Margir einkennalausir með blóðtappa Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 21:01 Signý Vala segir að hluti sjúklinga með blóðtappa í lungum deyji, jafn vel þó þeir fái viðeigandi meðferð. Á bilinu 300 til 400 manns greinast árlega með blóðtappa hér á landi. Sjúkdómurinn er talsverð byrði á bæði heilbrigðiskerfinu og samfélaginu öllu því margir eru vangreindir og einkennalausir. Íslenskt fyrirtæki kemur að blóðtapparannsóknum á skógarbjörnum. Blóðtappar, eða bláæðasegasjúkdómur, er heilbrigðisvá sem hefur verið nokkuð til umræðu á undanförnum árum. Einkum í Covid 19 faraldrinum. Signý Vala Sveinsdóttir, yfirlæknir blóðsjúkdóma á Landspítalanum, segir að um sé að ræða umtalsvert vandamál. „Bláæðasegasjúkdómur er talsverð byrði á heilbrigðiskerfinu og samfélaginu öllu því hann getur valdið miklum langvarandi fylgikvillum og jafnvel dauða,“ segir hún. Stundum engin augljós ástæða Ójafnvægi í storkukerfi líkamans veldur sjúkdómnum. Blóðtapparnir myndast vegna óeðlilega mikillar storknunar. Signý segir að ýmsir þættir geti ýtt undir hættuna. Svo sem bólguástand, hormónameðferðir eins og getnaðarvarnarpillan, þungun, skurðaðgerðir, reykingar, löng kyrrseta eða lega, alvarleg veikindi og sjúkrahúsvist, offita og jafn vel langar flugferðir. „Þá eru nokkrir þekktir arfgengir þættir en stundum er engin augljós eða þekkt ástæða fyrir myndun blóðtappans,“ segir Signý. Algengast er að fá blóðtappa í fótleggi og læri eða þá í lungum. Blóðtappi getur þó myndast í hvaða djúpum bláæðum líkamans sem er. Fótleggir og læri eru algengustu staðirnir þar sem blóðtappi myndast. Húðliturinn getur breyst. „Alvarlegasta formið er þegar blóðtappar í djúpum bláæðum, oftast ganglimum, losna frá og fara til lungna, þótt rannsóknir sýni að blóðtappi geti líka myndast upprunalega í lungum,“ segir Signý. „Það getur verið lífshættulegt ástand en talið er að um átta prósent lungnabláæðasega valdi dauðsfalli þrátt fyrir viðeigandi meðferð.“ Covid sjúklingar settir á blóðþynningu Covid 19 hefur áhrif á storkukerfið og eykur hættuna á myndun blóðtappa. Signý segir að þetta eigi einkum við þá sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús og þá sérstaklega gjörgæslusjúklinga. Í ljósi þess hversu margir veiktust af Covid hafi eðlilega verið meira um blóðtappa í faraldrinum en í venjulegu árferði. Þetta hafi komið snemma fram í rannsóknum og voru þess vegna nánast allir inniliggjandi sjúklingar settir á fyrirbyggjandi blóðþynningarmeðferð. Græða hitamæla í kvið bjarna Eins og Vísir hefur greint frá standa yfir blóðrannsóknir á skógarbjörnum í Svíþjóð og Noregi. En það hefur lengi verið ráðgáta hvers vegna skógarbirnir fái ekki blóðtappa í margra mánaða vetrarhíði sínu. Rannsóknin sýnir fram á að þetta tengist próteininu HSP47, eða skorti á því í blóði bjarna yfir veturna. Bundnar eru miklar vonir við að rannsóknirnar nýtist við lyfjaþróun gegn blóðtöppum. Íslenska fyrirtækið Star-Oddi í Garðabæ hefur komið að þessari rannsókn. Fyrirtækið framleiðir hitamæla sem græddir eru í birnina. Birnirnir eru svæfðir úr þyrlu og hitamælunum úr Garðabænum