Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar 17. september 2025 14:01 Um helgina voru Emmy verðlaunin afhent og athygli vakti þegar framleiðandinn Lorne Michaels, tók við verðlaunum fyrir þáttaröð sína Saturday Night Life, en hafði áður fengið verðlaun fyrir þessa sömu þáttaröð árið 1975, eða fyrir fimmtíu árum síðan. Þetta segir manni að fimmtíu ár eru allt í senn langur tími og stuttur tími, en mörgum sem komin eru til efri ára finnst ekkert endilega svo langt liðið frá þessu stofnári Microsoft og árinu þegar fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn. Það er því freistandi að horfa fram á við og velta næstu fimmtíu árum fyrir sér. Og það er hægt að gera þá æfingu fyrir ýmsa hluti, bæði land og þjóð. En af því við búum í auknum mæli í heimi sem einkennist af borgarsamfélögum er áhugavert að velta því upp, hvernig verður höfuðborgin okkar eftir fimmtíu ár? Og hvernig er best að búa sig undir framtíðina? Eins erfitt og það er að vera spámaður í eigin föðurlandi er hægt að slá upp ýmsu sem gefnum hlut. Miðað við þróun í íbúasamsetningu eru t.d. líkur á að höfuðborgarbúar verði almennt eldri en þeir eru í dag, en við eignumst æ færri börn á sama tíma og það fjölgar hlutfallslega meira í efri aldurshópum. Við munum því í enn meiri mæli þurfa að huga að húsnæði sem hentar eldri aldurshópum og þjónustu við þá. Og miðað við tækniframþróun er líklegt að vélvæðingin muni í auknum mæli koma að notum þar, með t.d. vélmennum sem hugsanlega verða sum hver ansi lík okkur mannfólkinu í formi og hegðun. En vegna þessarar þróunar er mikilvægt að nýtt húsnæði og eins samgönguskipulag hugi að þörfum fólks sem býr við skerta sjón, heyrn, hreyfigetu og færni almennt. En íbúafjöldinn mun í heild vaxa og m.v. mannfjöldaspá má reikna með að íbúar á því sem er í dag kallað höfuðborgarsvæðið verði kominn upp undir hálfa milljón eftir fimmtíu ár, eða um 200 þúsund fleiri en í dag. Þetta fólk þarf að hýsa, og af því að í framtíðinni munu færri búa í hverju heimili mun þurfa hlutfallslega fleiri íbúðir, en líklega eitthvað minni íbúðir, en hingað til. Svo mun þurfa meira húsnæði undir fyrirtæki, verslanir og þjónustu, þótt þörfin fyrir það verði ekki í sama mæli og hingað til, enda er tæknin sífellt að draga úr þörfinni fyrir slíkt húsnæði. Ekki mun þurfa að byggja hlutfallslega jafn marga grunnskóla fyrir þessa íbúa og áður og það getur reynst erfitt að halda úti sumum af þeim grunnskólum sem eru til staðar í dag vegna hækkandi aldurs borgarbúa. Og hvar verður hin nýja byggð? Eftir fimmtíu ár verður líkast til búið að fullnýta flesta möguleika til þéttingar byggðar og nýbyggingarhverfi innan núverandi vaxtarmarka, eins og á Blikastöðum, í Garðaholti, á Keldum, í Höllum og Vatnsendahlíð. En ekki er víst að öll þessi svæði dugi til, og því ekki ólíklegt að farið verði að huga að byggð á svæðum fjær byggð, og þá eru svæðin norðan borgarinnar á t.d. Álfsnesi og Geldinganesi líkleg til að koma til skoðunar, ekki síst ef loks tekst að reisa hina langþráðu Sundabraut á næstu fimmtíu árum. En aldrei segja aldrei. Eins er líklegt að þrætueplið í Vatnsmýrinni hafi verið tekið undir byggð líka, enda fyrirséðar breytingar í flugtækni, skipulagi sjúkraflugs, betri bráða- og skurðþjónusta á landsbyggðinni og auknar kröfur um meiri kyrrð í þéttbýli á næstu fimmtíu árum. Líkast til verður búinn til nýr innanlandsflugvölllur af hóflegri stærð fyrir litlar og millistórar flugvélar, þyrlur og flygildi nærri höfuðborginni, enda henta þau ekki á Keflavíkurflugvelli vegna þotuumferðar. Undir slíkan völl koma nokkrir staðir til greina. Og talandi um brautir og vegi, áfram munu íbúar höfuðborgarinnar þurfa að ferðast um borgina dags daglega, þrátt fyrir þá byltingu á