­búð í Kóngs­bakka

Eldur kom upp í íbúð í Kóngsbakka í Breiðholti fyrir skömmu. Allar stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. 

Innlent
Fréttamynd

Slökktu eld á Austur-Indíafjelaginu

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út klukkan 17.23 í dag vegna bruna á veitingastaðnum Austur-Indíafjelaginu á Hverfisgötu 56 í miðbæ Reykjavíkur. Loka þurfti fyrir umferð á meðan slökkvilið vann á vettvangi. Stuttan tíma tók að slökkva eldinn sem kviknaði í skorsteini í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni í Gufu­nesi

Verið er að ráða niðurlögum smávægilegs sinubruna sem geysaði rétt fyrir neðan Hamrahverfið í Gufunesi fyrr í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni í Staðarsveit á Snæ­fells­nesi

Eldur kviknaði í sinu í nágrenni eyðibýlisins Haga í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Slökkviliðsmenn frá Snæfellsbæ og Grundafirði eru komnir á vettvang og slökkvilið Stykkishólms er á leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Elds­voði í bíl­skúr í Kópa­vogi

Fjórir slökkvibílar og þrír sjúkrabílar voru kallaðir út upp úr klukkan tíu í dag vegna eldsvoða í Vatnsendahvarfi í Kópavogi. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins en slökkvistarf tók innan við klukkutíma.

Innlent
Fréttamynd

Ráðinn slökkvi­liðs­­stjóri á Suður­nesjum

Stjórn Brunavarna Suðurnesja hefur ráðið Eyþór Rúnar Þórarinsson í starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja og mun hann hefja störf sem slíkur á næstu dögum. Hann hefur starfaði í liðinu frá árinu 1999.

Innlent
Fréttamynd

Skrifuðu bók um Sól­rúnu Öldu og brunann í Máva­hlíð

Nemendur í 6. bekk Varmárskóla afhentu í gær Sólrúnu Öldu Waldorff bók sem þeir sömdu um batagöngu hennar síðan hún slasaðist alvarlega í eldsvoða fyrir nokkrum árum. Fram kemur í tilkynningu um bókina að Sólrún Alda hafi heimsótt skólann fyrr í vetur og sagt nemendum sögu sína. Heimsóknin hafi verið liður í verkefni um eldvarnir.

Lífið
Fréttamynd

Rúta brann til kaldra kola við Sól­tún

Mannlaus rúta brann til kaldra kola á bílastæði í Sóltúni í Reykjavík skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Enginn annar skaði varð af völdum eldsins. Slökkvilið telur að rútan hafi verið númerslaus.

Innlent
Fréttamynd

Réðst í tví­gang á starfs­mann verslunar í Skeifunni

Alls eru átta vistaðir í fangaklefa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna mála sem komu upp í gærkvöldi og í nótt. Lögregla sinnti fjölbreyttum verkefnum um til dæmis þjófnað út matvöruverslun, akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna og innbrot.

Innlent
Fréttamynd

Göngin lokuð á mið­viku­dags­kvöld

Göngin um Hvalfjörð verða lokuð miðvikudaginn 15. maí frá klukkan 21til 23 vegna umfangsmikillar brunaæfingar á vegum Vegagerðarinnar, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Sinubruni við Hellisskóg á Sel­fossi

Brunavarnir Árnessýslu voru kallaðar út vegna sinubruna við Hellisskóg á Selfossi um klukkan 13 í dag. Hellisskógur er skógræktarsvæði rétt fyrir utan Selfoss. Búið er að slökkva brunann en eldsupptök má rekja til flugelda sem barn lék sér með á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í iðnaðar­hús­næði á Höfða

Allt tiltækt slökkvilið var kallað til þegar eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði að Funahöfða í Reykjavík fyrir skömmu. Mikill eldsmatur var í húsinu en vel hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins.

Innlent
Fréttamynd

Kveikt í pappa­rusli í Glæsi­bæ

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan 19 í dag vegna reyks við Glæsibæ við Álfheima í Reykjavík í dag. Kveikt var í papparusli í stigagangi en það tókst að slökkva í því með slökkvitæki á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Eldinum í bílnum fylgdi heljarinnar sprenging

Sendiferðabíll sem gjöreyðilagðist í bruna í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt stóð í ljósum logum áður en slökkviliðsmenn náðu að hemja eldinn. Þá varð nokkuð öflug sprenging í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Bíll logaði í Vestur­bænum

Laut eftir klukkan 03 í nótt var tilkynnt um eld í bifreið í Vesturbæ Reykjavíkur. Slökkvilið var ekki lengi að slökkva eldinn en bíllinn, sem er sagður glænýr, er ónýtur.

Innlent