komið fyrir í kviðnum á þeim.Högskolen in innlandet Ásgeir Bjarnason, þróunarstjóri Star-Oddi, segir að aðkoman hafi byrjað strax árið 2010. En þá var verkefnið að hefjast. Samkvæmt Ásgeiri lækkar líkamshiti skógarbjarna úr 37 eða 38 gráðum niður í 33 í híðinu. Hjartslátturinn lækkar niður í tíu slög á mínútu og þeir verða hreyfingarlausir. Hitamælarnir eru svokallaðir síritar, sem taka hitastigsmælingu með 0,1 gráðu nákvæmni og vista hana í minni. Mælarnir eru settir upp til að taka mælingu á fimm til þrjátíu mínútna fresti. „Mælarnir eru hannaðir til að þola langtímaígræðslu í dýrum,“ segir Ásgeir. Fyrirtækið hefur meðal annars framleitt hitamæla sem græddir voru í marðardýr, til þess að rannsaka bóluefni gegn Covid-19. Ásgeir Bjarnason þróunarstjóri Star Oddi segir mælana hannaða til að þola langtímaígræðslu í dýrum.Star Oddi „Birnirnir eru skotnir með svæfilyfi úr þyrlu, hitastigsmælirinn er ígræddur í kviðarhol á birninum til að mæla svokallað kjarnhitastig. Stundum fá þeir einnig hjartsláttamæli sem er þá ígræddur undir húð,“ segir Ásgeir um hvernig þetta er framkvæmt. Eins og Vísir greindi frá eru blóðsýni tekin úr björnunum og rannsökuð en fylgst er með björnunum með GPS tækjum. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Lykilinn að lyfjum við blóðtappa að finna í blóði skógarbjarna Samkvæmt nýrri rannsókn getur blóð skógarbjarna gegnt lykilhlutverki við lyfjaþróun við blóðtappa. Birnirnir dvelja mánuðum saman í hýði án mikillar hreyfingar en hreyfingarleysi eykur á hættuna á blóðtappa hjá fólki. 18. apríl 2023 07:01 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Blóðtappar, eða bláæðasegasjúkdómur, er heilbrigðisvá sem hefur verið nokkuð til umræðu á undanförnum árum. Einkum í Covid 19 faraldrinum. Signý Vala Sveinsdóttir, yfirlæknir blóðsjúkdóma á Landspítalanum, segir að um sé að ræða umtalsvert vandamál. „Bláæðasegasjúkdómur er talsverð byrði á heilbrigðiskerfinu og samfélaginu öllu því hann getur valdið miklum langvarandi fylgikvillum og jafnvel dauða,“ segir hún. Stundum engin augljós ástæða Ójafnvægi í storkukerfi líkamans veldur sjúkdómnum. Blóðtapparnir myndast vegna óeðlilega mikillar storknunar. Signý segir að ýmsir þættir geti ýtt undir hættuna. Svo sem bólguástand, hormónameðferðir eins og getnaðarvarnarpillan, þungun, skurðaðgerðir, reykingar, löng kyrrseta eða lega, alvarleg veikindi og sjúkrahúsvist, offita og jafn vel langar flugferðir. „Þá eru nokkrir þekktir arfgengir þættir en stundum er engin augljós eða þekkt ástæða fyrir myndun blóðtappans,“ segir Signý. Algengast er að fá blóðtappa í fótleggi og læri eða þá í lungum. Blóðtappi getur þó myndast í hvaða djúpum bláæðum líkamans sem er. Fótleggir og læri eru algengustu staðirnir þar sem blóðtappi myndast. Húðliturinn getur breyst. „Alvarlegasta formið er þegar blóðtappar í djúpum bláæðum, oftast ganglimum, losna frá og fara til lungna, þótt rannsóknir sýni að blóðtappi geti líka myndast upprunalega í lungum,“ segir Signý. „Það getur verið lífshættulegt ástand en talið er að um átta prósent lungnabláæðasega valdi dauðsfalli þrátt fyrir viðeigandi meðferð.