Evrópusambandið

Fréttamynd

Úrslitadagar í Lundúnum, Brussel og Belfast

Eftir að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti að samningur væri í höfn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu varð fljótt ljóst að hann hafði aðeins náð samkomulagi við Evrópusambandið, ekki eigin bandamenn heima fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn

Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað.

Erlent
Fréttamynd

Tíminn senn á þrotum fyrir Johnson

Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundar í Brussel á morgun. Þetta er síðasti fundur leiðtogaráðsins fyrir settan útgöngudag Bretlands úr sambandinu en vonast er til þess að í kvöld liggi fyrir hvort nýr útgöngusamningur náist.

Erlent
Fréttamynd

Johnson verður að gefa eftir

Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins, gaf Bretum til miðnættis í nótt til að sætta sig við kröfur Evrópusambandsins um tollalandamæri á Írlandshafi. Samningaumleitanir standa yfir en óvíst er hvort samningur liggi fyrir í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Hætta að selja Tyrkjum vopn

Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins.

Erlent
Fréttamynd

Brexit-viðræður ganga hægt

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá fram á að samningar takist um Brexit fyrir lok mánaðarins þegar Bretar eiga að ganga úr ESB. Hann viðurkennir þó að mikil vinna sé enn óunnin.

Erlent
Fréttamynd

Tusk fordæmir hótanir Erdogan

Tyrklandsforseti hótaði á fimmtudag að opna landamærin inn til Evrópu eftir að leiðtogar fordæmdu sókn Tyrkja inn í norðausturhluta Sýrlands.

Erlent
Fréttamynd

Átök á tveimur vígstöðvum

Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning.

Erlent
Fréttamynd

Macron setur Johnson afarkosti

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur gefið Boris Johnson forsætisráðherra Breta út þessa viku til að endursemja áætlun sína um Brexit frá grunni.

Erlent
Fréttamynd

Óánægja með Brexit-tillögur Johnsons

Hvorki breska stjórnarandstaðan né ráðamenn innan Evrópusambandsins sætta sig við tillögur ríkisstjórnar Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um fyrirkomulagið á landamærum Írlands og Bretlands eftir Brexit.

Erlent
Fréttamynd

Brexit-tillaga Johnson ólíkleg til árangurs

Ný tillaga að Brexit-samkomulagi, sem Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að kynna í dag, virðist andvana fædd þar sem stjórnmálamenn á Írlandi hafa þegar hafnað henni

Erlent