Landhelgisgæslan Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Innlent 9.5.2022 20:13 Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár. Innlent 8.5.2022 19:55 Mikill viðbúnaður vegna báts sem ekki náðist samband við Töluverður viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslu og björgunarsveitum á norðanverðum Vestfjörðum síðdegis í dag vegna frístundaveiðibáts með sex innanborðs, sem ekki náðist samband við. Innlent 25.4.2022 18:03 Lóðaskiptin handsöluð og Björgunarmiðstöð fram undan Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, undirrituðu síðdegis samning um lóð fyrir Björgunarmiðstöð. Innlent 25.4.2022 16:28 Fluttur á Landspítala eftir nauðlendingu á svifdreka Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mann á Landspítala sem nauðlenti á svifdreka nálægt Hlíðarvatni í Selvogi klukkan 13 í dag. Þyrlan var kölluð út með mesta forgangi. Innlent 23.4.2022 14:16 Dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Bíldudal yfir í Stykkishólm í gær. Hann kveðst hafa verið að heimækja embætti dómsmálaráðuneytis á Vestfjörðum og farið yfir á Snæfellsnes í sömu erindagjörðum. Innlent 21.4.2022 13:54 Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. Innlent 21.4.2022 11:00 Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. Innlent 19.4.2022 10:47 Veifuðu í þyrluna og fengu hjálp við að losa bíl Þeir voru heppnir, vegfarendurnir sem höfðu pikkfest bíl þeirra á vegaslóða í nágrenni Hólahóla á Snæfellsnesinu í vikunni. Innlent 16.4.2022 12:40 „Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. Innlent 13.4.2022 21:17 Samþykkja kauptilboð í Tý og Ægi Ríkiskaup hafa samþykkt kauptilboð í varðskipin Tý og Ægi. Kaupandinn er íslenskur og kaupir hann bæði skipin en nafn hans hefur ekki verið gefið upp. Innlent 11.4.2022 07:38 Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. Innlent 8.4.2022 13:07 Lést í snjóflóðinu í gær Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið. Innlent 8.4.2022 09:58 Allir þrír sem lentu í snjóflóðinu af erlendu bergi brotnir Þrír menn lentu í snjóflóði í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur um klukkan sjö í kvöld. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir. Tveir þeirra eru slasaðir, annar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri og hinir tveir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið. Innlent 7.4.2022 20:13 Sóley ráðin í stöðu aðalsamningamanns í fiskveiðisamningum Sóley Kaldal hefur verið ráðin í stöðu aðalsamningamanns í fiskveiðisamningum hjá matvælaráðuneytinu. Síðustu ár hefur hún leitt alþjóðasamskipti hjá Landhelgisgæslunni. Innlent 1.4.2022 12:58 Þyrlan sótti skíðamann í Karlsárdal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag til að flytja skíðamann sem slasaðist í fjöllunum inn af Karlsá, norðan Dalvíkur. Innlent 30.3.2022 17:25 Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. Innlent 23.3.2022 22:02 Meðferð á dóttur Írisar fjarstýrt frá Reykjavík Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum greinir frá persónulegri reynslu sinni af því þegar nauðsynlegt var að koma dóttur sinni undir læknishendur en það reyndist ekki hlaupið að því. Innlent 22.3.2022 15:10 Þyrlan sótti skipverja sem féll fyrir borð Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum í kvöld eftir að skipverji á íslensku loðnuveiðiskipi rétt fyrir utan Reykjanestá hafði fallið fyrir borð. Innlent 20.3.2022 22:14 Landhelgisgæsluna til Suðurnesja án tafar Vegna hernaðar Rússlands gegn Úkraínu hefur Atlantshafsbandalagið gert viðeigandi ráðstafanir, viðbragðsstaða hefur verið aukin og varnarviðbúnaður styrktur. Skoðun 18.3.2022 10:31 Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. Innlent 14.3.2022 22:08 Ferðamennirnir á leið af Vatnajökli til Reykjavíkur Ferðamennirnir sem leitað var að á Sylgjujökli í vestanverðum Vatnajökli eru komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar heilir á húfi. Hjálparbeiðni barst frá fólkinu um miðjan dag, það hafði fallið í vatn og blotnað og var orðið mjög kalt. Innlent 8.3.2022 17:38 Þyrlan og varðskipið Þór kölluð út til aðstoðar veikum sjómanni Landhelgisgæsla Íslands var í dag kölluð út til aðstoðar grænlensku fiskiskipi, sem var á veiðum djúpt vestur af Ísafjarðardjúpi, vegna veikinda hjá skipverja um borð. Bæði varðskip Gæslunnar og þyrla hennar voru kölluð út. Innlent 7.3.2022 23:37 Landhelgisgæslan sótti alvarlega