Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Arion til­kynnir um lækkun vaxta

Arion banki hefur nú tilkynnt um lækkun óverðtryggðra vaxta, kjörvaxta bílalána og yfirdráttarvaxta, líkt og Íslandsbanki og Indó, í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 50 punkta í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banki til­kynnir vaxtabreytingu

Íslandsbanki hefur ákveðið að breyta vöxtum inn- og útlána og taka mið af stýrivaxtalækkun Seðlabankans sem var kynnt í morgun og hljóðaði upp á 0,5 prósentustig. Breytingin mun taka gildi þann 12. febrúar næstkomandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Indó ríður á vaðið

Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Önnur fjármálafyrirtæki hafa ekki greint frá áformum sínum um vexti.

Neytendur
Fréttamynd

Eyrir skuld­laus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel

Í kjölfar samruna Marel hf. og John Bean Technologies Corporation er Eyrir Invest hf. einn stærsti hluthafi í JBT Marel Corporation með 6,6 prósenta eignarhlut, sem er um 62 milljarða króna virði. Eyrir Invest hefur gert upp allar skuldbindingar við lánveitendur og er nú skuldlaus.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

37,5 milljarðar í hagnað og ní­tján í arð

Landsbankinn hagnaðist um 37,5 milljarða króna, eftir skatta, á síðasta ári. Það er aukning um rúma fjóra milljarða frá árinu 2023 þegar hagnaðurinn var 33,2 milljarðar króna. Til stendur að greiða nítján milljarða króna í arð vegna ársins, eða um helming af hagnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lands­bankinn sé „svo sannar­lega“ enn banki allra lands­manna

Umsóknir um íbúðarlán vegna húsnæðis í dreifbýli kalla á ýtarlegri skoðun en þegar kemur að ákvörðun um lánveitingu vegna húsnæðis í þéttbýli. Þetta segir framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, sem segir bankann vissulega veita lán um land allt, þrátt fyrir að strangari skilyrði kunni að gilda í ákveðnum tilfellum. „Óheppilegt orðalag“ í svörum til viðskiptavina endurspegli ekki afstöðu bankans með réttum hætti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Telur furðu­legt að „banki allra lands­manna“ veiti ekki íbúðalán í dreif­býli

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru dæmi um að Landsbankinn hafi dregið í land með fyrirhugaða lánveitingu vegna „ágalla“ sem heimili ekki veitingu íbúðarláns. Ágallinn sem þar er vísað til er sá að húsnæðið er staðsett í dreifbýli. Fréttastofa kallaði í framhaldinu eftir svörum frá Landsbankanum, Íslandsbanka og Arion banka um lánareglur bankanna hvað lýtur að íbúðalánum í dreifbýli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­lands­banki og VÍS skrifa undir sam­starfs­samning

Íslandsbanki og VÍS skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Rauði þráðurinn í samstarfinu er að viðskiptavinir, sem eru í viðskiptum við bæði félög, njóta sérstaks ávinnings í vildarkerfum beggja félaga og eiga að njóta betri kjara og fríðinda. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu.

Neytendur
Fréttamynd

Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tóm­hentur frá Strass­borg

Íslenska ríkið var í dag sýknað af öllum kröfum Birkis Kristinssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns og viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis, í BK-44 málinu svokallaða fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, fer hins vegar ekki tómhentur frá Strassborg.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Af­koma Arion lengst yfir spám greinenda

Drög að uppgjöri Arion banka fyrir fjórða ársfjórðung 2024 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim er afkoma fjórðungsins um 8,3 milljarðar króna, sem leiðir til 13,2 prósenta arðsemi eiginfjár á árinu 2024. Afkoma fjórðungsins er um 28 prósentum yfir meðaltalsspá greiningaraðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá meiri arð­semi Arion en minni vaxta­tekjur taki niður af­komu Ís­lands­banka

Útlit er fyrir afkomubata á milli ára á fjórða ársfjórðungi 2024 hjá Arion, drifið áfram af sterkum grunnrekstri, enda þótt ólíklegt sé að það muni duga til að bankinn nái þrettán prósenta arðsemismarkmiði sínu fyrir árið í heild, ef marka má spár greinenda. Þrátt fyrir væntingar um talsvert minni niðurfærslu á eignum þá er reiknað með því að afkoma Íslandsbanka dragist saman, einkum vegna samdráttar í hreinum vaxtatekjum.

Innherji
Fréttamynd

Út­lit fyrir ó­breyttan verðbólgu­takt í að­draganda næstu vaxtaákvörðunar

Fæstir hagfræðingar eiga von á því að verðbólgan muni hjaðna milli mánaða þegar mælingin fyrir janúar verður birt eftir tvær vikur, nokkrum dögum áður en peningastefnunefnd kemur saman, en miðað við meðalspá sex greinenda er útlit fyrir að tólf mánaða takturinn haldist óbreyttur annan mánuðinn í röð. Gangi bráðabirgðaspár eftir ætti verðbólgan hins vegar að taka nokkra dýfu í framhaldinu og vera komin undir fjögurra prósenta vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans strax í marsmánuði.

Innherji
Fréttamynd

Viðburðarríkt ár hjá fjár­mála­fyrir­tækjum að baki

150 ár eru síðan fyrstu innlendu reglurnar um fyrirtæki í fjármálaþjónustu voru settar hér á landi með tilskipun Kristjáns IX. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en umfang innleiðingar Evrópureglna sem tengjast fjármálamörkuðum hefur aukist stórkostlega á undanförnum árum.

Umræðan
Fréttamynd

Er lítil sam­keppni á fjár­mála­markaði?

Því er stundum fleygt fram í opinberri umræðu að samkeppni á íslenskum fjármálamarkaði sé lítil. Þessu hefur verið svo oft haldið fram, án haldbærs rökstuðnings, að margir eru farnir að taka þessu sem ákveðnum sannindum.

Skoðun
Fréttamynd

Segir að vel væri hægt að lækka vexti

Bankastjóri Arion banka segir að hægt væri að lækka vexti hressilega með því að breyta reglum sem valda svokölluðu Íslandsálagi, ástæðu þess að vextir á Íslandi eru almennt hærri en í nágrannalöndum okkar. Þá segir hann að stóru bankarnir þrír fái dýrari fjármögnun vegna óvæginnar umræðu um þá.

Viðskipti innlent