Slökkvilið

Bíll alelda í bílastæðahúsi í miðbæ Reykjavíkur
Eldur kom upp í bíl í opnu bílastæðahúsi í Þingholtsstræti í Reykjavík.

Slökkviliðið varar við varhugaverðu ástandi á morgun
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem það vara við því að varhugavert ástand geti skapast á morgun, þegar Veðurstofa spáir asahláku í kjölfar hlýnandi veðurs.

Eldur í ruslagámi við JL-húsið
Eldur kviknaði í ruslagámi við JL-húsið í vesturbæ Reykjavíkur fyrr í kvöld. Einn dælubíll var sendur á svæðið og unnið er að því að slökkva eldinn.

Eldur kviknaði í strompi Hamborgarbúllu Tómasar
Slökkviliðið slökkti fyrr í kvöld eld á Hamborgarabúllu Tómasar í Ofanleiti. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gekk slökkvistarf vel en eldurinn var staðbundinn við stromp staðarins.

„Ég man alltaf eftir því þegar ég lagði barnið á bekkinn og horfði í augun á pabbanum“
Slökkviliðsmaðurinn Einar Örn Jónsson byrjaði ungur að sinna björgunarsveitarstörfum. Hann var staddur á björgunarsveitaræfingu í Borgarfirði þegar það barst útkall sem hann mun aldrei gleyma. Tveir átta ára gamlir drengir höfðu drukknað.

Eldsvoðinn reyndist ruslabrenna og slökkviliðið snýr við
Ferðalangar hringdu í slökkviliðið á fimmta tímanum í dag og tilkynntu um eld rétt austan við Hvolsvöll í Rangárþingi eystra. Slökkviliðið sneri þó við á miðri leið þegar í ljós kom að um litla ruslabrennu væri að ræða.

„Lítill og þægilegur“ eldur geti alltaf orðið að stærra báli
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk útkall vegna elds í ruslatunnu við Kórinn í Kópavogi nú síðdegis. Varðstjóri segir að litlir eldar sem þessi geti hæglega orðið að einhverju stærra og alvarlegra.

Gámar skíðloguðu eftir íkveikjur
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti fjórum útköllum í gærkvöldi vegna íkveikja. Gámar skíðloguðu í Spönginni og kveikt var í ruslatunnu í Hafnarfirði.

Útköllum slökkviliðs fjölgaði um 15 prósent milli ára
Annasamt ár er að baki hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Útköll á dælubíla slökkvliliðs jukust um 15,86% milli ára og má rekja til óveðurs og vatnstjóna.

Skjót viðbrögð slökkviliðsmanns á frívakt auðvelduðu slökkvistörf
Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út að Holtaskóla í Reykjanesbæ í kvöld vegna elds í gámi á skólalóð skólans. Slökkvistarf tók fljótt af en skjót viðbrögð slökkviliðsmanns á frívakt auðvelduðu verkið.

Veitingaskáli í Hörgslandi í ljósum logum
Eldur kviknaði í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri í dag. Ljóst er að um stórtjón er að ræða.

Harður árekstur á Kringlumýrarbraut
Harður tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar, Laugavegar og Suðurlandsbrautar á þriðja tímanum í dag. Tveir voru fluttir á slysadeild.

Mikilvægt að huga að forvörnum: „Vatnið finnur sér alltaf leið“
Mikilvægt er að sinna forvörnum svo ekki komi til vatnstjóns vegna mikillar frosthörku í vetur segir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Sérstaklega þurfi að huga að útveggjum og þakrennum. Forstjóri verslunar í Reykjavík segir betur hafa farið en á horfðist vegna leka um áramótin.

Sá eftir því að hafa ekki gifst konunni sinni og knúsað krakkana
Heiðar Örn Jónsson slökkviliðsmaður var hætt kominn þegar hann sótti lík leiðsögumanns sem látist hafði í íshelli á Hofsjökli af völdum gasmengunar. Heiðar Örn fór ósofinn í verkefnið, festi fót sinn og litlu munaði að illa færi.

Slökkvilið kallað til vegna lítils háttar elds á Nordica
Dælubíll slökkviliðs ásamt sjúkrabílum var boðaður á Hilton Nordica hótel vegna reyks rétt í þessu.

Eldur í bíl við Furugrund
Eldur kviknaði í bíl við Furugrund í Kópavogi fyrir skömmu síðan. Aðrir bílar voru í hættu en slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn í tæka tíð.

Harpa rýmd vegna bilunar á úðunarkerfi
Harpa var rýmd nú rétt í þessu vegna bilunar á úðunarkerfi. Gestir á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar þurftu að yfirgefa Eldborgarsalinn.

Betur fór en á horfðist í Hafnarfirði
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nægu að snúast síðastliðinn sólarhring. Þar bar hæst útkall í Hafnarfirði þar sem eldur hafði kviknað í þaki fjölbýlishúss. Betur fór en á horfðist, að sögn slökkviliðsins.

Eldur logaði í þaki fjölbýlishúss í Hafnarfirði
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu vann að því fyrr í kvöld að ráða niðurlögum elds sem kviknaði í þaki fjölbýlishúss við Breiðvang í Hafnarfirði.

Íbúar óttaslegnir vegna annarrar sprengjuárásar í Hraunbænum
Íbúi sem býr í porti þar sem eldur kom upp á svölum íbúðar við Hraunbæ í Árbæ segir árásina tengda hnífstunguárásinni á Bankastræti Club. Hann segir íbúa í nágrenni við íbúðina vera í ansi miklu sjokki. Einn aðili tengdur árásinni býr í íbúðinni.

Vatnsleki í World Class Laugum
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í líkamsræktarstöðinni World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík upp úr klukkan sex í morgun.

Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ
Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt.

Flæddi inn í tvö hús þegar vatnslögn rofnaði á Kársnesi
Slökkvilið höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að vatnslögn rofnaði á Kársnesi í Kópavogi á sjötta tímanum í morgun. Kaldavatnslaust er á Kársnesi.

Eldur kom upp í vinnuskúr og bíl á Kjalarnesi
Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út eftir að tilkynnt var um eld í vinnuskúr og bíl á Kjalarnesi í gærkvöldi.

Bílskúr brann á Kjalarnesi
Kalla þurfti slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins út í kvöld eftir að eldur kviknaði í bílskúr á Kjalarnesi. Bílskúrinn er nánar tiltekið við gamla bæinn í Saltvík en eldurinn var bundinn við bílskúrinn og bíl sem stóð við hann.

Eldvarnir í dagsins önn
Senn gengur í garð hátíð ljóss og friðar og þá tendrum við gjarnan jólaljós og spreytum okkur í eldhúsinu. Oft er minnt á mikilvægi þess að eldvarnir séu í lagi í desember þegar við bætum í rafmagns- og kertanotkun en vissulega þurfa þær að vera í lagi allan ársins hring. Ekki síst þegar við horfum á breytta virkni heimila vegna áhrifa frá lífsstíl nútímafólks.

Vatnsleki í húsi Orkuveitu Reykjavíkur
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls í Reykjavík í nótt.

Eldur í álverinu í Straumsvík
Eldur kviknaði í vinnuvél inni í skála í álverinu í Straumsvík klukkan 18:30. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang.

Pottur á eldavél olli eldsvoða
Alls fór slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 131 útkall síðastliðinn sólarhring. Dælubílar fóru í sex útköll.

Eldur í íbúð við Berjavelli í Hafnarfirði
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í íbúð við Berjavelli í Vallahverfi í Hafnarfirði upp úr klukkan 12 í dag.