Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2019 15:30 Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, vill ítarlegri rökstuðning frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Vísir Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hefur sent úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf þar sem hann fer fram á frekari rökstuðning vegna niðurstöðu nefndarinnar um að stjórn Ríkisútvarpsins hafi verið það heimilt lögum samkvæmt að neita að upplýsa um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. Ekki verður annað af bréfi umboðsmanns ráðið en að hann telji niðurstöðu nefndarinnar vafasama. Ríkisútvarpið hafi sömu stöðu gagnvart upplýsingalögum og aðrar stofnanir ríkisins. Óskar svara fljótlega eftir áramót Blaðamaður Vísis kærði til nefndarinnar synjun stofnunarinnar við ósk um lista yfir umsækjendur í starf útvarpsstjóra. Stjórnin neitaði að upplýsa um umsækjendur og bar fyrir sig von um hæfari umsækjendur ef nafnleynd hvíldi yfir ferlinu. Úrskurðarnefndin taldi stjórnina í fullum rétti við að neita að afhenda umbeðnar upplýsingar. Blaðamaður vísaði málinu til umboðsmanns Alþingis til frekari umfjöllunar. Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.Vísir/Vilhelm Tryggvi telur niðurstöðu úrskurðarnefndar ekki yfir vafa hafin. Hann hefur því óskað eftir frekari rökstuðningi frá nefndinni og að svör berist eigi síðar en 7. janúar næstkomandi: Að nefndin lýsi afstöðu sinni til kvörtunar blaðamanns Vísis, rökstuddri afstöðu til þess hvernig túlkun nefndarinnar er á ákvæðum laga og hvernig þau samrýmist þeim sjónarmiðum sem umboðsmaður dregur saman í bréfi sínu: „[…] og þá að teknu tillit til þess markmiðs sem lá að baki því að Alþingi ákvað við stofnun Ríkisútvarpsins ohf. að áfram skyldu gilda um aðgang að upplýsingum um starfsemi þess sömu reglur og gilt höfðu um aðgang almennings að upplýsingum hjá ríkisstofnuninni Ríkisútvarpinu.“ RÚV í sömu stöðu og aðrar stofnanir ríkisins Bréf umboðsmanns til nefndarinnar, sem sjá má í viðhengi, er ítarlegt en þar fer hann yfir forsendur og sögu laga um Ríkisútvarpið ohf. og vísar í lögskýringargögn um að ekki hafi verið gerð efnisbreyting með því að skipta um númer á lögum. Hann dregur saman umfjöllun sína og tekur fram að í fyrsta lagi liggi fyrir að þegar rekstrarform Ríkisútvarpsins var breytt giltu almenn ákvæði þágildandi upplýsingalaga áfram um það og án takmarkana umfram aðra sem féllu undir lögin. Svanhildur Hólm mundar símann á Degi íslenskrar tónlistar í síðustu viku. Hún er á meðal 41 umsækjenda.SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir „Ríkisútvarpinu ohf. var að þessu leyti í sömu stöðu og stofnanir ríkisins.“ Tryggvi segir að í öðru lagi sé ljóst að þegar frumvarp til nýrra laga um Ríkisútvarpið var fyrst lagt fram á 140. löggjafarþingi var ætlunin að svo yrði áfram. „Í þriðja lagi verður ekki ráðið að sérstaklega hafi verið fjallað um það á Alþingi hvort ákvæði nýrra upplýsingalaga nr. 140/2012 skyldu takmarka og þrengja aðgang almennings að upplýsingum hjá Ríkisútvarpinu frá því sem gilt hafði samkvæmt ákvæðum eldri upplýsingalaga, þ.m.t. upplýsingum um nöfn umsækjenda um störf.“ Sitthvað við niðurstöðuna að athuga Þá nefnir Tryggvi það í bréfi sínu til úrskurðarnefndar að ekki verði ráðið af lögskýringargögnum með frumvarpi sem varð að lögum 2019 að sérstaklega hafi þar verið fjallað um að „úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi með úrskurði nr. 605/2016 komist að niðurstöðu um rétt til aðgangs að upplýsingum hjá Ríkisútvarpinu á grundvelli nýrri laga með þeim takmörkunum sem almennt gilda um aðra lögaðila eða hvort ákvæðið teljist sérákvæði um gildissvið laganna gagnvart RÚV ohf.“ Af þessu má ráða að umboðsmaður telur sitthvað við niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál að athuga.Tengd skjöl:Bréf umboðsmanns Alþingis til úrskurðarnefndar um upplýsingamál Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45 Herdís bætist í hóp umsækjenda um útvarpsstjórastólinn Konur áberandi meðal þeirra sem vitað er að sæki um. 11. desember 2019 13:19 41 vill verða útvarpsstjóri Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins. 10. desember 2019 16:00 RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hefur sent úrskurðarnefnd um upplýsingamál bréf þar sem hann fer fram á frekari rökstuðning vegna niðurstöðu nefndarinnar um að stjórn Ríkisútvarpsins hafi verið það heimilt lögum samkvæmt að neita að upplýsa um hverjir sækja um stöðu útvarpsstjóra. Ekki verður annað af bréfi umboðsmanns ráðið en að hann telji niðurstöðu nefndarinnar vafasama. Ríkisútvarpið hafi sömu stöðu gagnvart upplýsingalögum og aðrar stofnanir ríkisins. Óskar svara fljótlega eftir áramót Blaðamaður Vísis kærði til nefndarinnar synjun stofnunarinnar við ósk um lista yfir umsækjendur í starf útvarpsstjóra. Stjórnin neitaði að upplýsa um umsækjendur og bar fyrir sig von um hæfari umsækjendur ef nafnleynd hvíldi yfir ferlinu. Úrskurðarnefndin taldi stjórnina í fullum rétti við að neita að afhenda umbeðnar upplýsingar. Blaðamaður vísaði málinu til umboðsmanns Alþingis til frekari umfjöllunar. Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.Vísir/Vilhelm Tryggvi telur niðurstöðu úrskurðarnefndar ekki yfir vafa hafin. Hann hefur því óskað eftir frekari rökstuðningi frá nefndinni og að svör berist eigi síðar en 7. janúar næstkomandi: Að nefndin lýsi afstöðu sinni til kvörtunar blaðamanns Vísis, rökstuddri afstöðu til þess hvernig túlkun nefndarinnar er á ákvæðum laga og hvernig þau samrýmist þeim sjónarmiðum sem umboðsmaður dregur saman í bréfi sínu: „[…] og þá að teknu tillit til þess markmiðs sem lá að baki því að Alþingi ákvað við stofnun Ríkisútvarpsins ohf. að áfram skyldu gilda um aðgang að upplýsingum um starfsemi þess sömu reglur og gilt höfðu um aðgang almennings að upplýsingum hjá ríkisstofnuninni Ríkisútvarpinu.“ RÚV í sömu stöðu og aðrar stofnanir ríkisins Bréf umboðsmanns til nefndarinnar, sem sjá má í viðhengi, er ítarlegt en þar fer hann yfir forsendur og sögu laga um Ríkisútvarpið ohf. og vísar í lögskýringargögn um að ekki hafi verið gerð efnisbreyting með því að skipta um númer á lögum. Hann dregur saman umfjöllun sína og tekur fram að í fyrsta lagi liggi fyrir að þegar rekstrarform Ríkisútvarpsins var breytt giltu almenn ákvæði þágildandi upplýsingalaga áfram um það og án takmarkana umfram aðra sem féllu undir lögin. Svanhildur Hólm mundar símann á Degi íslenskrar tónlistar í síðustu viku. Hún er á meðal 41 umsækjenda.SAMTÓNN/Ásta Kristjánsdóttir „Ríkisútvarpinu ohf. var að þessu leyti í sömu stöðu og stofnanir ríkisins.“ Tryggvi segir að í öðru lagi sé ljóst að þegar frumvarp til nýrra laga um Ríkisútvarpið var fyrst lagt fram á 140. löggjafarþingi var ætlunin að svo yrði áfram. „Í þriðja lagi verður ekki ráðið að sérstaklega hafi verið fjallað um það á Alþingi hvort ákvæði nýrra upplýsingalaga nr. 140/2012 skyldu takmarka og þrengja aðgang almennings að upplýsingum hjá Ríkisútvarpinu frá því sem gilt hafði samkvæmt ákvæðum eldri upplýsingalaga, þ.m.t. upplýsingum um nöfn umsækjenda um störf.“ Sitthvað við niðurstöðuna að athuga Þá nefnir Tryggvi það í bréfi sínu til úrskurðarnefndar að ekki verði ráðið af lögskýringargögnum með frumvarpi sem varð að lögum 2019 að sérstaklega hafi þar verið fjallað um að „úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi með úrskurði nr. 605/2016 komist að niðurstöðu um rétt til aðgangs að upplýsingum hjá Ríkisútvarpinu á grundvelli nýrri laga með þeim takmörkunum sem almennt gilda um aðra lögaðila eða hvort ákvæðið teljist sérákvæði um gildissvið laganna gagnvart RÚV ohf.“ Af þessu má ráða að umboðsmaður telur sitthvað við niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál að athuga.Tengd skjöl:Bréf umboðsmanns Alþingis til úrskurðarnefndar um upplýsingamál
Fjölmiðlar Ráðning útvarpsstjóra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45 Herdís bætist í hóp umsækjenda um útvarpsstjórastólinn Konur áberandi meðal þeirra sem vitað er að sæki um. 11. desember 2019 13:19 41 vill verða útvarpsstjóri Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins. 10. desember 2019 16:00 RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Stjórn RÚV hefur ekkert breytt afstöðu sinni til birtingar lista yfir umsækjendur Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að stjórn RÚV eigi að birta nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Formaður stjórnar RÚV segir engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnarinnar til málsins. 8. desember 2019 12:45
Herdís bætist í hóp umsækjenda um útvarpsstjórastólinn Konur áberandi meðal þeirra sem vitað er að sæki um. 11. desember 2019 13:19
41 vill verða útvarpsstjóri Alls barst 41 umsókn um starf útvarpsstjóra en umsóknarfrestur rann út á miðnætti í gær. Svo segir í tilkynningu frá stjórn Ríkisútvarpsins. 10. desember 2019 16:00
RÚV þarf ekki að segja almenningi frá umsækjendum um starf útvarpsstjóra Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur synjaði beiðni blaðamanns Vísis um aðgang að upplýsingum um umsækjendur í starf útvarpsstjóra hjá Ríkisútvarpinu. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. 4. desember 2019 16:15
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent