Björgvin vonarstjarna Framsóknar í borginni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 13:41 Björgvin ásamt konu sinni og börnum. Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta ætlar að gefa kost á sér í fyrsta til annað sæti hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en fram hafði komið að hann lægi undir feldi og íhugaði að bjóða fram krafta sína. „Ég ætla að taka slaginn og hef formlega sóst eftir 1.-2. sæti hjá Framsókn í Reykjavík,“ segir Björgvin. Hann langi að taka ábyrgð á því að gæta velferðar barna og annara viðkvæmra hópa í samfélaginu. „Að auki þá hafa málefni barna snertiflöt við nánast allan rekstur borgarinnar og mynda einn helsta útgjaldalið sveitarfélagins. Börn eru ekki með kosningarétt og þeim sem stjórna er falið mjög mikilvægt hlutverk sem snýr að velferð barna. Það má gera betur þegar kemur að því að forgangsraða réttindum og velferð barna með sýnilegri stefnumótun og ákvörðunartöku. Það er kominn tími á að við jöfnum leikinn og að allir fái jöfn tækifæri. Íþróttirnar björguðu mér og er það minn draumur að heyra fleiri og fleiri börn segja að skólinn hafi bjargað þeim.“ Með þeirri ákvörðun að fara í framboð fylgi hann hjartanu og sinni ástríðu. „Ástæða þess að ég hef verið að notast við orðavalið „borgarstjóraefni“ er til að gera fólki grein fyrir þeirri trú sem ég hef á Framsókn fyrir þessar kosningar og vil ég vera hluti af þeirri vegferð, hvort sem það væri að leiða flokkinn eða í öðru sæti á lista. Ég tel að í hvoru sætinu sem er geti ég orðið sá leiðtogi innan kerfisins sem að ég tel að borgin og börnin þurfi á að halda. Börnin okkar eiga að fá hásætið næstu 4 árin og við þurfum öll að taka þátt í að hlúa að þeim.“ Framsóknarflokkurinn galt afhroð í síðustu borgarstjórnarkosningum og náði engum manni inn. Flokkurinn ætlar sér stærri hluti í komandi kosningum en Framsókn var að margra mati sigurvegarinn í Alþingiskosningunum í haust. Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Björgvin Páll veltir borgarstjórastólnum fyrir sér Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, veltir fyrir sér hvort hann vilji verða borgarstjóraefni Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann spyr sjálfan sig og aðra: Er ég efni í næsta borgarstjóra í Reykjavík? 3. febrúar 2022 10:20 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
„Ég ætla að taka slaginn og hef formlega sóst eftir 1.-2. sæti hjá Framsókn í Reykjavík,“ segir Björgvin. Hann langi að taka ábyrgð á því að gæta velferðar barna og annara viðkvæmra hópa í samfélaginu. „Að auki þá hafa málefni barna snertiflöt við nánast allan rekstur borgarinnar og mynda einn helsta útgjaldalið sveitarfélagins. Börn eru ekki með kosningarétt og þeim sem stjórna er falið mjög mikilvægt hlutverk sem snýr að velferð barna. Það má gera betur þegar kemur að því að forgangsraða réttindum og velferð barna með sýnilegri stefnumótun og ákvörðunartöku. Það er kominn tími á að við jöfnum leikinn og að allir fái jöfn tækifæri. Íþróttirnar björguðu mér og er það minn draumur að heyra fleiri og fleiri börn segja að skólinn hafi bjargað þeim.“ Með þeirri ákvörðun að fara í framboð fylgi hann hjartanu og sinni ástríðu. „Ástæða þess að ég hef verið að notast við orðavalið „borgarstjóraefni“ er til að gera fólki grein fyrir þeirri trú sem ég hef á Framsókn fyrir þessar kosningar og vil ég vera hluti af þeirri vegferð, hvort sem það væri að leiða flokkinn eða í öðru sæti á lista. Ég tel að í hvoru sætinu sem er geti ég orðið sá leiðtogi innan kerfisins sem að ég tel að borgin og börnin þurfi á að halda. Börnin okkar eiga að fá hásætið næstu 4 árin og við þurfum öll að taka þátt í að hlúa að þeim.“ Framsóknarflokkurinn galt afhroð í síðustu borgarstjórnarkosningum og náði engum manni inn. Flokkurinn ætlar sér stærri hluti í komandi kosningum en Framsókn var að margra mati sigurvegarinn í Alþingiskosningunum í haust.
Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Björgvin Páll veltir borgarstjórastólnum fyrir sér Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, veltir fyrir sér hvort hann vilji verða borgarstjóraefni Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann spyr sjálfan sig og aðra: Er ég efni í næsta borgarstjóra í Reykjavík? 3. febrúar 2022 10:20 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Björgvin Páll veltir borgarstjórastólnum fyrir sér Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, veltir fyrir sér hvort hann vilji verða borgarstjóraefni Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann spyr sjálfan sig og aðra: Er ég efni í næsta borgarstjóra í Reykjavík? 3. febrúar 2022 10:20