Segir rangt hjá Einari að allt hafi logað í Ráðhúsinu síðustu fjögur ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. apríl 2022 15:02 Þórdís Lóa segir alrangt hjá Einari að allt hafi logað í ráðhúsinu undanfarin fjögur ár. Vísir/Helgi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir alrangt að allt hafi logað í Ráðhúsinu undanfarið kjörtímabil. Hún segir óróleika fyrstu mánuði tímabilsins hafa litað nær allt starf borgarstjórnarinnar, sem eftir fyrstu mánuðina hafi gengið vel. Þetta sagði Þórdís Lóa í Pallborðinu á Vísi sem hófst klukkan tvö. Þar mætti hún Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknarflokksins í borginni og Líf Magneudóttur oddvita Vinstri grænna. Þar var til umræðu hvort núverandi meirihluti héldi áfram samstarfi héldi hann velli í kosningum, eins og útlit er fyrir núna. Líf og Þórdís sögðust báðar líta svo á að eðlilegast væri að meirihlutinn ræddi fyrst saman áður en aðrir valkostir yrðu skoðaðir. Líf lagði þó aukna áherslu á aukið samstarf við minnihlutan. „Sveitarstjórnir eru ekki eins og litla Alþingi þar sem er ríkisstjórn og minnihluti. Við erum fjölskipað stjórnvald og við eigum að vinna saman. Það er eitthvað sem ég myndi vilja reyna á í næstu borgarstjórn að [minnihluta]flokkar fái formannsembætti, að við séum að taka þátt í þessu saman,“ sagði Líf. Segir kominn tíma á flokk sem ekki hafi tekið þátt í leðjuslagi í ráðhúsinu Einar sagði þá alveg ljóst að fengi meirihlutinn áfram umboð myndi hann halda saman áfram. Hann rifjaði þó upp að það hefði ekki alltaf gengið vel. Líf Magneudóttir oddviti VG í borginni.Vísir/Helgi „Þó Líf sé hér af góðum vilja að tala um að fela minnihlutanum meiri áhrif þá höfum við horft á þessi ofboðslegu átök í borgarstjórn og eiginlega bara ljóta pólitík. Það segir ákveðna sögu að Gallup mæli traust á stofnunum í samfélaginu og mæli að það séu aðeins 23 prósent borgarbúa sem treysta borgarstjórn,“ sagði Einar. „Pólitíkin hefur verið lituð af svo mikilli hörku og svo miklum öfgum. Minnihlutinn telur sig ekki ná neinu fram, meirihlutinn keyyrir fram mjög einarða stefnu í sínum málum og svo er þetta bara stál í stál. Það er meira að segja skotið á bíl borgarstjóra á þessu kjörtímabili og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fordæmir það ekki,“ sagði Einar og bætti við að til þyrfti miðjuflokk sem ekki hefði tekið þátt í „leðjuslaginum í ráðhúsinu.“ Þórdís greip þá inn í og sagði það algeran misskilning að allt hafi verið í háalofti í ráðhúsinu á kjörtímabilinu. „Það hafa orðið stórkostlegar breytingar í borginni sem gleymast. Það gekk mjög brösulega fyrstu mánuðina og við lifum enn með þær gróusögur. Það er ekki allt búið að loga í ráðhúsinu síðan 2018, það er af og frá. Það voru hins vegar mjög mikil læti til að byrja með og það er mjög leiðinlegt að sjá hvernig það mengar allt þetta góða starf.“ Klippa: Pallborðið - Einar, Þórdís Lóa og Líf Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Pallborðið Tengdar fréttir Einar, Þórdís og Líf mætast í Pallborðinu Tæpur mánuður er til kosninga og niðurtalningin er hafin í Pallborðinu. Á þriðjudögum og fimmtudögum fram að kosningum mæta frambjóðendur og kryfja helstu málefnin. 19. apríl 2022 12:15 Framsókn sé boðberi breytinga og til í að flugvöllurinn fari „Ef kjósendur vilja breytingar, þá er besta leiðin til að ná fram breytingum í borgarstjórn að kjósa Framsókn,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Flokkurinn muni geta unnið með þeim flokkum sem nú mynda meirihluta, sem og flokkunum í minnihluta. Þá sé hann til í að sjá Reykjavíkurflugvöll fara annað, ef heppileg staðsetning finnst. 