Aldrei nein óvissa með dótturfélag RÚV Ari Brynjólfsson skrifar 25. nóvember 2019 06:15 Skúli Eggert Þórðarsson, ríkisendurskoðandi. Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir aldrei hafa ríkt óvissu um að RÚV bæri að stofna dótturfélag. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út í lok síðustu viku segir að RÚV hafi brotið lög frá því í byrjun árs 2018 með því að stofna ekki dótturfélag um samkeppnisrekstur. Kári Jónasson, stjórnarformaður RÚV, sagði við Fréttablaðið að óvissa hefði ríkt um stofnun dótturfélags vegna virðisaukaskattsmála. „Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir og nú munum við bara bretta upp ermarnar og í næstu viku munum við setja á stofn vinnuhóp og undirbúa stofnun dótturfélags. Þetta átti að vera tilbúið í vor frá Ríkisendurskoðun en hefur dregist. Við erum mjög fegin að vera loksins búin að fá stimpilinn frá Ríkisendurskoðun,“ sagði Kári. Skúli Eggert segir að ekki hafi verið nein óvissa um þetta. „Frá ársbyrjun 2018 hefur það verið alveg skýr lagaskylda að stofna dótturfélag.“ Að auki hafi það ekki verið hlutverk Ríkisendurskoðunar að eyða slíkri óvissu. „Ríkisendurskoðun fékk fyrirspurn frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um hvort aðskilnaður væri í bókhaldi. Í framhaldi kom beiðni til embættisins um að kanna fjárhagslega aðskilnaðinn. Ríkisendurskoðun hóf stjórnsýsluúttekt í framhaldinu sem tæki til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV hinn 11. desember 2018,“ segir Skúli Eggert. „Vorið var ekki sérstaklega til umræðu. Fyrstu gögn frá RÚV bárust í janúar 2019 og fyrstu skýrsludrög voru til meðferðar hjá RÚV um mánaðamótin maí-júní. Í kjölfarið kom mikið gagnamagn frá RÚV.“ Skýrsludrögin voru send út til umsagnar í september síðastliðnum og komu síðustu athugasemdir frá RÚV í lok október. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. 20. nóvember 2019 17:33 RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi segir aldrei hafa ríkt óvissu um að RÚV bæri að stofna dótturfélag. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem kom út í lok síðustu viku segir að RÚV hafi brotið lög frá því í byrjun árs 2018 með því að stofna ekki dótturfélag um samkeppnisrekstur. Kári Jónasson, stjórnarformaður RÚV, sagði við Fréttablaðið að óvissa hefði ríkt um stofnun dótturfélags vegna virðisaukaskattsmála. „Þetta er það sem við höfum verið að bíða eftir og nú munum við bara bretta upp ermarnar og í næstu viku munum við setja á stofn vinnuhóp og undirbúa stofnun dótturfélags. Þetta átti að vera tilbúið í vor frá Ríkisendurskoðun en hefur dregist. Við erum mjög fegin að vera loksins búin að fá stimpilinn frá Ríkisendurskoðun,“ sagði Kári. Skúli Eggert segir að ekki hafi verið nein óvissa um þetta. „Frá ársbyrjun 2018 hefur það verið alveg skýr lagaskylda að stofna dótturfélag.“ Að auki hafi það ekki verið hlutverk Ríkisendurskoðunar að eyða slíkri óvissu. „Ríkisendurskoðun fékk fyrirspurn frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um hvort aðskilnaður væri í bókhaldi. Í framhaldi kom beiðni til embættisins um að kanna fjárhagslega aðskilnaðinn. Ríkisendurskoðun hóf stjórnsýsluúttekt í framhaldinu sem tæki til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs RÚV hinn 11. desember 2018,“ segir Skúli Eggert. „Vorið var ekki sérstaklega til umræðu. Fyrstu gögn frá RÚV bárust í janúar 2019 og fyrstu skýrsludrög voru til meðferðar hjá RÚV um mánaðamótin maí-júní. Í kjölfarið kom mikið gagnamagn frá RÚV.“ Skýrsludrögin voru send út til umsagnar í september síðastliðnum og komu síðustu athugasemdir frá RÚV í lok október.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. 20. nóvember 2019 17:33 RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Segja stjórnarformann RÚV hafa hafnað fundi með Samtökum iðnaðarins Samtök iðnaðarins (SI) fagna því að mennta- og menningarmálaráðherra hvetji RÚV til að hraða vinnu við að færa samkeppnisrekstur í dótturfélög. 20. nóvember 2019 17:33
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51
Stjórnsýsluúttekt um RÚV send til þingsins seinna í vikunni Hefur verið til umfjöllunar hjá RÚV og ráðuneytinu um hríð. 11. nóvember 2019 11:28