Innlent

Úr­skurðaður í gæslu­varð­hald grunaður um íkvekju

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Loftmynd af Akranesi úr safni.
Loftmynd af Akranesi úr safni. Vísir/Arnar

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkveikju á Akranesi.

Þetta staðfestir Ásmundur Kristinn Ásmundsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu. 

Mikill eldur logaði er kviknaði í gömlu timburhúsi nálægt miðbæ Akraness fyrir hádegi á sunnudag. Miklar skemmdir urðu á húsinu en enginn hefur búið þar síðustu ár.

„Við erum að reyna vinna þessa rannsókn og svo var tæknideildin í Reykjavík að koma aftur að aðstoða okkur,“ segir hann.

Málið er til rannsóknar hjá embættinu og verið er að fara yfir myndefni frá vettvangi. RÚV greindi frá að nágranni hafi orðið var við grunsamlegar mannaferðir, náð þeim á upptöku og afhent lögreglu sem hafi leitt til handtöku mannsins. Aðspurður á sunnudag sagðist Ásmundur ekki kannast við þá upptöku.

Veistu meira um málið? Áttu myndir eða myndbönd af vettvangi? Sendu okkur ábendingar eða myndefni á ritstjorn@visir.is


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×