Skipulag

Fréttamynd

Land­eig­endur höfða mál gegn ríkinu vegna Hvammsvirkjunar

Ellefu landeigendur við bakka Þjórsár hafa höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun og freista þess að fá felld úr gildi með dómi leyfi Fiskistofu og heimild Umhverfisstofnunar fyrir Hvammsvirkjun frá því fyrr í þessum mánuði. Hafa þeir fengið flýtimeðferð í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Skólabrú með garði á þakinu „djörf og fersk“ til­laga

Verðlaun í samkeppni um nýjan samþættan leik- og grunnskóla, frístundaheimili og félagsmiðstöð auk nýrrar göngu- og hjólabrúar í Fleyvangi voru veitt í dag. Úti og inni arkitektar í samstarfi við Landform landslagsarkitekta og ONNO hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillöguna Skólabrú. Niðurstaða samkeppninnar verður grunnur að breyttu deiliskipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Önnur sjónar­mið ráði en vilji í­búa

Bæjarstjóri Akraness fagnar áhuga Miðbæjarsamtakanna á að auka líf í miðbænum en ráðhúsið verði ekki fært þangað í þeim tilgangi. Þegar sé búið að ákveða að byggja bæjarskrifstofur á öðrum stað og ráðgert að húsnæðið verði tilbúið eftir fimm ár.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­nota í­þrótta­hús KR á leið í út­boð

Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að hefja útboðsferli vegna byggingar á nýju fjölnota íþróttahúsi KR við Frostaskjól, sem mun bæta æfingaaðstæðu mjög fyrir iðkendur á öllum aldri. Húsið verður alls um 6700 fermetrar og þar af er íþróttasalur um 4400 fermetrar.

Innlent
Fréttamynd

Gerum skipti­stöðina í Mjódd betri

Steinsnar frá mínu æskuheimili er stærsta stætóskiptistöð höfuðborgarsvæðisins, Mjóddin. Lengst af rak Strætó bs. skiptistöðina en árið 2015 tók Reykjavíkurborg, sem eigandi mannvirkisins, við rekstrinum. Síðan þá hefur skiptistöðin hægt og sígandi drabbast niður.

Skoðun
Fréttamynd

Metnaðar­leysi í Mjódd

Aðalskipulag Reykjavíkur AR2040, skilgreinir Mjódd sem eitt skipulagsvæði en reiturinn kallast M12. Við sem sækjum þjónustu í Mjódd tölum um Suður-Mjódd, Mjódd og svo Norður-Mjódd. Í Suður-Mjódd er íþróttasvæði ÍR, íbúðir eldra fólks við Árskóga og nýja svæði Garðheima.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­bygging á Gunnars­hólma og hlut­verk bæjar­full­trúa

Undanfarið hafa birst líflegar umræður í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um viljayfirlýsingu bæjarstjóra Kópavogs og Aflvaka þróunarfélags um samstarf vegna uppbyggingar á Gunnarshólma á allt að 5.000 íbúðum fyrir 60 ára og eldri, öldrunarþjónustu og allt að 1.200 hjúkrunarrýmum.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr Landspítali tekur á sig mynd

Vinna við það að reisa nýja Landspítalann er í fullum gangi, líkt og hún hefur verið síðustu misseri. Unnið er að því að setja útveggina utan á húsnæði meðferðarkjarna og fljótlega verður hafist handa við setja niður lagnir í gólfum inni í húsinu og frágang á þaki.

Innlent
Fréttamynd

Fær sínu fram­gengt í stóra aparólu­málinu á Ísa­firði

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram ný hönnunargögn vegna leikvallar á Eyrartúni. Í nýjum drögum er umdeild aparóla fjær íbúðarhúsum, þvert gegn afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar sveitarfélagsins. Íbúi við hliðina á túninu hafði kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Innlent
Fréttamynd

Bakari hengdur fyrir smið

Sigmar Aron Ómarsson, framkvæmdastjóri óbyggðanefndar, segir misskilnings gæta í umræðunni en talsverð reiði hefur brotist út í garð nefndarinnar eftir að ríkið gerði kröfur í hluta Vestmannaeyja og Grímsey.

Innlent
Fréttamynd

Öruggir inn­viðir sam­fé­lagsins

Samfélag okkar er sífellt háðara tæknilegum innviðum og er þolið gagnvart truflunum í þjónustu sem samfélagið veitir takmarkað. Því þarf að byggja þessa innviði með heildaröryggi samfélagsins í huga og taka tillit til þess við hönnun kerfanna, en einnig við skipulag og landnotkun.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er ó­þarfa tjón“

Jarðeðlisfræðingur segir andvaraleysi hafa ríkt í skipulagsmálum með tilliti til náttúruvár. Til að mynda hefði verið hægt að koma í veg fyrir tjón í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Hvað á að gera við afa?

Undanfarið hefur Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, rekið kynningarherferð á tillögum fjárfesta um nýtt hverfi langt fyrir utan þéttbýlismörk með þeirri aðskilnaðarstefnu að þar eigi eingöngu að hýsa eldra fólk. Tillagan er kynnt undir því yfirskini að vera uppbygging á lífsgæðakjarna en um það bil allt við tillöguna er á skjön við þá hugmyndafræði.

Skoðun
Fréttamynd

Kafa ofan í „stóra bíla­stæða­málið“

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir borgarstjórn hafa ákveðið að leggjast heildstætt yfir verklag við útgáfu sekta vegna stöðubrota í Reykjavík. Nýlega var kona sektuð fyrir að leggja í innkeyrslu á eigin lóð. 

Innlent
Fréttamynd

Hlemmur gjör­breytist í sumar

Bílaniður víkur fyrir taktföstum skrefum og mannlífsins hljómi - ómi hjarta Hlemmtorgsins sem fær loksins að slá. Þannig kemst borgarfulltrúi Pírata að orði um breytingar á Hlemmi sem verða að veruleika í sumar. Strætó kveður Hlemm með breytingunum og ekki verða almenningssamgöngur þar fyrr en Borgarlínan leggur í hann.

Innlent
Fréttamynd

Fengu af­sökunar­beiðni og sektin verður endur­greidd

Reykjavíkurborg hefur viðurkennt að mistök hafi verið gerð þegar íbúi við Frakkastíg var sektaður fyrir að leggja í eigin innkeyrslu. Dóttir íbúans segir Bílastæðasjóð þurfa að hafa á hreinu fyrir hvað eigi að sekt og hvað ekki.

Innlent
Fréttamynd

Engin moska við Suður­lands­braut?

Útlit er fyrir að umdeildar fyrirætlanir um að reisa mosku við Suðurlandsbraut verði að engu en frestur Félags múslima á Íslandi til að byggja á umræddri lóð rennur út í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Má ekki lengur leggja á eigin lóð

Nokkrir íbúar í miðbæ Reykjavíkur eru ósáttir við að fá ekki lengur að leggja í stæði á einkalóðum sínum. Borgin segir stæðin ólögleg. Þegar nágrannar kvarti svo yfir því að lagt sé í stæðin, sé ekkert annað í stöðunni en að sekta.

Innlent
Fréttamynd

Virkjanir í Ölfusi og hags­munir Hver­gerðinga

Á síðasta ári lýsti Sveitarfélagið Ölfus yfir áformum um að reisa virkjun inni í Ölfusdal fyrir ofan Hveragerði í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og nýtt orkufyrirtæki sveitarfélagsins, Títan. Í nóvember síðastliðnum blésu þessir aðilar svo til fréttamannafundar með umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra um þessi áform.

Skoðun