“ Covid sjúklingar settir á blóðþynningu Covid 19 hefur áhrif á storkukerfið og eykur hættuna á myndun blóðtappa. Signý segir að þetta eigi einkum við þá sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús og þá sérstaklega gjörgæslusjúklinga. Í ljósi þess hversu margir veiktust af Covid hafi eðlilega verið meira um blóðtappa í faraldrinum en í venjulegu árferði. Þetta hafi komið snemma fram í rannsóknum og voru þess vegna nánast allir inniliggjandi sjúklingar settir á fyrirbyggjandi blóðþynningarmeðferð. Græða hitamæla í kvið bjarna Eins og Vísir hefur greint frá standa yfir blóðrannsóknir á skógarbjörnum í Svíþjóð og Noregi. En það hefur lengi verið ráðgáta hvers vegna skógarbirnir fái ekki blóðtappa í margra mánaða vetrarhíði sínu. Rannsóknin sýnir fram á að þetta tengist próteininu HSP47, eða skorti á því í blóði bjarna yfir veturna. Bundnar eru miklar vonir við að rannsóknirnar nýtist við lyfjaþróun gegn blóðtöppum. Íslenska fyrirtækið Star-Oddi í Garðabæ hefur komið að þessari rannsókn. Fyrirtækið framleiðir hitamæla sem græddir eru í birnina. Birnirnir eru svæfðir úr þyrlu og hitamælunum úr Garðabænum komið fyrir í kviðnum á þeim.Högskolen in innlandet Ásgeir Bjarnason, þróunarstjóri Star-Oddi, segir að aðkoman hafi byrjað strax árið 2010. En þá var verkefnið að hefjast. Samkvæmt Ásgeiri lækkar líkamshiti skógarbjarna úr 37 eða 38 gráðum niður í 33 í híðinu. Hjartslátturinn lækkar niður í tíu slög á mínútu og þeir verða hreyfingarlausir. Hitamælarnir eru svokallaðir síritar, sem taka hitastigsmælingu með 0,1 gráðu nákvæmni og vista hana í minni. Mælarnir eru settir upp til að taka mælingu á fimm til þrjátíu mínútna fresti. „Mælarnir eru hannaðir til að þola langtímaígræðslu í dýrum,“ segir Ásgeir. Fyrirtækið hefur meðal annars framleitt hitamæla sem græddir voru í marðardýr, til þess að rannsaka bóluefni gegn Covid-19. Ásgeir Bjarnason þróunarstjóri Star Oddi segir mælana hannaða til að þola langtímaígræðslu í dýrum.Star Oddi „Birnirnir eru skotnir með svæfilyfi úr þyrlu, hitastigsmælirinn er ígræddur í kviðarhol á birninum til að mæla svokallað kjarnhitastig. Stundum fá þeir einnig hjartsláttamæli sem er þá ígræddur undir húð,“ segir Ásgeir um hvernig þetta er framkvæmt. Eins og Vísir greindi frá eru blóðsýni tekin úr björnunum og rannsökuð en fylgst er með björnunum með GPS tækjum.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Lykilinn að lyfjum við blóðtappa að finna í blóði skógarbjarna Samkvæmt nýrri rannsókn getur blóð skógarbjarna gegnt lykilhlutverki við lyfjaþróun við blóðtappa. Birnirnir dvelja mánuðum saman í hýði án mikillar hreyfingar en hreyfingarleysi eykur á hættuna á blóðtappa hjá fólki. 18. apríl 2023 07:01 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Lykilinn að lyfjum við blóðtappa að finna í blóði skógarbjarna Samkvæmt nýrri rannsókn getur blóð skógarbjarna gegnt lykilhlutverki við lyfjaþróun við blóðtappa. Birnirnir dvelja mánuðum saman í hýði án mikillar hreyfingar en hreyfingarleysi eykur á hættuna á blóðtappa hjá fólki. 18. apríl 2023 07:01