Fjölmiðlar

Fréttamynd

María Sig­rún birtir tölvu­pósta Dags

„Fyrst Dagur hefur birt tölvupóstssamskipti okkar opinberlega er réttast að ég geri það líka,“ segir María Sigrún Hilmarsdóttur fréttakona og birtir skjáskot af tölvupóstsamskiptum sínum og Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldaúrsagnir kvenna úr mann­kyninu

„Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir.

Innlent
Fréttamynd

Á­horf á Euro­vision hríðfellur

Meðaláhorf á fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi var 35 prósent og 56 prósent uppsafnað áhorf. Er það gríðarleg breyting frá áhorfi á undankvöldið sem Ísland tók þátt í í fyrra. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rekstrar­af­koma Sýnar ekki á­sættan­leg

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir rekstrarafkomu félagsins ekki ásættanlega. Hins vegar sé gert ráð fyrir umtalsverðum rekstrarbata á síðari hluta ársins og á því næsta, eftir því sem skipulagsbreytingar nái fram að ganga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti“

Ritstjóri Kastljóss segist hafa farið yfir athugasemdir Reykjavíkurborgar við innslagi þáttarins í gær og að hann sjái engar staðreyndavillur í því. Verið sé að vitna í gögn beint af vef borgarinnar og úr fjárfestakynningu Haga. 

Innlent
Fréttamynd

Segir við­mælendur sitja undir hótunum netaktív­ista

Frosti Logason hlaðvarpsstjóri segir baráttuna gegn ofbeldi hafa snúist upp í ranghverfu sína. Hópar sem hafa látið sig þessi mál varða, netakvívistar á borð við þá sem ráða á för í hópum á borð við „Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu“ stundi það að veitast að viðmælendum hans.

Innlent
Fréttamynd

Yrði gagn­kyn­hneigður maður spurður sömu spurningar?

Formaður Samtakanna '78 segir það áhyggjuefni þegar reynt er að nota kynhneigð forsetaframbjóðanda til að gera hann tortryggilegan. Baldur Þórhallsson var spurður í viðtali í vikunni hvort mynd af honum á stað sem sagður er vera kynlífsklúbbur geti skaðað ímynd forsetaembættisins. 

Innlent
Fréttamynd

Kveikur brennur út

Lengi hefur greinarhöfund grunað að málefni sem tekin eru til meðferðar í Kveik ríkisútvarpsins (RUV ohf.) séu þar vegna persónulegs áhuga forsvarsmanna frekar en fréttagildis. Nefna má að greinarhöfundur hefur ítrekað vakið athygli Kveiksfólksins á örlögum þúsunda sem misstu húseignir sínar í hendur þáverandi Íbúðalánasjóðs og stóðu uppi heimilislaus.

Skoðun
Fréttamynd

Lítils­virðing gagn­vart konum eigi ekki að líðast hjá RÚV

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að Ríkisútvarpið eigi ekki að láta það óátalið að yfirmaður tali til undirmanns síns af lítilsvirðingu gagnvart konum. Þarna vísar hún till máls Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu á RÚV sem hefur verið til mikillar umfjöllunar síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Vill að frétta­stofa RÚV biðji Maríu Sig­rúnu af­sökunar

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. 

Innlent
Fréttamynd

Bak­slag í streymi

Fyrir nokkrum dögum síðan kom út nýr þáttur af hlaðvarpinu Skoðanabræðrum þar sem þeir Bergþór og Snorri Mássynir ræddu við Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, um meðal annars stöðu kynjanna í samfélaginu í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Tíma­skekkja á 21. öldinni

Ég var að lesa grein í Morgunblaðiðinu sem skrifuð var af tveimur mönnum og fjallaði um að konur ættu að vera heima og hugsa um börnin og menn um peningana. Eftir lesturinn kveiknuðu nokkrar hugleiðingar.

Skoðun
Fréttamynd

Karl­remba sé komin í tísku

Kynjafræðingur óttast að karlremba sé komin aftur í tísku. Umræða um að það þyki hugrekki að fara gegn femínistum og hinsegin fólki sé mjög alvarleg. 

Innlent
Fréttamynd

Gefur lítið fyrir út­skýringar frétta­stjórans

María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 

Innlent
Fréttamynd

Mynd ársins af palestínskum flótta­manni

Kjartan Þorbjörnsson og Kristinn Magnússon hlutu í dag verðlaun fyrir mynd ársins og fréttamynd ársins. Tilkynnt var um valið á viðburði í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Þar var á sama tíma opnuð ljósmyndasýning sem stendur opin til 18. maí. 

Lífið