„Það bjó enginn í húsinu“ Agnar Már Másson skrifar 17. ágúst 2025 16:37 Mikill eldur kom upp í hesthúsi. Sveinn Heiðar Enginn býr í hesthúsinu sem brann í Hafnarfirði um helgina að sögn hestamanns sem leigir húsið undir hrossin sín. Dæmi hafi þó komið upp um að fólk dvelji í hesthúsum á svæðinu. Hestarnir hans voru blessunarlega ekki inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en hann er miður sín yfir tjóninu enda hafi margir munir „fuðrað upp“ í brunanum. „Það bjó enginn í húsinu,“ segir Aron Bjarni Stefánsson, 36 ára reiðmaður sem leigir hesthús númer 314 í Hlíðarþúfum, sem brann í fyrrinótt en hann kveðst hafa leigt húsið undir hrossin sín. Greint var frá því í gærmorgun að mikill eldur hefði verið þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang, en vel hefði gengið að ráða niðurlögum hans. Fram kom á Vísi í gær að fólk hefði búið í hesthúsum í Hafnarfirði þar sem eldur kom upp í nótt. Sveinn Heiðar Jóhannesson, varaformaður stjórnar Hestamannafélagsins Sörla, greindi frá því í samtali við fréttastofu og sagði að félagið og aðrir hefðu talað um það fyrir daufum eyrum Hafnarfjarðarbæjar. „Ömurlegt“ Aron Bjarni segir að sér hafi brugðið þegar hann vaknaði í gærmorgun og sá að hesthúsið og allt þar inni hafi brunnið. Hestarnir hafi blessunarlega ekki verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en allt hestar. Mikið tjón hafi orðið á eignum Arons. „Allur hestabúnaður, hnakkar, beisli, hestadót og föt og annað sem eyðilagðist þarna, það fuðraði bara upp.“ Spurður hvort hann kannist við það að fólk hafi búið í hesthúsunum segist hann ekki geta fullyrt um neitt en hann hafi heyrt af því að áður hafi fólk búið í húsum á svæðinu. „Sumir hafa nú bara lagt sig og sofið í húsinu enda er það ekki ólöglegt að vera inni í sinni eigin eign,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega bara rosalegt tjón, fyrir mann sem vinnur við þetta, að missa þennan búnað,“ segir Aron, sem segist ekki vita hver eldsupptökin hafi verið. Lögregla annast rannsókn málsins. Hesthús almenn séð atvinnuhúsnæði Sveinn Heiðar hjá Sörla sagði í gær að síðustu hefði fólk hreiðrað um sig í einhverjum hesthúsum á svæðinu. Sagði hann Hestamannfélag Sörla munu koma saman í vikunni og senda erindi á Hafnarfjarðarbæ og byggingarfulltrúann þar. Hann tekur fram að hestamannafélagið hafi engin völd til að taka ákvarðanir um hverjir séu í hesthúsunum. Sörli á rúmlega hundrað hesthús á svæðinu en fram kemur í lögum félagsins að notkun húsa í hverfinu fyrir eithvað annað en hestahald, hey, félagsaðstöðu og annað sem hestamennsku viðkemur, sé ekki heimil. Hesthúsasvæði eru almennt talin vera atvinnu- eða frístundasvæði, ekki íbúðarsvæði, og því er ekki heimilt að skrá lögheimili þar eða hafa fasta búsetu nema húsnæðið sé skráð sem íbúðarhúsnæði. Stjórnvöld í Hafnarfjarðarbæ fundu sig knúin árið 2014 til að benda eigendum á að búseta á hesthúsasvæði sé ólögleg þegar upp kom tilvik um meinta búsetu á svæðinu. Árið 2023 brann iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut til kaldra kola og kom í ljós í framhaldi af brunanum að hið minnsta tólf manns hefðu fasta en óskráða búsetu í húsnæðinu. Slökkvilið Húsnæðismál Hestar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans 26. nóvember 2023 20:01 Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. 26. nóvember 2024 11:12 „Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. 21. ágúst 2023 22:17 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
„Það bjó enginn í húsinu,“ segir Aron Bjarni Stefánsson, 36 ára reiðmaður sem leigir hesthús númer 314 í Hlíðarþúfum, sem brann í fyrrinótt en hann kveðst hafa leigt húsið undir hrossin sín. Greint var frá því í gærmorgun að mikill eldur hefði verið þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang, en vel hefði gengið að ráða niðurlögum hans. Fram kom á Vísi í gær að fólk hefði búið í hesthúsum í Hafnarfirði þar sem eldur kom upp í nótt. Sveinn Heiðar Jóhannesson, varaformaður stjórnar Hestamannafélagsins Sörla, greindi frá því í samtali við fréttastofu og sagði að félagið og aðrir hefðu talað um það fyrir daufum eyrum Hafnarfjarðarbæjar. „Ömurlegt“ Aron Bjarni segir að sér hafi brugðið þegar hann vaknaði í gærmorgun og sá að hesthúsið og allt þar inni hafi brunnið. Hestarnir hafi blessunarlega ekki verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en allt hestar. Mikið tjón hafi orðið á eignum Arons. „Allur hestabúnaður, hnakkar, beisli, hestadót og föt og annað sem eyðilagðist þarna, það fuðraði bara upp.“ Spurður hvort hann kannist við það að fólk hafi búið í hesthúsunum segist hann ekki geta fullyrt um neitt en hann hafi heyrt af því að áður hafi fólk búið í húsum á svæðinu. „Sumir hafa nú bara lagt sig og sofið í húsinu enda er það ekki ólöglegt að vera inni í sinni eigin eign,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega bara rosalegt tjón, fyrir mann sem vinnur við þetta, að missa þennan búnað,“ segir Aron, sem segist ekki vita hver eldsupptökin hafi verið. Lögregla annast rannsókn málsins. Hesthús almenn séð atvinnuhúsnæði Sveinn Heiðar hjá Sörla sagði í gær að síðustu hefði fólk hreiðrað um sig í einhverjum hesthúsum á svæðinu. Sagði hann Hestamannfélag Sörla munu koma saman í vikunni og senda erindi á Hafnarfjarðarbæ og byggingarfulltrúann þar. Hann tekur fram að hestamannafélagið hafi engin völd til að taka ákvarðanir um hverjir séu í hesthúsunum. Sörli á rúmlega hundrað hesthús á svæðinu en fram kemur í lögum félagsins að notkun húsa í hverfinu fyrir eithvað annað en hestahald, hey, félagsaðstöðu og annað sem hestamennsku viðkemur, sé ekki heimil. Hesthúsasvæði eru almennt talin vera atvinnu- eða frístundasvæði, ekki íbúðarsvæði, og því er ekki heimilt að skrá lögheimili þar eða hafa fasta búsetu nema húsnæðið sé skráð sem íbúðarhúsnæði. Stjórnvöld í Hafnarfjarðarbæ fundu sig knúin árið 2014 til að benda eigendum á að búseta á hesthúsasvæði sé ólögleg þegar upp kom tilvik um meinta búsetu á svæðinu. Árið 2023 brann iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut til kaldra kola og kom í ljós í framhaldi af brunanum að hið minnsta tólf manns hefðu fasta en óskráða búsetu í húsnæðinu.
Slökkvilið Húsnæðismál Hestar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans 26. nóvember 2023 20:01 Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. 26. nóvember 2024 11:12 „Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. 21. ágúst 2023 22:17 Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans 26. nóvember 2023 20:01
Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. 26. nóvember 2024 11:12
„Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. 21. ágúst 2023 22:17