slasaðan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi til að sækja sjómann sem slasast hafði alvarlega um borð í íslensku fiskiskipi. Skipverjinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Innlent 6.3.2022 21:25 Alvarlegar athugasemdir gerðar við þyrluskutl Gæslunnar með Áslaugu Örnu „Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“ Innlent 25.2.2022 11:14 Freyja dregur norskt loðnuveiðiskip í höfn Varðskipið Freyja hefur síðan í gærkvöld haft norskt loðnuskip í togi sem fékk veiðarfæri í skrúfuna. Innlent 20.2.2022 10:09 Útkall barst gæslunni mínútu eftir að þyrlan tók á loft Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að Gullfossi að sækja slasaðan einstakling. Þyrlan var nýtekin á loft til æfinga þegar útkall barst. Innlent 19.2.2022 17:26 Barnið komið upp úr sprungunni og aðgerðir afturkallaðar Betur fór en á horfðist þegar barn féll í sprungu nærri Hakinu, þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, á öðrum tímanum í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks var kallað út og þyrla Gæslunnar ræst út. Innlent 15.2.2022 13:58 Allir hinir látnu fundnir: Sóttu líkin með kafbáti vegna erfiðra aðstæðna Aðstæður til köfunar í Þingvallavatni þóttu of erfiðar köfurum í dag vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Því var smákafbátur með myndavélabúnaði og griparm notaður til að sækja lík þeirra sem létust í flugslysinu í síðustu viku. Innlent 10.2.2022 17:48 Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. Innlent 10.2.2022 10:48 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 29 ›
Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Innlent 9.5.2022 20:13
Kemur á óvart að ekki hafi skapast neyðarástand „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni," segir formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Sífellt erfiðara er að manna bráðnauðsynlegar vaktir hjá þyrlum gæslunnar, flugmenn hafa verið kjarasamningslausir í tvö og hálft ár. Innlent 8.5.2022 19:55
Mikill viðbúnaður vegna báts sem ekki náðist samband við Töluverður viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslu og björgunarsveitum á norðanverðum Vestfjörðum síðdegis í dag vegna frístundaveiðibáts með sex innanborðs, sem ekki náðist samband við. Innlent 25.4.2022 18:03
Lóðaskiptin handsöluð og Björgunarmiðstöð fram undan Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytis, undirrituðu síðdegis samning um lóð fyrir Björgunarmiðstöð. Innlent 25.4.2022 16:28
Fluttur á Landspítala eftir nauðlendingu á svifdreka Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mann á Landspítala sem nauðlenti á svifdreka nálægt Hlíðarvatni í Selvogi klukkan 13 í dag. Þyrlan var kölluð út með mesta forgangi. Innlent 23.4.2022 14:16
Dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fékk far með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Bíldudal yfir í Stykkishólm í gær. Hann kveðst hafa verið að heimækja embætti dómsmálaráðuneytis á Vestfjörðum og farið yfir á Snæfellsnes í sömu erindagjörðum. Innlent 21.4.2022 13:54
Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. Innlent 21.4.2022 11:00
Fjármálaráðuneytið ráðist gegn flugmönnum Landhelgisgæslunnar Síðan 31. janúar 2019 hafa flugmenn Landhelgisgæslunnar verið án kjarasamnings. Í ályktun frá stéttinni segir að þeir séu nánast í vonlausri stöðu vegna fjármálaráðuneytisins. Innlent 19.4.2022 10:47
Veifuðu í þyrluna og fengu hjálp við að losa bíl Þeir voru heppnir, vegfarendurnir sem höfðu pikkfest bíl þeirra á vegaslóða í nágrenni Hólahóla á Snæfellsnesinu í vikunni. Innlent 16.4.2022 12:40
„Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. Innlent 13.4.2022 21:17
Samþykkja kauptilboð í Tý og Ægi Ríkiskaup hafa samþykkt kauptilboð í varðskipin Tý og Ægi. Kaupandinn er íslenskur og kaupir hann bæði skipin en nafn hans hefur ekki verið gefið upp. Innlent 11.4.2022 07:38
Fjórða alvarlega skíðaslysið á Tröllaskaga á innan við mánuði Slysið sem varð í Svarfaðardal í gær var fjórða alvarlega slysið á Tröllaskaga á innan við mánuði sem tengist skíðamönnum. Björgunarsveitarmaður hvetur skíðamenn til að umgangast svæðið af varkárni. Innlent 8.4.2022 13:07
Lést í snjóflóðinu í gær Karlmaður lést í snjóflóðinu sem féll í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur í gærkvöldi. Þrír lentu í flóðinu en um er að ræða bandaríska ferðamenn sem allir fæddust árið 1988. Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið. Innlent 8.4.2022 09:58
