Innlent

Há­vær hvellur ómaði víða um Reykja­vík

Jón Þór Stefánsson skrifar
Hvellurinn er talinn hafa komið úr Breiðholti. Líklega var um flugelda að ræða.
Hvellurinn er talinn hafa komið úr Breiðholti. Líklega var um flugelda að ræða. Vísir/Vilhelm

Borgarbúar víða um Reykjavík virðast hafa orðið varir við háværan hvell eða hvelli um ellefuleytið í kvöld. Líklega er um flugelda að ræða.

Slökkviliðið gefur fréttastofu þær upplýsingar að eflaust hafi hvellurinn eða hvellirnir orsakast af flugeldum. Líklega hafi þeir verið sprengdir í Breiðholti. Slökkvilið hefur þó ekki farið í útkall vegna málsins.

Í Facebook-hverfahópum er þetta til umtals. Fólk í Breiðholti, Múlahverfinu og Vogunum kannast við að hafa heyrt hávaðann. Þá virðast óhljóðin hafa náð til nágranna Breiðhyltinga í Kópapvogi.

Þar talar fólk um að hafa heyrt sprengingu eða hvell. Íbúar í Breiðholtinu fullyrða að íbúðir þeirra hafi nötrað og skolfið vegna þessa.


Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×