Rússar segja Vesturlönd hafa lýst allsherjarstríði á hendur Rússlandi að hætti nasista Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2022 11:58 Joe Biden forseti Bandaríkjanna hélt til Póllands í morgun eftir fund sinn með öðrum leiðtogum Vesturlanda í Brussel í gær. AP/Markus Schreiber Utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði við Rússland að hætti nasista með það að markmiði að tortíma landinu. Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að Putin Rússlandsforseti geti ekki lengur beitt aðgangi Evrópu að rússneskri orku sem vopni í samskiptum við bandalagið. Þrír sögulegir leiðtogafundir vestrænna ríkja fóru fram í Brussel í gær þegar leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins komu saman til að stilla saman strengi sína vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sat alla fundina þar sem ákveðið var að auka herstyrk NATO í aðildarríkjunum í austur Evrópu, auka hernaðarlegan og fjárhagslegan stuðning við Úkraínu og herða á refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands leitaði í orðaforða Josefs Göbbels áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins í dag þegar hann sagði Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði á hendur Rússum. En nasistar lýstu yfir allsherjarstríði í heiminum eftir að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í seinni heimssyrjöldinni.AP/Alexander Zemlianichenko Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir ljóst að Vesturlönd hafi nú lýst yfir allsherjarstríði að hætti nasista Þýskalands gegn Rússlandi og vísaði þar til Jósefs Göbbels áróðursmeistara Hitlers. „Og það er ekki farið í grafgötur með markmiðin, þau hafa verið opinberuð; að eyða, brjóta niður, yfirtaka og kyrkja rússneskan efnahag og Rússland í heild sinni,“ sagði Lavrov í dag. Biden og Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins kynntu niðurstöður funda sinna í gær á sameiginlegum fréttamannafundi í morgun. Biden sagði Vladimir Putin Rússlandsforseta hafa nýtt aðgang aðorkulindum til að kúga og ráðskast með nágrannaríki. Hann notaði síðan hagnaðinn af orkusölunni til að fjármagna hernaðarvél sína. Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að Evrópa og Bandaríkin muni standa saman í gegnum misheppnað stríð Putins í Úkraínu.AP/Evan Vucci „Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að gera Evrópu algerlega óháða jarðgasi og hámarka framboð og notkun á endurnýjanlegri orku,“ sagði Biden. Bandaríkin muni strax á þessu ári tryggja ríkjum Evrópusambandsins 15 milljarða lítra af fljótandi gasi til viðbótar og 50 milljarða lítra árlega eftir það fram til ársins 2030. Von der Leyen segir það losa Evrópu undan kaupum á um einum þriðja af því gasi sem kæmi frá Rússlandi í dag. Evrópa og Bandaríkin muni standa saman í gegnum stríðið í Úkraínu og efla framleiðslu á endurnýjanlegri orku. „Þetta verður algerlega misheppnað stríð fyrir Putin. Samvinna okkar í refsiaðgerðum gegn Rússlandi hefur verið einstök og söguleg. Aðgerðirnar hafa nú þegar djúp áhrif inn í rússneska kerfið og eru að þurrka upp möguleika Putins til að fjármagna stríðsrekstur sinn,“ sagði von der Leyen. Þá væru Bandaríkin og Evrópa að auka samstarf sitt á fjölmörgum sviðum. Joe Biden er nú á leið til Póllands þar sem hann mun ræða við pólska ráðmenn um eflingu sameiginlegra varna, hitta flóttafólk og heilsa upp á bandaríska hermenn. NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi. 25. mars 2022 11:30 Vaktin: Johnson telur að Pútín ætli að nota sömu taktík og í Grozny Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. 25. mars 2022 06:56 Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Þrír sögulegir leiðtogafundir vestrænna ríkja fóru fram í Brussel í gær þegar leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins komu saman til að stilla saman strengi sína vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sat alla fundina þar sem ákveðið var að auka herstyrk NATO í aðildarríkjunum í austur Evrópu, auka hernaðarlegan og fjárhagslegan stuðning við Úkraínu og herða á refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands leitaði í orðaforða Josefs Göbbels áróðursmálaráðherra Þriðja ríkisins í dag þegar hann sagði Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði á hendur Rússum. En nasistar lýstu yfir allsherjarstríði í heiminum eftir að Bandaríkjamenn hófu þátttöku í seinni heimssyrjöldinni.AP/Alexander Zemlianichenko Sergey Lavrov utanríkisráðherra segir ljóst að Vesturlönd hafi nú lýst yfir allsherjarstríði að hætti nasista Þýskalands gegn Rússlandi og vísaði þar til Jósefs Göbbels áróðursmeistara Hitlers. „Og það er ekki farið í grafgötur með markmiðin, þau hafa verið opinberuð; að eyða, brjóta niður, yfirtaka og kyrkja rússneskan efnahag og Rússland í heild sinni,“ sagði Lavrov í dag. Biden og Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins kynntu niðurstöður funda sinna í gær á sameiginlegum fréttamannafundi í morgun. Biden sagði Vladimir Putin Rússlandsforseta hafa nýtt aðgang aðorkulindum til að kúga og ráðskast með nágrannaríki. Hann notaði síðan hagnaðinn af orkusölunni til að fjármagna hernaðarvél sína. Ursula von der Leyen forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segir að Evrópa og Bandaríkin muni standa saman í gegnum misheppnað stríð Putins í Úkraínu.AP/Evan Vucci „Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að gera Evrópu algerlega óháða jarðgasi og hámarka framboð og notkun á endurnýjanlegri orku,“ sagði Biden. Bandaríkin muni strax á þessu ári tryggja ríkjum Evrópusambandsins 15 milljarða lítra af fljótandi gasi til viðbótar og 50 milljarða lítra árlega eftir það fram til ársins 2030. Von der Leyen segir það losa Evrópu undan kaupum á um einum þriðja af því gasi sem kæmi frá Rússlandi í dag. Evrópa og Bandaríkin muni standa saman í gegnum stríðið í Úkraínu og efla framleiðslu á endurnýjanlegri orku. „Þetta verður algerlega misheppnað stríð fyrir Putin. Samvinna okkar í refsiaðgerðum gegn Rússlandi hefur verið einstök og söguleg. Aðgerðirnar hafa nú þegar djúp áhrif inn í rússneska kerfið og eru að þurrka upp möguleika Putins til að fjármagna stríðsrekstur sinn,“ sagði von der Leyen. Þá væru Bandaríkin og Evrópa að auka samstarf sitt á fjölmörgum sviðum. Joe Biden er nú á leið til Póllands þar sem hann mun ræða við pólska ráðmenn um eflingu sameiginlegra varna, hitta flóttafólk og heilsa upp á bandaríska hermenn.
NATO Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi. 25. mars 2022 11:30 Vaktin: Johnson telur að Pútín ætli að nota sömu taktík og í Grozny Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. 25. mars 2022 06:56 Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi. 25. mars 2022 11:30
Vaktin: Johnson telur að Pútín ætli að nota sömu taktík og í Grozny Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. 25. mars 2022 06:56
Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. 25. mars 2022 06:31