Allir þrír sem lentu í snjóflóðinu af erlendu bergi brotnir Þrír menn lentu í snjóflóði í Svarfaðardal í nágrenni Dalvíkur um klukkan sjö í kvöld. Þeir eru allir af erlendu bergi brotnir. Tveir þeirra eru slasaðir, annar var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri og hinir tveir með sjúkrabílum á sjúkrahúsið. Innlent 7.4.2022 20:13
Sóley ráðin í stöðu aðalsamningamanns í fiskveiðisamningum Sóley Kaldal hefur verið ráðin í stöðu aðalsamningamanns í fiskveiðisamningum hjá matvælaráðuneytinu. Síðustu ár hefur hún leitt alþjóðasamskipti hjá Landhelgisgæslunni. Innlent 1.4.2022 12:58
Þyrlan sótti skíðamann í Karlsárdal Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag til að flytja skíðamann sem slasaðist í fjöllunum inn af Karlsá, norðan Dalvíkur. Innlent 30.3.2022 17:25
Tímasetning heræfingar á Íslandi ekki sögð tengjast Úkraínustríði Herskip frá fimm NATO-ríkjum taka þátt í heræfingunni Norður-Víkingi sem fram fer á Íslandi og í hafinu við landið í fyrri hluta næsta mánaðar. Sérfræðingur um varnarmál telur engar líkur á að æfingin tengist spennu vegna Úkraínustríðsins. Innlent 23.3.2022 22:02
Meðferð á dóttur Írisar fjarstýrt frá Reykjavík Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum greinir frá persónulegri reynslu sinni af því þegar nauðsynlegt var að koma dóttur sinni undir læknishendur en það reyndist ekki hlaupið að því. Innlent 22.3.2022 15:10
Þyrlan sótti skipverja sem féll fyrir borð Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum í kvöld eftir að skipverji á íslensku loðnuveiðiskipi rétt fyrir utan Reykjanestá hafði fallið fyrir borð. Innlent 20.3.2022 22:14
Landhelgisgæsluna til Suðurnesja án tafar Vegna hernaðar Rússlands gegn Úkraínu hefur Atlantshafsbandalagið gert viðeigandi ráðstafanir, viðbragðsstaða hefur verið aukin og varnarviðbúnaður styrktur. Skoðun 18.3.2022 10:31
Ferðamaðurinn að Fjallabaki ófundinn: Þyrlan kölluð út Ferðamaðurinn sem kallaði eftir aðstoð á Mælifellssandi við Fjallabak er enn ófundinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og umfangsmikil leit stendur nú yfir. Innlent 14.3.2022 22:08
Ferðamennirnir á leið af Vatnajökli til Reykjavíkur Ferðamennirnir sem leitað var að á Sylgjujökli í vestanverðum Vatnajökli eru komnir um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar heilir á húfi. Hjálparbeiðni barst frá fólkinu um miðjan dag, það hafði fallið í vatn og blotnað og var orðið mjög kalt. Innlent 8.3.2022 17:38
Þyrlan og varðskipið Þór kölluð út til aðstoðar veikum sjómanni Landhelgisgæsla Íslands var í dag kölluð út til aðstoðar grænlensku fiskiskipi, sem var á veiðum djúpt vestur af Ísafjarðardjúpi, vegna veikinda hjá skipverja um borð. Bæði varðskip Gæslunnar og þyrla hennar voru kölluð út. Innlent 7.3.2022 23:37
Landhelgisgæslan sótti alvarlega slasaðan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi til að sækja sjómann sem slasast hafði alvarlega um borð í íslensku fiskiskipi. Skipverjinn var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Innlent 6.3.2022 21:25
Alvarlegar athugasemdir gerðar við þyrluskutl Gæslunnar með Áslaugu Örnu „Ferðir ráðherra eða annarra einstaklinga með flugvélum, þyrlum eða skipum sem Landhelgisgæslan hefur til umráða, í einkaerindum, eru alvarlega athugunarverðar.“ Innlent 25.2.2022 11:14
Freyja dregur norskt loðnuveiðiskip í höfn Varðskipið Freyja hefur síðan í gærkvöld haft norskt loðnuskip í togi sem fékk veiðarfæri í skrúfuna. Innlent 20.2.2022 10:09
Útkall barst gæslunni mínútu eftir að þyrlan tók á loft Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið að Gullfossi að sækja slasaðan einstakling. Þyrlan var nýtekin á loft til æfinga þegar útkall barst. Innlent 19.2.2022 17:26
Barnið komið upp úr sprungunni og aðgerðir afturkallaðar Betur fór en á horfðist þegar barn féll í sprungu nærri Hakinu, þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, á öðrum tímanum í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks var kallað út og þyrla Gæslunnar ræst út. Innlent 15.2.2022 13:58
Allir hinir látnu fundnir: Sóttu líkin með kafbáti vegna erfiðra aðstæðna Aðstæður til köfunar í Þingvallavatni þóttu of erfiðar köfurum í dag vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Því var smákafbátur með myndavélabúnaði og griparm notaður til að sækja lík þeirra sem létust í flugslysinu í síðustu viku. Innlent 10.2.2022 17:48
Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. Innlent 10.2.2022 10:48