Þarf að breyta Seðlabankanum til að koma starfsfólki fyrir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2020 13:00 Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið eru nú ein stofnun sem starfar undir nafni seðlabankans. Ráðast þarf í breytingar á húsnæði Seðlabanka Íslands til að skapa rými fyrir allt starfsfólk nýrrar sameinaðar stofnunar. Fjármálaeftirlitið er ekki lengur til þar sem það sameinaðist seðlabankanum undir nafni Seðlabanka Íslands um áramótin. Ný lög um stofnunina tóku gildi í gær og samkvæmt þeim eru verkefni seðlabankans eðli málsins samkvæmt orðin heldur fleiri en áður. Sameinuð stofnun á meðal annars að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og fylgjast með starfsemi eftirlitsskyldra aðila. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir mest um skipulagsbreytingar í fyrsta kasti. Varaseðlabankastjórar verða þrír og er Unnur Gunnarsdóttir, sem hefur verið forstjóri Fjármálaeftirlitsins, ein þeirra. Þá mun fjármálastöðugleikanefnd mun taka ákvarðanir um þjóðhagsvarúð. „Helsti kosturinn er að núna verður bara ein stofnun sem verður í ábyrgð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, sem þá fylgist með fjármálakerfinu frá öllum hliðum," segir Ásgeir og bætir við að samlegðaráhrifin séu einnig mikil varðandi mannauð. Þegar allir starfsmenn seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eru taldir saman veðrur heildarfjöldi starfsmanna nýrrar stofnunar 290. Ásgeir segir von á einhverri hagræðingu. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Yfirlýst markmið þessarar sameiningar er ekki að fækka starfsfólki. Við erum í raun að auka skilvirkni í því starfi sem við erum að sinna. Það verður náttúrulega einhver breyting á því hvernig stofnunin starfar en það eru engar fjöldauppsagnir eða verulegar breytingar," segir Ásgeir. Starfsemin er enn rekin á tveimur stöðum; í Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg og við Katrínartún þar sem Fjármálaeftirlitið hefur verið til húsa. Stefnt er að því að sameina starfsemina alla í seðlabankanum og er undirbúningur að því hafinn. Ásgeir segir að skoðað hafi verið hvort stækka eigi seðlabankahúsið. Það verði þó væntanlega ekki gert á næstunni heldur verður reynt að nýta húsakostinn betur. „Það liggur fyrir að ef við ætlum að koma öllu þessu fólki fyrir í einu húsi þurfum við að fara í ákveðnar breytingar og endurskipulagningu á húsakostinum hér. Það mun taka einhvern tíma. Það er erfitt að segja nákvæmlega um hvaða tímaramma við erum að tala en það verður vonandi ekki innan margra ára," segir Ásgeir. Reykjavík Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Ráðast þarf í breytingar á húsnæði Seðlabanka Íslands til að skapa rými fyrir allt starfsfólk nýrrar sameinaðar stofnunar. Fjármálaeftirlitið er ekki lengur til þar sem það sameinaðist seðlabankanum undir nafni Seðlabanka Íslands um áramótin. Ný lög um stofnunina tóku gildi í gær og samkvæmt þeim eru verkefni seðlabankans eðli málsins samkvæmt orðin heldur fleiri en áður. Sameinuð stofnun á meðal annars að stuðla að stöðugu verðlagi, fjármálastöðugleika og fylgjast með starfsemi eftirlitsskyldra aðila. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir mest um skipulagsbreytingar í fyrsta kasti. Varaseðlabankastjórar verða þrír og er Unnur Gunnarsdóttir, sem hefur verið forstjóri Fjármálaeftirlitsins, ein þeirra. Þá mun fjármálastöðugleikanefnd mun taka ákvarðanir um þjóðhagsvarúð. „Helsti kosturinn er að núna verður bara ein stofnun sem verður í ábyrgð fyrir fjármálastöðugleika í landinu, sem þá fylgist með fjármálakerfinu frá öllum hliðum," segir Ásgeir og bætir við að samlegðaráhrifin séu einnig mikil varðandi mannauð. Þegar allir starfsmenn seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins eru taldir saman veðrur heildarfjöldi starfsmanna nýrrar stofnunar 290. Ásgeir segir von á einhverri hagræðingu. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm „Yfirlýst markmið þessarar sameiningar er ekki að fækka starfsfólki. Við erum í raun að auka skilvirkni í því starfi sem við erum að sinna. Það verður náttúrulega einhver breyting á því hvernig stofnunin starfar en það eru engar fjöldauppsagnir eða verulegar breytingar," segir Ásgeir. Starfsemin er enn rekin á tveimur stöðum; í Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg og við Katrínartún þar sem Fjármálaeftirlitið hefur verið til húsa. Stefnt er að því að sameina starfsemina alla í seðlabankanum og er undirbúningur að því hafinn. Ásgeir segir að skoðað hafi verið hvort stækka eigi seðlabankahúsið. Það verði þó væntanlega ekki gert á næstunni heldur verður reynt að nýta húsakostinn betur. „Það liggur fyrir að ef við ætlum að koma öllu þessu fólki fyrir í einu húsi þurfum við að fara í ákveðnar breytingar og endurskipulagningu á húsakostinum hér. Það mun taka einhvern tíma. Það er erfitt að segja nákvæmlega um hvaða tímaramma við erum að tala en það verður vonandi ekki innan margra ára," segir Ásgeir.
Reykjavík Seðlabankinn Stjórnsýsla Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira