Heilbrigðismál

Fréttamynd

Margir kvíðnir vegna ástandsins

Engin er nú á gjörgæslu vegna kórónuveirufaraldursins sem er í mikilli rénun. Andleg vanlíðan hefur hins vegar aukist vegna afleiðinga faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Ekki orðið af hátt í 500 aðgerðum vegna kórónuveirunnar

Ætla má að ekki hafi orðið af hátt í fimm hundruð aðgerðum á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. Unnið er að því að draga úr viðbúnaði og hefur covid-deildum verið fækkað um helming. Forstjóri vonast til að bakverðir haldist áfram í starfi.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag

Sálfræðingafélag Íslands sendi heilbrigðisráðherra í morgun opið bréf þar sem farið er fram á að sálfræðiþjónusta verði gerð að almennum réttindum. Félagið skorar á þingheim að setja afgreiðslu frumvarps um breytingar á Lögum um sjúkratryggingar í forgang. Frumvarpið tryggir að sálfræðiþjónusta falli undir greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga.

Innlent
Fréttamynd

Flestar tölur á pari við það sem búast mátti við

Sóttvarnalæknir segir að miðað við tölfræði frá Hubei-héraði í Kína, þar sem talið er að faraldur kórónuveirunnar eigi upptök sín, séu tölur hér á landi að mestu á pari við það sem búist var við áður en að faraldurinn hófst.

Innlent
Fréttamynd

Ert þú að greinast með krabbamein á tímum kórónuveiru?

Nú er allur heimurinn á hvolfi, kórónuveiran er allt í einu orðið undarlegt sameiningartákn allra þjóða þar sem öll tilvera okkar er lituð af þessum heimsfaraldri, ekkert er eins og það var og verður sennilega aldrei. Á þessum tímum upplifum við breytt lífsmynstur, óöryggi, kvíða og oft á tíðum einangrun.

Skoðun
Fréttamynd

Þeir sem veikjast mynda sterkara mótefni gagnvart veirunni

„Við munum hins vegar fara af stað og safna blóði og vera tilbúin þegar að besta rannsóknin, eða rannsóknaraðferðin. Það eru mjög merkilegar upplýsingar um þetta sem eru að koma í ljós núna hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ segir sóttvarnalæknir. Þeir sem veikist meira myndi sterkara mótefni gagnvart veirunni.

Innlent
Fréttamynd

Geislavarnir vara við útfjólublárri geislun gegn veirunni

Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert nýtt smit í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru enn 1.789 talsins hér á landi og hefur þeim ekki fjölgað á milli daga, í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Tiltölulega fá ný sýni voru þó greind á milli daga.

Innlent