„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. október 2023 17:09 Jakub Malinowski býr í húsinu sem kviknaði í. Vísir/Vilhelm Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. Jakub Malinowski býr á annarri hæð hússins, en eldurinn kom upp í herbergi á fyrstu hæð. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans. „Ég heyrði bara brunabjöllu. Ég leit út um gluggann, greip nokkra mikilvæga hluti og dreif mig út, því ég vissi að eitthvað var að gerast,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann hafi fengið þau skilaboð að hann megi fara aftur inn í húsið í dag, eða á morgun. „En ég vona að það verði í dag, því ég hef ekki annan stað til að vera á,“ segir Jakub. Hann bætir við að hann neyðist sennilega til að gista á hóteli í nótt, fari svo að húsið verði enn innsiglað í nótt. Lögregla ræðir hér við fólk á vettvangi. Vísir/Vilhelm Flestir frá Póllandi Jakub segir nokkurn fjölda fólks búa í húsinu. „Á annarri hæðinni, þar sem ég bý, eru um 20 til 30 manns,“ segir hann. Flestir íbúanna séu pólskir eins og hann sjálfur. Þó séu einhverjir frá Litáen, auk nokkurra annarra landa. Hann segir það hafa verið nokkuð áfall að sjá eldinn koma upp. Hann þekki þó ekki þann sem fluttur var á slysadeild, og viti ekkert hvernig eldurinn kom upp. Grípa fólk og veita sálræna hjálp Fulltrúar Rauða krossins voru á svæðinu, íbúum hússins til halds og trausts. „Þegar er um svona bruna að ræða þá komum við aðallega að ef það þarf að grípa fólk sem er á staðnum og veita fyrstu sálrænu aðstoð, og eins að reyna að finna út úr því ef fólk vantar samastað,“ segir Aron Birkir Óskarsson, hópstjóri í viðbragðsteymi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Aron Birkir Óskarsson var á vettvangi sem fulltrúi Rauða krossins, til að halda utan um íbúa hússins.Vísir/Vilhelm Hann segir fyrstu skref vera að koma fólki af slysstað, en þekkir ekki hversu margir búa í húsinu. Koma þurfi í ljós hvenær fólkið geti snúið aftur heim, en lögregla hefur sagt að mögulega verði það ekki fyrr en á morgun. „Við munum gera allt sem við getum gert til að hjálpa,“ segir Aron. Vinna enn á vettvangi Jörgen Valdimarsson, varðstjóri slökkviliðs sem fréttastofa ræddi við á vettvangi sagði að búið væri að slökkva eldinn, en áfram yrði unnið að reykræstingu. Þá sé slökkvilið enn að leita af sér allan grun um að fólk sé enn í húsinu. Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Jakub Malinowski býr á annarri hæð hússins, en eldurinn kom upp í herbergi á fyrstu hæð. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans. „Ég heyrði bara brunabjöllu. Ég leit út um gluggann, greip nokkra mikilvæga hluti og dreif mig út, því ég vissi að eitthvað var að gerast,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann hafi fengið þau skilaboð að hann megi fara aftur inn í húsið í dag, eða á morgun. „En ég vona að það verði í dag, því ég hef ekki annan stað til að vera á,“ segir Jakub. Hann bætir við að hann neyðist sennilega til að gista á hóteli í nótt, fari svo að húsið verði enn innsiglað í nótt. Lögregla ræðir hér við fólk á vettvangi. Vísir/Vilhelm Flestir frá Póllandi Jakub segir nokkurn fjölda fólks búa í húsinu. „Á annarri hæðinni, þar sem ég bý, eru um 20 til 30 manns,“ segir hann. Flestir íbúanna séu pólskir eins og hann sjálfur. Þó séu einhverjir frá Litáen, auk nokkurra annarra landa. Hann segir það hafa verið nokkuð áfall að sjá eldinn koma upp. Hann þekki þó ekki þann sem fluttur var á slysadeild, og viti ekkert hvernig eldurinn kom upp. Grípa fólk og veita sálræna hjálp Fulltrúar Rauða krossins voru á svæðinu, íbúum hússins til halds og trausts. „Þegar er um svona bruna að ræða þá komum við aðallega að ef það þarf að grípa fólk sem er á staðnum og veita fyrstu sálrænu aðstoð, og eins að reyna að finna út úr því ef fólk vantar samastað,“ segir Aron Birkir Óskarsson, hópstjóri í viðbragðsteymi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Aron Birkir Óskarsson var á vettvangi sem fulltrúi Rauða krossins, til að halda utan um íbúa hússins.Vísir/Vilhelm Hann segir fyrstu skref vera að koma fólki af slysstað, en þekkir ekki hversu margir búa í húsinu. Koma þurfi í ljós hvenær fólkið geti snúið aftur heim, en lögregla hefur sagt að mögulega verði það ekki fyrr en á morgun. „Við munum gera allt sem við getum gert til að hjálpa,“ segir Aron. Vinna enn á vettvangi Jörgen Valdimarsson, varðstjóri slökkviliðs sem fréttastofa ræddi við á vettvangi sagði að búið væri að slökkva eldinn, en áfram yrði unnið að reykræstingu. Þá sé slökkvilið enn að leita af sér allan grun um að fólk sé enn í húsinu. Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Sjá meira
Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37