Heilbrigðismál

Fréttamynd

Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús

Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Varar eindregið við heimaprófum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir varar við því að fólk sé að taka einhvers konar heimapróf, blóðpróf, til að leggja mat á það hvort það sé með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Innlent
Fréttamynd

Þróunin þurfi ekki að koma á óvart

43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Stakkaborg lokuð í tvær vikur

Tveir starfsmenn á leikskólanum Stakkaborg í Bólstaðahlið í Reykjavík eru veikir og hefur annar greinst með staðfest smit af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri ný smit á einum degi

Um 17% allra þeirra sem hafa greinst með kórónuveiruna á Íslandi greindust í dag. Fjöldi nýrra smita sem greindist í dag er hátt í tvöfalt hærri en á nokkrum öðrum degi frá því að faraldurinn hófst.

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að Íslendingar standi saman

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum.

Innlent
Fréttamynd

„Klárum þetta í júlí“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segist ekki hafa heyrt af öðru en að viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna gruns um kórónuveirusmit hjá farþega í vél Icelandair frá Kaupmannahöfn hafi verið eins og viðbragðsáætlun gerir ráð fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Rifbeinsbrotin vegna krabbameinsæxla en sagt að grenna sig

Dóttir konu sem lést úr krabbameini segir fitufordóma í heilbrigðiskerfinu hafa skert verulega lífsgæði móður sinnar síðustu fimmtán árin sem hún lifði. Samtök um líkamsvirðingu safna nú sögum af fitufordómum í heilbrigðiskerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Á annan tug gæti þurft á gjörgæslu

Jafnvel þó að hlutfall smitaðra sé tífalt lægra en fyrstu niðurstöður skimunar Íslenskrar erfðagreiningar benda til gæti á annan tug einstaklinga þurft á gjörgæslu að halda vegna kórónuveirunnar, að mati yfirlæknis á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Staðfest tilfelli nú orðin 161 talsins

Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum voru greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala nú í kvöld. Heildarfjöldi tilfella er því 161.

Innlent