Heilbrigðismál

Fréttamynd

Reglur um sóttkví rýmkaðar fyrir þríbólusetta

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglum um sóttkví þríbólusettra í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Þríbólusettir mega nú sækja vinnu eða skóla og sækja nauðsynlega þjónustu þrátt fyrir að hafa verið útsettir fyrir smiti.

Innlent
Fréttamynd

Herinn kallaður til að manna stöður á sjúkrahúsum í Lundúnum

Um það bil 200 hermenn hafa verið kallaðir til starfa á sjúkrahúsum í Lundúnum til að mæta auknum fjölda Covid-veikra og fjölda veikra starfsmanna. Fjörtíu herlæknar munu aðstoða við umönnun sjúklinga en aðrir innrita sjúklinga og halda utan um birgðastöðu, svo eitthvað sé nefnt.

Erlent
Fréttamynd

„Heilsustofnun hefur ekkert að fela“

Þórir Haraldsson forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði segir stofnunina ekkert hafa að fela eftir að Kjarninn greindi frá úttekt eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands, þar sem fram kom að Náttúrulækningafélag Íslands, eigandi stofnunarinnar, hefði með ólögmætum hætti tekið um 600 milljónir úr starfsemi Heilsustofnunarinnar. Þórir segir hverri einustu krónu hafa verið veitt til að þjónusta sjúklinga í samræmi við þjónustusamning.

Innlent
Fréttamynd

Heimila örvunarskammt fyrir tólf til fimmtán ára

Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur heimilað notkun á bóluefni Pfizer sem örvunarskammt fyrir börn á aldrinum tólf til fimmtán ára, og lækkað tímann sem þarf að líða frá annari bólusetningu til þeirra þeirra þriðju úr sex mánuðum í fimm.

Erlent
Fréttamynd

Starfsfólk Landspítala biðlar til óbólusettra

Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn Landspítala kveðst nú hafa miklar áhyggjur af þeim hópi fólks sem ekki hefur látið bólusetja sig og starfsfólk Landspítala biðlar til óbólusettra að endurskoða ákvörðun sína. Ef ekki tekst að ná fjölda smitaðra niður má gera ráð fyrir að 60 manns verði inniliggjandi á spítala, þar af fimmtán á gjörgæslu, þann 10. janúar.  

Innlent
Fréttamynd

„Takk Co­vid fyrir að sýna mér þessa nýju til­veru“

„Það er svo ótrúlega skrítið þegar tilveran fer svona á hvolf eins og síðustu tæplega tvö ár hafa liðið þá er til fólk sem mislíkar það ekki svo sárt,“ skrifar Katrín Björk Guðjónsdóttir á bloggsíðu sinni þar sem hún skrifar á jákvæðan hátt um það hvernig það er að vera ung kona í bataferli eftir heilablæðingar.

Lífið
Fréttamynd

Allt að 72 tíma bið eftir niður­stöðu úr PCR

Óvenjumörg PCR-einkennasýni hafa verið tekin síðustu daga og fjöldinn farið fram úr afkastagetu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans sem sér um greiningu sýnanna. Getur fólk nú átt von á því að bið eftir niðurstöðu sé allt að þrír sólarhringar eða 72 tímar.

Innlent
Fréttamynd

Lokuðu skamm­­tíma­vistun fyrir fötluð börn vegna mann­eklu

Loka þurfti skammtímavistheimili fyrir fötluð börn í Reykjavík í nokkra daga í síðustu viku vegna manneklu. Velferðarsvið hefur umsjón með heimilinu en sviðið hefur þar að auki umsjón með heimaþjónustu og búsetukjörnum. Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur nú verið virkjuð.

Innlent
Fréttamynd

Hóp­smit hafi verið tíma­spurs­mál

Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítalanum, hefur áhyggjur af stöðu mála á spítalanum í ljósi fjölda þeirra sem nú greinast smitaðir af kórónuveirunni. Í dag greindust sjö inniliggjandi sjúklingar á hjartadeild smitaðir, Tómas segir það hafa verið tímaspursmál hvenær veiran kæmist inn á spítalann.

Innlent
Fréttamynd

Framtíð geðheilbrigðismála

Á hverjum degi síðastliðna 22 mánuði hafa íslensk stjórnvöld birt tölulegar upplýsingar um Covid-faraldurinn. Hversu margir greinast, eru í sóttkví, eru inniliggjandi, eru á gjörgæslu, eru á öndunarvél og hafa látist.

Skoðun
Fréttamynd

Nýta reynsluna eftir hópsmitið á Sólvöllum

Hópsmit kom upp á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðir í Vestmannaeyjum yfir hátíðirnar en átta starfsmenn og fjórir íbúar hafa nú greinst. Svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum segir viðbúið að fleiri muni greinast á næstu dögum en verið er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Ó­míkron kalli á breytingar á ein­angrun

Fimm hafa kært ákvörðun sóttvarnalæknis um að skikka þá í einangrun vegna Covid-19. Aðalmeðferð í málum þeirra fer fram í dag en niðurstaðan gæti orðið til þess að endurskoða þyrfti alla nálgun á sóttvarnatakmarkanir á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Siglum báruna

Líf okkar allra hefur markast af kófinu síðastliðin tvö ár og því hefur fylgt gríðarlegt heilsufarslegt og efnahagslegt tjón. Þegar þetta er ritað eru tæplega sjö þúsund manns á landinu í einangrun eða sóttkví yfir jólin, langflestir með lítil eða engin einkenni.

Umræðan
Fréttamynd

Hjarta Geirs hætti að slá í hjóla­ferð í Hruna­manna­hreppi

Ótrúleg elja Ingunnar Sigurbjörnsdóttur, eiginkonu Geirs Óskarssonar, og skyndihjálparnámskeið frá 1986 sem hún tók þátt í skiptu sköpum þegar hjarta Geirs hætti að slá á annars fallegum sumardegi í Hrunamannahreppi í sumar. Þau eru uppfull af þakklæti til allra þeirra sem komu að því að bjarga lífi hans. 

Innlent
Fréttamynd

Myndir ársins 2021: Faraldur, fegurð og -hamfarir

Ljósmyndarar og myndatökumenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fönguðu margt dýrmætt augnablikið í ár, eins og þeim einum er lagið. Sigrar og sorgir voru fest á filmu og í mörgum tilvikum sannaðist það fornkveðna; að mynd segir meira en þúsund orð.

Innlent
Fréttamynd

Stoð­sending til vel­ferðar­mála

Það var skemmtilegt að fylgjast með kosningabaráttunni haust fyrir okkur sem störfum innan vébanda Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV. Allir flokkar og framboð voru á því að styrkja þyrfti og styðja betur við hjúkrunarheimili, dagdvalir og fyrirtæki i velferðarþjónustu. Það var meiningarmunur á útfærslum en engan stjórnmálamann hittum við sem tók ekki undir þessi sjónarmið.

Skoðun
Fréttamynd

Börn og lyfjatilraunir

Undanfarnar vikur og mánuði hefur harður áróður verið rekinn fyrir bólusetningu ungra barna við Covid-19. Í síðustu viku var gefið verulega í.

Skoðun
Fréttamynd

Fjögur þúsund Íslendingar með forstig mergæxlis

Um fjögur þúsund Íslendingar 40 ára og eldri greindust með forstig mergæxlis í skimunarátakinu „Blóðskimun til bjargar“. Niðurstöðurnar voru kynntar á stórri læknaráðstefnu í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Innlent