Framsóknarflokkurinn

Fréttamynd

Gleymdu lögum um þjóðaratkvæði

„Ég er að leggja þetta fram til að þjóðin fái að segja álit sitt á málinu,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sjö þingmanna úr öllum flokkum nema Samfylkingu um þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Guðni sakar Hjálmar um að ganga á bak orða sinna

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins og landbúnaðarráðherra, segir framboð Hjálmars Árnasonar í fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Guðni sakar Hjálmar um að hafa gengið á bak orða sinna því fyrir um mánuði hafi hann lýst yfir stuðningi við Guðna í fyrsta sæti.

Innlent
Fréttamynd

Hjálmar vill standa í brúnni

Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir engan eiga neitt í pólitík og því líti hann ekki á sem svo að hann sé að fara gegn Guðna í prófkjöri framsóknarmanna í Suðurkjördæmi. Hann sé búinn að vera fyrsti stýrimaður í tólf ár og vilji nú athuga hvort að fyrsti stýrimaður fái ekki að fara eins og einn róður.

Innlent
Fréttamynd

Hjálmar Árnason fer gegn Guðna Ágústssyni

Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram gegn Guðna Ágústssyni, varaformanni flokksins, í efsta sætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Þetta kom fram á vef Víkurfrétta nú laust fyrir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Telur að fylgi Framsóknarflokksins muni dala

Fylgi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi mun dala í kjölfar niðurstöðu prófkjörsins, segir Kristinn H. Gunnarsson sem féll niður í þriðja sætið í prófkjörinu í gær. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sigraði og hlaut fyrsta sætið en Herdís Sæmundsdóttir fékk annað sætið.

Innlent
Fréttamynd

Samúel Örn í 2. sæti í Kraganum

Samúel Örn Erlingsson íþróttafréttamaður fékk langflest atkvæði í annað sætið á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi á aukakjördæmisþingi framsóknarfélaganna á Seltjarnarnesi nú fyrir hádegi. Una María Óskarsdóttir verður í þriðja sæti eins og fyrir síðustu kosningar og Gísli Tryggvason í því fjórða.

Innlent
Fréttamynd

Úrslit væntanleg úr fjórum prófkjörum um helgina

Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi eru haldin í dag og úrslit í póstkosningu í Norðausturkjördæmi verða tilkynnt. Auka kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi verður einnig haldið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Harðarson stefnir á 2. sæti

Bjarni Harðarson, fyrrverandi ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins og væntalegur bóksali á Selfossi, hefur aðkveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi vegna komandi kosninga til Alþingis. fréttavefurinn sudurland.is greinir frá.

Innlent
Fréttamynd

Stóriðjustefna eða ekki?

Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir vel koma til greina að reisa þrjú ný álver á næstunni og greiða fyrir framkvæmdum í Helguvík. Í sumar sagði hann hins vegar að stjórnvöld hefðu í raun enga stóriðjustefnu.

Innlent
Fréttamynd

Hefur afsalað sér þingmennsku

Halldór Ásgrímsson, 7. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, afsalaði sér þingmennsku með bréfi til forseta Alþingis í dag. Halldór hefur setið á þingi frá árinu 1974 til þessa dags, ef undan er skilið tímabilið nóvember til desember 1978 en þá var hann varaþingmaður Austrulandskjördæmis Sæunn Stefánsdóttir, nýkjörinn ritari Framsóknarflokksins tekur sæti Halldórs Ásgrímssonar á Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Trúnaðarbestur milli Valgerðar og Alþingis

"Það getur komið til þess að ráðherra sé ekki sætt," sagði Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Fréttavikunni á NFS. Kristinn vísaði þar til Valgerðar Sverrisdóttur, flokkssystur sinnar og fyrrverandi iðnaðarráðherra. Til umfjöllunar var greinargerð Gríms Björnssonar, jarðeðlisfræðings um Kárahnjúkavirkjun og meðferð þeirra upplýsinga sem þar koma fram.

Innlent
Fréttamynd

Oftrú á samstarfinu við Bandaríkin voru mistök

Halldór Ásgrímsson, fráfarandi formaður Framsóknarflokksins segir mikið starf framundan í öryggis- og varnarmálum. Þar sem Bandaríkjamenn hafi ákveðið einhliða að fara með allt sitt lið og búnað frá Íslandi, þurfi Íslendingar að styrkja samband sitt við Evrópu. Sjálfstæðiflokkurinn hafi farið fremst þeirra sem hafa haft oftrú á samstarfinu við Bandaríkin og skynsamir menn á þeim bæ hljóti að sjá að nú þarf að skoða margt í nýju ljósi.

Innlent
Fréttamynd

Kristinn H. vill í ritaraembættið

Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarflokksins gefur kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins. Þar með hafa þrír lýst yfir vilja til að gegna embætti ritara flokksins en ný forysta verður kjörin á flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi. Auk Kristins hafa Birkir Jón Jónsson þingmaður og Haukur Logi Karlsson formaður SUF gefið kost á sér í embættið.

Innlent
Fréttamynd

Halldór ekki á leið í Seðlabankann

Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra segist ekki á leið í Seðlabankann nú þegar hann segir skilið við stjórnmálin. Halldór lét af ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og hyggst segja af sér þingmennsku að loknu flokksþingi Framsóknarflokksins í ágúst. Halldór segir óráðið hvað taki við eftir það.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert liggur fyrir um afsögn mína

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stundu að ekkert liggi fyrir um afsögn hans. Guðni segir að hann hafi á fundi með forsætisráðherra og hans nánustu samstarfsmönnum fallist á ákveðnar tillögur sem miðuðu að því að ný forysta tæki við flokknum strax í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Hyggst draga sig í hlé frá stjórnmálum

Halldór Ásgrímsson tilkynnti nú fyrir stundu að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé frá amstri stjórnmálanna. Hann hyggst segja af sér forsætisráðherraembætti en mun sitja áfram sem formaður Framsóknarflokksins fram að flokksþingi í haust. Hann mun ekki sækjast eftir endurkjöri. Jafnframt mun Guðni Ágústsson víkja úr stjórn flokksins á sama tíma.

Innlent
Fréttamynd

Segja Finn ekki vera lausn fyrir Framsókn

Það væri heimskulegt fyrir Framsóknarflokkinn að gera Finn Ingólfsson að formanni, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna segir slíkan leik vondan fyrir Framsókn sem þegar hafi orð á sér fyrir að vera hagsmunaklíka, en ekki stjórnmálaflokkur.

Innlent
Fréttamynd

Nýr bæjarstjóri á Hornafirði

Hjalti Þór Vignisson hefur verið ráðinn í starf bæjarstjóra í sveitafélaginu Hornafirði. Á fréttavefnum Horn.is kemur fram að það hafi verið samdóma álit nýs meirihluta framsóknarmanna og Samfylkingar að ráða Hjalta í starfið.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn og frjálslyndir mynda meirihluta á Akranesi

Sjálfstæðisflokkur og Frjálslyndir og óháðir mynduðu meirihluta í bæjarstjórn á fundi í gærkvöldi. Fréttavefurinn Skessuhorn punktur is greinir frá því að samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá verði Gísli S. Einarsson fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar næsti bæjarstjóri.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutaviðræður halda áfram í dag

Fulltrúar Fjarðarlistans og Framsóknarflokksins í Fjarðabyggð hafa ákveðið að halda meirihlutasamstarfi sínu áfram, en nú stækkar sveitarfélagið um Austurbyggð, Mjóafjarðarhrepp og Fáskrúðsfjörð.

Innlent
Fréttamynd

Sjálftæðismenn og Frjálslyndir funda á Akranesi í dag

Sjálfstæðisflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn funda í dag um myndun nýs meirihluta á Akranesi. Á Akranesi féll meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjóra menn í kosningunum. Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi flokkurinn og Vinstri-grænir einn hver og Samfylkingin tvo menn.

Innlent
Fréttamynd

Segir slit R-listans hafa verið mistök

Vel kemur til greina að endurvekja Reykjavíkurlistann fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2010, að mati Katrínar Jakobsdóttur, varaformanns Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Þetta kom fram í umræðum forystumanna stjórnmálaflokkanna á NFS og Stöð 2 í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Birgisson áfram bæjarstjóri

Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi náðu nú í kvöld samkomulagi um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili. Samkomulag er um að Gunnar I. Birgisson verði bæjarstjóri og að Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokks verði formaður bæjarráðs. Málefnasamningur liggur fyrir og veðrur hann lagður fyrir fulltrúaráð flokkanna á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutinn hélt óvænt velli

Meirihlutinn hélt á Ísafirði, þvert á það sem skoðanakannanir höfðu gefið ástæðu til að ætla. Bæjarstjórinn og oddviti Sjálfstæðismanna vill halda áfram samstarfinu við Framsóknarflokkinn undir sinni forystu.

Innlent