15. apríl 2022 11:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Þetta sagði Þórdís Lóa í Pallborðinu á Vísi sem hófst klukkan tvö. Þar mætti hún Einari Þorsteinssyni oddvita Framsóknarflokksins í borginni og Líf Magneudóttur oddvita Vinstri grænna. Þar var til umræðu hvort núverandi meirihluti héldi áfram samstarfi héldi hann velli í kosningum, eins og útlit er fyrir núna. Líf og Þórdís sögðust báðar líta svo á að eðlilegast væri að meirihlutinn ræddi fyrst saman áður en aðrir valkostir yrðu skoðaðir. Líf lagði þó aukna áherslu á aukið samstarf við minnihlutan. „Sveitarstjórnir eru ekki eins og litla Alþingi þar sem er ríkisstjórn og minnihluti. Við erum fjölskipað stjórnvald og við eigum að vinna saman. Það er eitthvað sem ég myndi vilja reyna á í næstu borgarstjórn að [minnihluta]flokkar fái formannsembætti, að við séum að taka þátt í þessu saman,“ sagði Líf. Segir kominn tíma á flokk sem ekki hafi tekið þátt í leðjuslagi í ráðhúsinu Einar sagði þá alveg ljóst að fengi meirihlutinn áfram umboð myndi hann halda saman áfram. Hann rifjaði þó upp að það hefði ekki alltaf gengið vel. Líf Magneudóttir oddviti VG í borginni.Vísir/Helgi „Þó Líf sé hér af góðum vilja að tala um að fela minnihlutanum meiri áhrif þá höfum við horft á þessi ofboðslegu átök í borgarstjórn og eiginlega bara ljóta pólitík. Það segir ákveðna sögu að Gallup mæli traust á stofnunum í samfélaginu og mæli að það séu aðeins 23 prósent borgarbúa sem treysta borgarstjórn,“ sagði Einar. „Pólitíkin hefur verið lituð af svo mikilli hörku og svo miklum öfgum. Minnihlutinn telur sig ekki ná neinu fram, meirihlutinn keyyrir fram mjög einarða stefnu í sínum málum og svo er þetta bara stál í stál. Það er meira að segja skotið á bíl borgarstjóra á þessu kjörtímabili og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fordæmir það ekki,“ sagði Einar og bætti við að til þyrfti miðjuflokk sem ekki hefði tekið þátt í „leðjuslaginum í ráðhúsinu.“ Þórdís greip þá inn í og sagði það algeran misskilning að allt hafi verið í háalofti í ráðhúsinu á kjörtímabilinu. „Það hafa orðið stórkostlegar breytingar í borginni sem gleymast. Það gekk mjög brösulega fyrstu mánuðina og við lifum enn með þær gróusögur. Það er ekki allt búið að loga í ráðhúsinu síðan 2018, það er af og frá. Það voru hins vegar mjög mikil læti til að byrja með og það er mjög leiðinlegt að sjá hvernig það mengar allt þetta góða starf.“ Klippa: Pallborðið - Einar, Þórdís Lóa og Líf
Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Viðreisn Pallborðið Tengdar fréttir Einar, Þórdís og Líf mætast í Pallborðinu Tæpur mánuður er til kosninga og niðurtalningin er hafin í Pallborðinu. Á þriðjudögum og fimmtudögum fram að kosningum mæta frambjóðendur og kryfja helstu málefnin. 19. apríl 2022 12:15 Framsókn sé boðberi breytinga og til í að flugvöllurinn fari „Ef kjósendur vilja breytingar, þá er besta leiðin til að ná fram breytingum í borgarstjórn að kjósa Framsókn,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Flokkurinn muni geta unnið með þeim flokkum sem nú mynda meirihluta, sem og flokkunum í minnihluta. Þá sé hann til í að sjá Reykjavíkurflugvöll fara annað, ef heppileg staðsetning finnst. 15. apríl 2022 11:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Einar, Þórdís og Líf mætast í Pallborðinu Tæpur mánuður er til kosninga og niðurtalningin er hafin í Pallborðinu. Á þriðjudögum og fimmtudögum fram að kosningum mæta frambjóðendur og kryfja helstu málefnin. 19. apríl 2022 12:15
Framsókn sé boðberi breytinga og til í að flugvöllurinn fari „Ef kjósendur vilja breytingar, þá er besta leiðin til að ná fram breytingum í borgarstjórn að kjósa Framsókn,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík. Flokkurinn muni geta unnið með þeim flokkum sem nú mynda meirihluta, sem og flokkunum í minnihluta. Þá sé hann til í að sjá Reykjavíkurflugvöll fara annað, ef heppileg staðsetning finnst. 15. apríl 2022 11:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?