Stjórnsýsla

Fréttamynd

Enn stendur til að halda #metoo ráðstefnu

Hugmyndin um að fresta #metoo ráðstefnu sem átti að halda við þingsetningu á morgun var að frumkvæði Karenar Kjartansdóttur, framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar. Ráðstefnuna átti að halda á vegum flokkanna og í þverpólitísku samstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna Fiskistofu

Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar kalla eftir aðgerðum og ábyrgð vegna niðurstöðu skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu. Þær segja niðurstöðurnar alvarlegan áfellisdóm yfir ríkisstjórninni.

Innlent
Fréttamynd

Sjávarútvegsráðherra segir brýnt að efla veikburða Fiskistofu

Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að efla eftirlit Fiskistofu með fiskveiðum, löndun afla og brottkasti. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að ýmsar brotalamir séu á eftirliti með fiskveiðum á Íslandi og brottkast á fiski sé meira en almennt hafi verið talið.

Innlent
Fréttamynd

Vigdís og Helga hefðu átt að leita til borgarstjóra að mati siðanefndar

Hafi kjörnir fulltrúar eitthvað að athuga við störf starfsmanna sveitarfélaga ættu þeir að leita til framkvæmdastjóra sveitarfélagsins sem um ræðir til þess að koma athugasemdunum á framfæri. Það sama gildir um starfsmenn sveitarfélaga, telji þeir að kjörnir fulltrúar hafi gerst brotlegir við siðareglur, og öfugt

Innlent
Fréttamynd

Umdeilt mál FH og Hafnarfjarðar komið á borð Guðmundar Inga

Forsætisráðherra hefur lagt til við forseta Íslands að umhverfis- og auðlindaráðherra, verði settur til að taka ákvörðun um hvort hefja eigi málsmeðferð vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um framkvæmdir og kaup á mannvirkjum í Kaplakrika.

Innlent
Fréttamynd

Hanna Sigríður verður forstjóri Vinnueftirlitsins

Félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ákveðið að skipa Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur, núverandi skrifstofustjóra skrifstofu lífskjara og vinnumála í velferðarráðuneytinu, forstjóra Vinnueftirlits ríkisins.

Innlent