sviði samskipta á internetinu sem orðið hefur, að því gefnu að við verðum áfram upp til hópa félagsverur sem vilji umgangast hvort annað. Ef vel tekst til með borgarlínu og betra stígakerfi mun fólk vonandi eiga enn frekar kost á að ferðast milli staða öðruvísi en á eigin bíl, og má telja það mjög mikilvæga þróun til að höfuðborgin kafni ekki um of í bílaumferð. Önnur þróun s.s. aukin sjálfvirkni, sjálfakandi bílar og deilibílatækni mun líklega leggja lóð á vogarskálarnar fyrir bættum samgöngum á næstu fimmtíu árum. Og þau sem aka munu gera það í meiri mæli undir yfirborðinu, í nýjum mannvirkjum á borð við Miklugöng. Ný fyrirtæki munu spretta upp og önnur deyja út. Íslenskt Google? Hver veit. Og fólkið og menningin munu sjálfagt halda áfram að taka breytingum. Vonandi verður áfram eftirsóknarvert að flytja hingað búferlum og fólk af erlendu bergi brotið mun áfram halda áfram að auðga þá menningu sem fyrir er. Eins munu Íslendingar sem dvelja erlendis og flytja heim færa okkur góðar hugmyndir og því betur sem við stöndum okkur í að gera frábæra borg þeim mun fleiri munu kjósa að flytja heim eftir dvöl og nám erlendis. Og að lokum. Mun höfuðborgin verða bara Reykjavík? Eða kannski Reykjavík og hin sveitarfélögin? Munu þau sameinast í auknum mæli á næstu fimmtíu árum? Það hlýtur að teljast líklegt að til komi einhverra sameininga á þessum árum enda byggðin orðin meira og minna samgróin. Hitt gæti gerst, verði ekki af sameiningum, að núverandi svæðisskipulagsstig verði eflt og jafnvel búið til embætti höfuðborgarstjóra líkt og stundum er gert í borgum sem eru mörg sveitarfélög, til að auka samþættingu og bæta gæði skipulags og uppbyggingar. Ungt fólk með póltískan fiðring í maganum og áhuga á borgarmálum gætu séð slíkt embætti með glýju í augunum. Höfundur er skipulagsverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Reykjavík Samúel Torfi Pétursson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Um helgina voru Emmy verðlaunin afhent og athygli vakti þegar framleiðandinn Lorne Michaels, tók við verðlaunum fyrir þáttaröð sína Saturday Night Life, en hafði áður fengið verðlaun fyrir þessa sömu þáttaröð árið 1975, eða fyrir fimmtíu árum síðan. Þetta segir manni að fimmtíu ár eru allt í senn langur tími og stuttur tími, en mörgum sem komin eru til efri ára finnst ekkert endilega svo langt liðið frá þessu stofnári Microsoft og árinu þegar fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn. Það er því freistandi að horfa fram á við og velta næstu fimmtíu árum fyrir sér. Og það er hægt að gera þá æfingu fyrir ýmsa hluti, bæði land og þjóð. En af því við búum í auknum mæli í heimi sem einkennist af borgarsamfélögum er áhugavert að velta því upp, hvernig verður höfuðborgin okkar eftir fimmtíu ár? Og hvernig er best að búa sig undir framtíðina? Eins erfitt og það er að vera spámaður í eigin föðurlandi er hægt að slá upp ýmsu sem gefnum hlut. Miðað við þróun í íbúasamsetningu eru t.d. líkur á að höfuðborgarbúar verði almennt eldri en þeir eru í dag, en við eignumst æ færri börn á sama tíma og það fjölgar hlutfallslega meira í efri aldurshópum. Við munum því í enn meiri mæli þurfa að huga að húsnæði sem hentar eldri aldurshópum og þjónustu við þá. Og miðað við tækniframþróun er líklegt að vélvæðingin muni í auknum mæli koma að notum þar, með t.d. vélmennum sem hugsanlega verða sum hver ansi lík okkur mannfólkinu í formi og hegðun. En vegna þessarar þróunar er mikilvægt að nýtt húsnæði og eins samgönguskipulag hugi að þörfum fólks sem býr við skerta sjón, heyrn, hreyfigetu og færni almennt. En íbúafjöldinn mun í heild vaxa og m.v. mannfjöldaspá má reikna með að íbúar á því sem er í dag kallað höfuðborgarsvæðið verði kominn upp undir hálfa milljón