Framsóknarflokkurinn

Fréttamynd

Ágreiningurinn ekki úr sögunni

Kristinn H. Gunnarsson segir allan skoðanaágreining ekki úr sögunni þótt hann tæki aftur sæti í sjávarútvegsnefnd og umhverfisnefnd fyrir hönd Framsóknarflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 200 nýskráningar í Framsókn

Á annað hundrað manns skráðu sig í Framsóknarflokkinn í Kópavogi í dag og er búist við átakafundi hjá félagi Framsóknarmanna í bæjarfélaginu í kvöld. Það er best fyrir flokkinn að leggja niður deilur og láta komandi flokksþing einkennast af sáttum, segir aðstoðarmaður Halldórs Ágrímssonar.

Innlent
Fréttamynd

Árni í formannsframboð?

Háværar raddir eru uppi innan Framsóknarflokksins um að Árni Magnússon félagsmálaráðherra muni bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu sem haldið verður í lok þessa mánaðar. 

Innlent
Fréttamynd

Sagði sig úr Samfylkingunni

Aðalheiður Sigursveinsdóttir, sem kjörin var í stjórn Freyju, félags Framsóknarkvenna í Kópavogi, í síðustu viku sagði sig úr Samfylkingunni sama dag og hún var kjörin í stjórn Framsóknarfélagsins. 

Innlent
Fréttamynd

Upplýst samþykki fyrir líffæragjöf

Samband ungra framsóknarmanna skorar á Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra að skoða hvort hægt sé að útbúa upplýst samþykki landsmanna fyrir líffæragjöf. Benda ungir framsóknarmenn sérstaklega á framkvæmd sem tíðkast í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna þar sem tekið er fram á ökuskírteini viðkomandi hvort líffæragjöf er samþykkt eður ei.

Innlent
Fréttamynd

Átök innan Framsóknar halda áfram

Átök innan Framsóknarflokksins halda áfram, enda aðeins rúmar þrjár vikur í landsfund flokksins. Gera þurfti hlé á fundi Ungra framsóknarmanna í Kópavogi í gærkvöldi eftir að deilur spruttu upp vegna fjörutíu nýskráninga í félagið fyrir fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Maraþonátök í Framsóknarflokknum

Átökin í Framsóknarflokknum eru til tveggja ára því flokksmenn telja að þá muni Halldór Ásgrímsson hætta í stjórnmálum. Árni Magnússon ætlar sér formannsstólinn og hefur hafið valdatafl þar sem hver leikur skiptir máli. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Óskar eftir uppgjöri í framsókn

Fylkingarnar tvær innan Framsóknarflokksins takast á um völd innan flokksins. Formaður Félags framsóknarmanna í Bolungarvík vonar að til uppgjörs komi á flokksþingi svo hægt sé að byrja upp á nýtt. Hann segir mikla óánægju meðal flokksmanna, ekki síst á landsbyggðinni. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hallarbyltingu afstýrt

Páli Magnússyni varaþingmanni tókst að afstýra því að andstæðingar hans næðu völdum í Félagi ungra framsóknarmanna í Kópavogi á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. </font />

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarkonur á rökstólum

Konur í Landssambandi framsóknarkvenna, með Siv Friðleifsdóttur, ritara Framsóknarflokksins, fremsta í flokki, sitja nú á fundi til að ræða meðal annars nýjustu hræringar innan flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Framsóknarmenn ræna kvenfélögum

Framsóknarkonur saka hver aðra um baktjaldamakk og karlar innan flokksins eru sagðir ræna kvenfélögum í valdabrölti sínu. Það vantar upp á að flokksforystan styðji við bakið á konum, segir jafnréttisfulltrúi flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Rangt hjá Siv

Fulltrúar meirihluta í stjórn Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, segja rangt sem Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir á heimasíðu sinni að fundarkonur á fundi félagsins í gær hafi sjálfar tekið þátt í að kjósa sig inn í félagið.

Innlent
Fréttamynd

Hörð valdabarátta innan Framsóknar

Formaður Landssambands framsóknarkvenna, Una María Óskarsdóttir, var felld úr stjórn Félags framsóknarkvenna í Kópavogi í gær. Innanbúðarmenn segja að í stjórnarkjöri kvenfélagsins kristallist hörð valdabarátta innan flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningurinn stefnubreyting

Halldór Ásgrímsson hafði lýst afdráttarlausri afstöðu ríkisstjórnarinnar varðandi Írak á fundi mánuði fyrir innrás. Þar sagði hann að ef til aðgerða gegn Írak kæmi, yrðu þær einungis gerðar með samþykki öryggisráðsins. Annað kom á daginn. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ummæli um Írak stangast á

Samkvæmt forsætisráðherra hafði Íraksmálið ekki verið rætt í ríkisstjórn viku áður en ákvörðunin um stuðninginn við innrásina í Írak var tekin. Þingmenn Framsóknarflokksins greinir á um hvort Íraksmálið hafi verið rætt í þingflokknum eða ekki. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Evrópumálin verða stærsta verkefnið næstu 5 til 10 árin

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, útilokar ekki aðild að Evrópusambandinu. Í ítarlegu viðtali segir hann Samfylkinguna hafa glutrað niður möguleika á stjórnarþátttöku í síðustu kosningabaráttu. Hann gagnrýnir sjálfstæðismenn fyrir framkomu sína við forseta Íslands og segir Íslendingum ekki geðjast að Bush Bandaríkjaforseta.

Innlent
Fréttamynd

Guðni segir slag óheppilegan

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að átök um embættið á flokksþingi í næsta mánuði væru óheppileg. Hann segist þó ekki óttast mótframboð.

Innlent
Fréttamynd

Alfreð segist ekki hætta

Alfreð Þorsteinsson segir kröfu um að hann víki vegna langs aldurs í pólitík út í hött og bendir á að hann hafi verið álíka lengi að og Halldór Ásgrímsson. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Söfnuður stýri ekki Framsókn

Alfreð Þorsteinsson er harðorður í garð flokksbræðra sinna sem gagnrýna borgarfulltrúa flokksins. Formaður Framsóknarfélags vill nýja forystu en Alfreð segir hreinar línur að Hvítasunnusöfnuðurinn eigi ekki að stjórna flokknum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Niðurskurður umdeildur í Framsókn

Þingflokkur Framsóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Talið er að málið sé umdeilt innan flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Greiddu fyrir vegtyllurnar

Framsóknarmenn sem fengu störf í gegnum flokkinn létu hluta launa sinna renna til flokksins til að greiða skuldir í fjögur ár á tímabilinu 1992 til 2000. Engu máli skipti hvers konar störf það voru. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Framlög halda uppi flokksstarfinu

Allir sem eru í bæjarráði, bæjarstjórn eða nefndastörfum á vegum Framsóknarflokksins í Garðabæ og Mosfellsbæ láta hluta af launum sínum renna til flokksfélagsins í bænum og svo hefur verið lengi.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn of hógvær segir Hjálmar

Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, bendir á að fáir taki afstöðu í könnun Fréttablaðsins. "Reynsla okkar framsóknarmanna er að við eigum mikið inni. Flokksmenn eru hógværir og gefa stundum ekki upp afstöðu sína."

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir á flugi

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins myndu Vinstri grænir rúmlega tvöfalda fylgi sitt ef boðað væri nú til kosninga. Helmingur þingmanna Frjálslynda flokksins myndi hins vegar falla af þingi. Fylgi Samfylkingar eykst frá síðustu könnun, en fylgi stjórnarflokkanna dalar.

Innlent
Fréttamynd

Framsókn slíðri sverðin

Fulltrúar á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, sem haldið var í Borgarnesi um helgina, hvöttu þingflokkinn til að slíðra sverðin. Í ályktun þingsins segir að þingflokkurinn sé hvattur til að leysa þann ágreining sem uppi hafi verið innan hans þannig að allir þingmenn flokksins hafi eðlilega aðstöðu til starfa.

Innlent
Fréttamynd

Sáttatónn í þingflokki Framsóknar

Framsóknarmenn á kjördæmisþingi í Norðvesturkjördæmi sem fór fram í Borgarnesi í gær hvöttu þingflokk framsóknarmanna til að leysa ágreining sem uppi hefur verið innan hans. Þingflokkur ákvað við upphaf þings í haust að kjósa Kristin H. Gunnarsson í engar þingnefndir fyrir hönd flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Flokkurinn leysi ágreininginn

Kjördæmisþing framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi hvetur þingflokkinn til að leysa þann ágreining sem uppi hefur verið innan hans þannig að allir þingmenn flokksins hafi eðlilega aðstöðu til starfa. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á kjördæmisþinginu í Borgarnesi í dag með lófataki.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur getur starfað áfram

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir Þórólf Árnason hafa staðið sig vel í embætti borgarstjóra og hefur fulla trú á því að hann geti sinnt starfinu áfram. Hann segir Þórólf ekki pólitískan borgarstjóra og að þeir sem hafi ráðið hann til starfa beri hina pólitísku ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Verður ekki hrakinn úr flokknum

Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður segist ekki láta hrekja sig úr Framsóknarflokknum. Sjónarmið hans eigi hljómgrunn innan flokksins. Tólf framsóknarfélag í norðvesturkjördæmi af tuttugu og sex hafa harmað í ályktunum þá stöðu sem er uppi innan flokksins eftir að Kristni var vikið úr öllum þingnefndum flokksins.

Innlent