Sjúklingur með Covid-19 lagður inn á Landspítala Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2021 18:04 Landspítali háskólasjúkrahús Fossvogi Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sjúklingur var lagður inn á Landspítala vegna Covid-19 í gær. Þetta er fyrsta innlögnin í nokkrar vikur, að sögn yfirmanns Covid-deildar. Hann telur að herða eigi aðgerðir á landamærum, til dæmis með skimun á Íslendingum. Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir utan sóttkvíar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Sjö af níu voru bólusettir og um 400 eru nú í sóttkví. Sjö greindust á landamærum. 111 voru í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítala síðdegis í dag, þar af átta börn, og reiknað með að bætist í hópinn í dag. Fyrsti Covid-sjúklingurinn í nokkrar vikur var lagður inn á Landspítala í gær; öldruð kona, fullbólusett. „Vegna slappleika og vökvaskorts, það er eitthvað sem er viðbúið en telst ekki mjög alvarlegt. Það má alveg búast við því að fólk þurfi að leggjast inn á spítala en það getur líka verið út af einhverju öðru en Covid-19 því þeir sem eru smitaðir núna þeir eru langflestir með mjög væg einkenni eða engin,“ segir Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala. Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala.Vísir/Sigurjón Smit undanfarna daga hafa teygt anga sína víða; mörg tengjast skemmtanalífinu og þá var báðum verslunum Nexus lokað í dag eftir að starfsmaður greindist með veiruna. Verið er að rekja smit gærdagsins. „Það bara er til marks um það að það eru smitaðir einstaklingar þarna úti, margir eru einkennalausir, þannig að þeir vita ekki einu sinni að þeir eru smitaðir og við getum ekki greint þá,“ segir Runólfur. „Ef ekki væri svo góð staða hvað snertir hlutfall bólusettra á Íslandi eins og raun ber vitni þá myndi þetta smit fara hér um eins og eldur í sinu.“ Mætti hugsanlega skima Íslendinga Runólfur reiknar ekki með því að stór bylgja sé í uppsiglingu. Hann bendir þó á að veiran hafi komið inn í landið með ferðamönnum og telur ráðlegt að grípa til aðgerða. Til dæmis væri skynsamlegt að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr PCR-prófi við komu til landsins. „En svo mætti hugsanlega skima hááhættuhópa sem koma frá hááhættusvæðum, til að mynda Íslendinga sem koma til landsins erlendis frá sem eru náttúrulega að koma beint inn í samfélagið.“ Mikilvægt sé að fólk haldi áfram persónubundnum sóttvarnaaðgerðum. „Fólk verður líka að hafa í huga að þó að það sé ungt og hraust og telji sig geta tekið við þessari veiru þá kallar þetta á einangrun og mögulegri sóttkví einstaklinga sem tengjast viðkomandi, þannig að það er best fyrir alla að komast hjá þessu,“ segir Runólfur. „Og ef til dæmis að fólk telur sig vera í umtalsverðri smithættu, miklu fjölmenni og svo framvægis, þá ætti fólk jafnvel að grípa til andlitsgríma aftur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir utan sóttkvíar, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Sjö af níu voru bólusettir og um 400 eru nú í sóttkví. Sjö greindust á landamærum. 111 voru í eftirliti hjá Covid-göngudeild Landspítala síðdegis í dag, þar af átta börn, og reiknað með að bætist í hópinn í dag. Fyrsti Covid-sjúklingurinn í nokkrar vikur var lagður inn á Landspítala í gær; öldruð kona, fullbólusett. „Vegna slappleika og vökvaskorts, það er eitthvað sem er viðbúið en telst ekki mjög alvarlegt. Það má alveg búast við því að fólk þurfi að leggjast inn á spítala en það getur líka verið út af einhverju öðru en Covid-19 því þeir sem eru smitaðir núna þeir eru langflestir með mjög væg einkenni eða engin,“ segir Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala. Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala.Vísir/Sigurjón Smit undanfarna daga hafa teygt anga sína víða; mörg tengjast skemmtanalífinu og þá var báðum verslunum Nexus lokað í dag eftir að starfsmaður greindist með veiruna. Verið er að rekja smit gærdagsins. „Það bara er til marks um það að það eru smitaðir einstaklingar þarna úti, margir eru einkennalausir, þannig að þeir vita ekki einu sinni að þeir eru smitaðir og við getum ekki greint þá,“ segir Runólfur. „Ef ekki væri svo góð staða hvað snertir hlutfall bólusettra á Íslandi eins og raun ber vitni þá myndi þetta smit fara hér um eins og eldur í sinu.“ Mætti hugsanlega skima Íslendinga Runólfur reiknar ekki með því að stór bylgja sé í uppsiglingu. Hann bendir þó á að veiran hafi komið inn í landið með ferðamönnum og telur ráðlegt að grípa til aðgerða. Til dæmis væri skynsamlegt að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr PCR-prófi við komu til landsins. „En svo mætti hugsanlega skima hááhættuhópa sem koma frá hááhættusvæðum, til að mynda Íslendinga sem koma til landsins erlendis frá sem eru náttúrulega að koma beint inn í samfélagið.“ Mikilvægt sé að fólk haldi áfram persónubundnum sóttvarnaaðgerðum. „Fólk verður líka að hafa í huga að þó að það sé ungt og hraust og telji sig geta tekið við þessari veiru þá kallar þetta á einangrun og mögulegri sóttkví einstaklinga sem tengjast viðkomandi, þannig að það er best fyrir alla að komast hjá þessu,“ segir Runólfur. „Og ef til dæmis að fólk telur sig vera í umtalsverðri smithættu, miklu fjölmenni og svo framvægis, þá ætti fólk jafnvel að grípa til andlitsgríma aftur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira