Landspítalinn

Fréttamynd

„Eins og veikindin séu ekki nóg"

Ráðuneyti vísa á hvort annað eða á sveitarfélag þaðan sem engin svör fást í máli konu með MS- sjúkdóminn sem hefur verið á stofnunum í tæpt ár vegna úrræðaleysis í húsnæðismálum. Baráttan við kerfið er farið að taka á heilsu konunnar.

Innlent
Fréttamynd

„Peninga­leysi er ekki skýringin“ eða hvað?

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fullyrti fyrir rétt rúmri viku síðan í þættinum Víglínunni að starfsmannaskort Landsspítalans væri ekki að rekja til skorts á fjármagni í heilbrigðiskerfinu. En hvers vegna er þá viðvarandi mannekla í heilbrigðiskerfinu?

Skoðun
Fréttamynd

Aldrei fleiri innlagnir vegna Covid-19 á einum sólarhring

Aldrei hafa jafn margir þurft að leggjast inn á spítala vegna covid-19 á einum sólarhring og í gær en þá voru átta covid-19 sjúklingar lagðir inn vegna veikinda sinna. Sjötíu og fimm eru nú inniliggjandi, þar af eru fjórir á gjörgæslu og tveir í öndunarvél.

Innlent
Fréttamynd

Straumhvörf í umönnun sjúklinga á hjúkrunarheimilum sem fá Covid-19

Sérstök Covid-19 einangrunardeild fyrir íbúa sem smitast á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum hefur verið opnuð á Eir í Grafarvogi. Þetta er fyrsta deild sinnar tegundar hér á landi og mun valda straumhvörfum í umönnun íbúa hjúkrunarheimila sem þurfa ekki á hátækniþjónustu að halda á Landspítala.

Innlent
Fréttamynd

Landspítalinn „enn í skotgröfunum“

Von er á niðustöðu úr athugun Landspítalans á hópsmitinu á Landakoti í byrjun næstu viku að sögn Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans. Hann segir að rætt hafi verið yfir 100 manns um málið og að útlit sé fyrir að skýringin felist í samspili nokkurra þátta.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað viðtöl og ýmsir ferlar en vonandi niðurstaða eftir viku

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, telur ýmislegt benda til þess að Landspítalinn hafi náð góðum tökum á málum á Landakoti eftir að hópsýking kom upp á spítalanum þann 22. október. Hann reiknar með niðurstöðu eftir viku úr rannsókn á því hvað aflaga fór.

Innlent
Fréttamynd

„Peningaleysi er ekki skýringin“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fylgjast grannt með stöðu mála á Landspítalaunum eftir að spítalinn var settur á neyðarstig. Helsti óttinn hafi ræst í kjölfar hópsýkingar á Landakoti.

Innlent
Fréttamynd

Ákall gjörgæslulæknis til Íslendinga

Theódór Skúli Sigurðsson, svæfingarlæknir á gjörgæsludeild Landspítalans, biður rjúpnaskyttur og aðra sem finna fyrir yfirgnæfandi ferðaþörf og ævintýramennsku nú um helgina til þess að fara varlega.

Innlent
Fréttamynd

Til greina kemur að færri en tuttugu megi koma saman

Aldrei hafa fleiri legið inni á spítala vegna kórónuveirunnar hér á landi og nú eða sextíu og einn. Sóttvarnalæknir vill herða sóttvarnaaðgerðir og segir til greina koma að fækka þeim sem geta komið saman en í dag mega tuttugu gera það.

Innlent
Fréttamynd

117 smitaðir vegna Landakots

Hundrað og sautján hafa greinst með kórónuveiruna sem tengjast hópsýkingunni á Landakoti. Um 60 sjúklinga er að ræða og 57 starfsmenn.

Innlent