Fara fram á tafarlausa úttekt á rakaskemmdu íbúðarhúsnæði hælisleitenda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 19:00 Velferðasvið Reykjavíkurborgar fer fram á tafarlausa úttekt á rakaskemmdu húsnæði þar sem fjöldi fólks sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi býr, þar á meðal 13 börn. Framkvæmdastjóri á velferðasviði segir eignaumsýslu borgarinnar hafa sagt húsnæðið í lagi. Við sögðum frá því fyrir helgi að fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi hefur frá 2017 búið í húsnæði í Reykjavík sem ungbarnaleikskóli fluttu úr árið 2016 vegna raka og skemmda. Sama ár skoðaði Efla húsið og gerði margvíslegar athugasemdir vegna raka og mögulegrar myglu og lagði til að úttekt yrði gerð á því. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir vegna rakaskemmda Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skoðaði húsið árið 2015 eða þegar ungbarnaleikskólinn var þar og í úttekt kom fram að rakaskemmdir væri víða og þyrfti að lagfæra. Þá þyrfti að lagfæra ytra byrði hússins. Reykjavíkurborg sér um að þjónusta fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd hér á landi samkvæmt þjónustusamningi við Útlendingastofnun. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að árið 2017 hafi sviðið óskað eftir húsnæði fyrir þennan hóp fólks. Eignaumsýsla borgarinnar sem sjái um húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar hafi þá útvegað umrætt húsnæði með því fororði að búið væri að endurnýja það og það væri hæft til búsetu. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að annað hvort verði húsnæðið lagað strax eða nýtt húsnæði verði útvegað fyrir starfsemina. Vísir/Egill „Við fengum þá þær upplýsingar að Reykjavíkurborg væri búin að taka húsnæðið í gegn og það væri búið að koma því í það ástand að það væri útleigjanlegt,“ segir Sigþrúður. Hún segir að ljósi þess hafi velferðarsvið tekið húsnæðið í notkun og nú búa þar alls 23 einstaklingar sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi, þar af 13 börn. Ef þetta er ekki í lagi þurfum við annað húsnæði „Þegar við tókum svo húsið í notkun árið 2017 fengum við ábendingar frá starfsmönnum um að það væri ennþá eitt og annað sem þyrfti að laga eins og gluggakarmar sem væru flestir ónýtir. Eignaumsýsla borgarinnar var látin vita en því miður vantar ennþá uppá lagfæringar. Við teljum mjög brýnt að ástand hússins verði kannað með sérfræðingum í raka og mygluskemmdum og að við fáum úttekt á því hvað eða hvort hægt er að koma þessu í viðunandi horf. Það er brýnt að þetta verði lagfært núna ef ekki þá þurfum við annað og betra húsnæði fyrir fólkið sem þarna býr,“ segir Sigþrúður. Hælisleitendur Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Velferðasvið Reykjavíkurborgar fer fram á tafarlausa úttekt á rakaskemmdu húsnæði þar sem fjöldi fólks sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi býr, þar á meðal 13 börn. Framkvæmdastjóri á velferðasviði segir eignaumsýslu borgarinnar hafa sagt húsnæðið í lagi. Við sögðum frá því fyrir helgi að fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd hér á landi hefur frá 2017 búið í húsnæði í Reykjavík sem ungbarnaleikskóli fluttu úr árið 2016 vegna raka og skemmda. Sama ár skoðaði Efla húsið og gerði margvíslegar athugasemdir vegna raka og mögulegrar myglu og lagði til að úttekt yrði gerð á því. Heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir vegna rakaskemmda Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skoðaði húsið árið 2015 eða þegar ungbarnaleikskólinn var þar og í úttekt kom fram að rakaskemmdir væri víða og þyrfti að lagfæra. Þá þyrfti að lagfæra ytra byrði hússins. Reykjavíkurborg sér um að þjónusta fólk sem óskar eftir alþjóðlegri vernd hér á landi samkvæmt þjónustusamningi við Útlendingastofnun. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að árið 2017 hafi sviðið óskað eftir húsnæði fyrir þennan hóp fólks. Eignaumsýsla borgarinnar sem sjái um húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar hafi þá útvegað umrætt húsnæði með því fororði að búið væri að endurnýja það og það væri hæft til búsetu. Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri á velferðasviði borgarinnar segir að annað hvort verði húsnæðið lagað strax eða nýtt húsnæði verði útvegað fyrir starfsemina. Vísir/Egill „Við fengum þá þær upplýsingar að Reykjavíkurborg væri búin að taka húsnæðið í gegn og það væri búið að koma því í það ástand að það væri útleigjanlegt,“ segir Sigþrúður. Hún segir að ljósi þess hafi velferðarsvið tekið húsnæðið í notkun og nú búa þar alls 23 einstaklingar sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi, þar af 13 börn. Ef þetta er ekki í lagi þurfum við annað húsnæði „Þegar við tókum svo húsið í notkun árið 2017 fengum við ábendingar frá starfsmönnum um að það væri ennþá eitt og annað sem þyrfti að laga eins og gluggakarmar sem væru flestir ónýtir. Eignaumsýsla borgarinnar var látin vita en því miður vantar ennþá uppá lagfæringar. Við teljum mjög brýnt að ástand hússins verði kannað með sérfræðingum í raka og mygluskemmdum og að við fáum úttekt á því hvað eða hvort hægt er að koma þessu í viðunandi horf. Það er brýnt að þetta verði lagfært núna ef ekki þá þurfum við annað og betra húsnæði fyrir fólkið sem þarna býr,“ segir Sigþrúður.
Hælisleitendur Reykjavík Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Hælisleitendur í rakaskemmdu húsnæði Barnafjölskyldur sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd búa í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar sem ungbarnaleikskóli flúði úr vegna rakaskemmda fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg segist vera búin að endurnýja húsnæðið. Víða sjást þó mygla og raki á húsnæðinu. 6. nóvember 2020 20:30