Rússar sagðir reiðubúnir til að slaka á kröfum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2022 23:17 Frá bænum Trostyanets í Úkraínu sem úkraínski herinn frelsaði úr höndum rússneska hersins í dag. AP Photo/Efrem Lukatsky. Rússnesk yfirvöld eru sögð hafa slakað á kröfum til Úkraínu í aðdraganda frekari vopnahlésviðræðna á morgun. Rússar eru sagðir ekki vera mótfallnir því að Úkraína gangi í ESB svo lengi sem ríkið fái ekki aðild að NATO. Þetta kemur fram í frétt Financial Times í kvöld sem byggð er á frásögnum fjögurra heimildarmanna blaðsins, sem sagðir eru hafa séð drög að því sem ræða á á morgun í Tyrklndi, þar sem sendinefndir Úkraínu og Rússlands koma saman til vopnahlésviðræðna. Í fréttinni kemur fram að rússnesk yfirvöld fari ekki lengur fram á Úkraína verði „af-nasistavædd“ en Rússar hafa haldið því fram, án þess að leggja fram sannanir þess efnis, að nasismi sé landlægur í Úkraínu. Scoop! - Russia no longer demanding Ukraine be ‘denazified’ in ceasefire talks, will allow Kyiv to join EU if it abandons Nato aspirationshttps://t.co/exrhld7TyD— Henry Foy (@HenryJFoy) March 28, 2022 Þá er Rússland sagt geta sætt sig við það að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu, gefi ríkið á bátinn vonir sínar um að fá inngöngu í NATO. Samkvæmt drögunum má Úkraína ekki þróa kjarnorkuvopn eða hýsa erlenda hermenn ú herstöðum í Úkraínu. Í frétt Financial Times kemur einnig fram að í stað aðildar Úkraínu að NATO myndu ákveðin ríki tryggja öryggi Úkraínu. Ríkin sem hafa verið nefnd til sögunnar þar eru Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Kína, Ítalía, Pólland, Ísrael og Tyrkland. Rætt er við David Arakhamia, einn af samningamönnum Úkraínu sem segir að ekkert þessara ríkja hafi samþykkt slíkar öryggistryggingar. Ekkert af ríkjunum hafi hins vegar tekið fyrir það að veita slíka tryggingu, sem Arakhamia túlkar sem jákvætt merki. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Evrópusambandið Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Sprenging í Íran varð 25 að bana Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Financial Times í kvöld sem byggð er á frásögnum fjögurra heimildarmanna blaðsins, sem sagðir eru hafa séð drög að því sem ræða á á morgun í Tyrklndi, þar sem sendinefndir Úkraínu og Rússlands koma saman til vopnahlésviðræðna. Í fréttinni kemur fram að rússnesk yfirvöld fari ekki lengur fram á Úkraína verði „af-nasistavædd“ en Rússar hafa haldið því fram, án þess að leggja fram sannanir þess efnis, að nasismi sé landlægur í Úkraínu. Scoop! - Russia no longer demanding Ukraine be ‘denazified’ in ceasefire talks, will allow Kyiv to join EU if it abandons Nato aspirationshttps://t.co/exrhld7TyD— Henry Foy (@HenryJFoy) March 28, 2022 Þá er Rússland sagt geta sætt sig við það að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu, gefi ríkið á bátinn vonir sínar um að fá inngöngu í NATO. Samkvæmt drögunum má Úkraína ekki þróa kjarnorkuvopn eða hýsa erlenda hermenn ú herstöðum í Úkraínu. Í frétt Financial Times kemur einnig fram að í stað aðildar Úkraínu að NATO myndu ákveðin ríki tryggja öryggi Úkraínu. Ríkin sem hafa verið nefnd til sögunnar þar eru Rússland, Bandaríkin, Bretland, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Kína, Ítalía, Pólland, Ísrael og Tyrkland. Rætt er við David Arakhamia, einn af samningamönnum Úkraínu sem segir að ekkert þessara ríkja hafi samþykkt slíkar öryggistryggingar. Ekkert af ríkjunum hafi hins vegar tekið fyrir það að veita slíka tryggingu, sem Arakhamia túlkar sem jákvætt merki.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína NATO Evrópusambandið Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Sprenging í Íran varð 25 að bana Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Sjá meira