eftir fimmtíu ár, eða um 200 þúsund fleiri en í dag. Þetta fólk þarf að hýsa, og af því að í framtíðinni munu færri búa í hverju heimili mun þurfa hlutfallslega fleiri íbúðir, en líklega eitthvað minni íbúðir, en hingað til. Svo mun þurfa meira húsnæði undir fyrirtæki, verslanir og þjónustu, þótt þörfin fyrir það verði ekki í sama mæli og hingað til, enda er tæknin sífellt að draga úr þörfinni fyrir slíkt húsnæði. Ekki mun þurfa að byggja hlutfallslega jafn marga grunnskóla fyrir þessa íbúa og áður og það getur reynst erfitt að halda úti sumum af þeim grunnskólum sem eru til staðar í dag vegna hækkandi aldurs borgarbúa. Og hvar verður hin nýja byggð? Eftir fimmtíu ár verður líkast til búið að fullnýta flesta möguleika til þéttingar byggðar og nýbyggingarhverfi innan núverandi vaxtarmarka, eins og á Blikastöðum, í Garðaholti, á Keldum, í Höllum og Vatnsendahlíð. En ekki er víst að öll þessi svæði dugi til, og því ekki ólíklegt að farið verði að huga að byggð á svæðum fjær byggð, og þá eru svæðin norðan borgarinnar á t.d. Álfsnesi og Geldinganesi líkleg til að koma til skoðunar, ekki síst ef loks tekst að reisa hina langþráðu Sundabraut á næstu fimmtíu árum. En aldrei segja aldrei. Eins er líklegt að þrætueplið í Vatnsmýrinni hafi verið tekið undir byggð líka, enda fyrirséðar breytingar í flugtækni, skipulagi sjúkraflugs, betri bráða- og skurðþjónusta á landsbyggðinni og auknar kröfur um meiri kyrrð í þéttbýli á næstu fimmtíu árum. Líkast til verður búinn til nýr innanlandsflugvölllur af hóflegri stærð fyrir litlar og millistórar flugvélar, þyrlur og flygildi nærri höfuðborginni, enda henta þau ekki á Keflavíkurflugvelli vegna þotuumferðar. Undir slíkan völl koma nokkrir staðir til greina. Og talandi um brautir og vegi, áfram munu íbúar höfuðborgarinnar þurfa að ferðast um borgina dags daglega, þrátt fyrir þá byltingu á sviði samskipta á internetinu sem orðið hefur, að því gefnu að við verðum áfram upp til hópa félagsverur sem vilji umgangast hvort annað. Ef vel tekst til með borgarlínu og betra stígakerfi mun fólk vonandi eiga enn frekar kost á að ferðast milli staða öðruvísi en á eigin bíl, og má telja það mjög mikilvæga þróun til að höfuðborgin kafni ekki um of í bílaumferð. Önnur þróun s.s. aukin sjálfvirkni, sjálfakandi bílar og deilibílatækni mun líklega leggja lóð á vogarskálarnar fyrir bættum samgöngum á næstu fimmtíu árum. Og þau sem aka munu gera það í meiri mæli undir yfirborðinu, í nýjum mannvirkjum á borð við Miklugöng. Ný fyrirtæki munu spretta upp og önnur deyja út. Íslenskt Google? Hver veit. Og fólkið og menningin munu sjálfagt halda áfram að taka breytingum. Vonandi verður áfram eftirsóknarvert að flytja hingað búferlum og fólk af erlendu bergi brotið mun áfram halda áfram að auðga þá menningu sem fyrir er. Eins munu Íslendingar sem dvelja erlendis og flytja heim færa okkur góðar hugmyndir og því betur sem við stöndum okkur í að gera frábæra borg þeim mun fleiri munu kjósa að flytja heim eftir dvöl og nám erlendis. Og að lokum. Mun höfuðborgin verða bara Reykjavík? Eða kannski Reykjavík og hin sveitarfélögin? Munu þau sameinast í auknum mæli á næstu fimmtíu árum? Það hlýtur að teljast líklegt að til komi einhverra sameininga á þessum árum enda byggðin orðin meira og minna samgróin. Hitt gæti gerst, verði ekki af sameiningum, að núverandi svæðisskipulagsstig verði eflt og jafnvel búið til embætti höfuðborgarstjóra líkt og stundum er gert í borgum sem eru mörg sveitarfélög, til að auka samþættingu og bæta gæði skipulags og uppbyggingar. Ungt fólk með póltískan fiðring í maganum og áhuga á borgarmálum gætu séð slíkt embætti með glýju í augunum. Höfundur er skipulagsverkfræðingur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun