Landspítalinn

Fréttamynd

Sjö konur látnar innan þriggja ára frá innlögn vegna heimilisofbeldis

Fjörutíu og níu konur voru lagðar inn á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi á fimmtán ára tímabili samkvæmt nýrri rannsókn. Sjö kvennanna létust innan þriggja ára frá innlögn. Doktorsnemi og hjúkrunarfræðingur segja samræmt verklag í málaflokknum skorta innan heilbrigðiskerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Blendnar tilfinningar á meðal lækna

Blendnar tilfinningar eru á meðal lækna vegna viðbragða heilbrigðisráðuneytisins við undirskriftalista tæplega þúsund lækna þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við langvarandi sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins.

Innlent
Fréttamynd

Að sann­reyna traust

Mín skoðun er sú að umbætur í heilbrigðisþjónustu í kjölfar mistaka verða aldrei að veruleika án þess að það sé leitað ráða hjá þeim sem fyrir því hafa orðið. Þetta segi ég eftir mikla reynslu í hjúkrun, samtöl við fólk sem hefur upplifað þessa skaðlegu þjónustu og persónuleg reynsla að missa barn eftir mistök.

Skoðun
Fréttamynd

Mælirinn fullur hjá eitt þúsund læknum

„Mælirinn hjá öllum er fullur,“ sagði Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir við fjölmiðla rétt áður en læknar afhentu fulltrúum heilbrigðisráðherra undirskriftalista 985 lækna í morgun. Fulltrúi lækna vonast til að skrið komist á málið eftir fund með aðstoðarmanni ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Segir kulnun og atgervisflótta í læknastéttinni

„Læknar eru bara orðnir mjög þreyttir. Þeir geta ekki hlaupið hraðar og það er ákveðin kulnun og atgervisflótti í læknastéttinni.“ Þetta segir Theódór Skúli Sigurðarson svæfinga- og gjörgæslulæknir og forsvarsmaður undirskrifasöfnunar meðal lækna.

Innlent
Fréttamynd

Efast um getu landlæknis

Geðhjálp gerir alvarlegar athugasemdir við getu landlæknisembættisins til að sinna eftirliti með réttindum sjúklinga. Samtökin kalla eftir óháðri úttekt á starfsemi allra deilda á geðsviði Landspítala. 

Innlent
Fréttamynd

„Við höfum aldrei lent í svona alvarlegri undirmönnun áður“

Aldrei hefur verið alvarlegri undirmönnun á bráðadeild Landspítala í Fossvogi og stefnir í að verði í sumar, að sögn formanns félags bráðalækna. Yfirgnæfandi líkur séu á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum á deildinni. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því.

Innlent
Fréttamynd

Telja líkur á manns­látum vegna undir­mönnunar

Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því.

Innlent
Fréttamynd

Hvers eiga veikir að gjalda?

Fréttir af ákvörðun stjórnenda Domus Medica um lokun ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvernig betur má stjórna heilbrigðismálum hér á landi. Stutt er síðan fréttir bárust af því að tugur lækna á bráðamóttökunni ákvað að flytja sig annað og í stefnir að bráðamóttakan verði með undir lágmarksmönnun í allt sumar, sem er orðinn árlegur vandi.

Skoðun
Fréttamynd

Tímafrekt að senda sýnin utan og svartíminn of langur

Of mikill tími fór í merkingar og pökkun sýna, sendingartíminn var oft langur og þá voru íslensku sýnin ekki í neinum forgangi og svartíminn í heild of langur. Þetta segir Auður Eiríksdóttir, lífeindafræðingur og fyrrverandi deildarstjóri Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands, um reynsluna af því að láta rannsóknarstofu í Svíþjóð sjá um HPV-rannsóknir á leghálssýnum.

Innlent
Fréttamynd

Hvers vegna eru HPV mælingar ekki framkvæmdar á Landspítalanum?

Á Fésbókarsíðunni „Aðför að heilsu kvenna“ má sjá fjölmargar reynslusögur kvenna sem beðið hafa mánuðum saman eftir svörum eftir leghálssýnatöku og fá þau ekki þrátt fyrir mikla eftirgangssemi. Boðunarkerfi virðist ekki vera í lagi þar sem margar konur kvarta yfir því að fá ekki boðun í skimun. Skimunarferli þarf að vera mjög skipulegt og eftirfylgni þarf að vera pottþétt. Skimun er gagnlaus ef engin er eftirfylgni.

Skoðun
Fréttamynd

Segir styttingu vinnu­vikunnar bjarnar­greiða

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, segir að stytting vinnuvikunnar hafi reynst hinn mesti bjarnargreiði fyrir heilbrigðiskerfið. Mannekla hafi verið í heilbrigðiskerfinu fyrir en nú sé staðan enn verri.

Innlent
Fréttamynd

Andstaða almennings vísbending til stjórnmálamanna

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er andvígur auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun BSRB. Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðiprófessor, sem annaðist rannsóknina, segir að stjórnmálaöfl sem vilji afla sér fylgis þurfi að hafa þennan almannavilja í huga.

Innlent
Fréttamynd

Lést af völdum Covid-19 um helgina

Sjúklingur lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum um helgina, laugardaginn 22. maí. Hinn látni var á sextugsaldri og var lagður inn fyrir um mánuði síðan. 30 hafa hér með látist af völdum veirunnar hér á landi.

Innlent