Fréttir Baráttan gegn fátækt í heiminum mikilvægust Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í viðtali í dag að hans mesta afrek í starfi væri að hafa sýnt þjóðum heims nauðsynina á því að berjast gegn fátækt í heiminum. Erlent 20.11.2006 20:47 Tony Blair í Afganistan Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands var í heimsókn í Afganistan í dag. Þar sagði hann að öryggi heimsins á komandi tímum myndi ráðast í bardögum við uppreisnarmenn Talibana í eyðimörkinni í Afganistan. Erlent 20.11.2006 20:11 Ísraelar sprengja á Gaza Ísraelski herinn hefur skotið flugskeyti á bíl í Gazaborg. Öryggissveitir í Palestínu skýrðu frá þessu. Sem stendur er enn ekki vitað hversu margir eða hvort einhverjir hafi látist eða slasast. Íraelski herinn vildi ekkert segja um árásina að svo stöddu. Erlent 20.11.2006 19:51 Tveir forsetar í Mexíkó Hinn vinstri sinnaði forsetaframbjóðandi í Mexíkó, Andres Manuel Obrador, ætlar í dag að láta sverja sig í embætti forseta Mexíkó. Það er ekki í frásögur færandi nema að hann tapaði í forsetakosningunum sem fram fóru í júlí síðastliðnum. Erlent 20.11.2006 19:28 Málflutningur að hefjast gegn olíufélögunum Málflutningur í fyrsta stóra skaðabótamálinu gagnvart olíufélögunum fer fram eftir tvo daga. Þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna fyrir að svindla á strætó með ólögmætu samráði. Fleiri skaðabótamál eru í farvatninu, meðal annars frá ríkissjóði og Alcan. Innlent 20.11.2006 19:18 Íslendingar útskrifa ljósmæður í Afganistan Tveir íslenskir hjúkrunafræðingar útskrifuðu á fjórða tug afganskra ljósmæðra og yfirsetukvenna í Afganistan af upprifjunarnámskeiði fyrr í mánuðinum. Önnur þeirra sem annaðist námskeiðið segir of fáar menntaðar ljósmæður í landinu og að rúmlega 90% kvenna í landinu fæði í heimahúsum. Innlent 20.11.2006 19:12 Nágrannarnir aðstoða Íraskir ráðamenn eiga í viðræðum við nágranna sína í Sýrlandi og Íran um hvernig ráða megi bug á ofbeldinu í landinu. Erlent 20.11.2006 18:56 Gríðarlegt tjón á húsum varnarliðsins Hundruð milljóna króna tjón varð á íbúðarblokkum á Keflavíkurflugvelli vegna vatns- og frostskemmda. Nýstofnað Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar segir að það sé ekki búið að fá neinar eignir afhendar ennþá. Málið er á borði utanríkisráðuneytisins. Innlent 20.11.2006 18:56 Nasdaq fer í óvinveitta yfirtöku á LSE Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq ákvað í dag að gera óvinveitt yfirtökutilboð í kauphöllina í Lundúnum í Bretlandi (LSE) eftir að stjórn LSE ákvað að taka ekki yfirtökutilboði markaðarins fyrr í dag. Viðskipti erlent 20.11.2006 18:55 Rússnesk stjórnvöld neita aðild Líðan rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko fer hrakandi en eitrað var fyrir hann á veitingastað í Lundúnum á dögunum. Nánir vinir hans telja fullvíst að stjórnvöld í Moskvu hafi staðið á bak við tilræðið. Erlent 20.11.2006 18:13 Lestir sprengdar í Indlandi Sprengingar urðu í tveimur farþegalestum í austurhluta Indlands í dag. Sex létust og talið er að um 53 hafi særst. Ekki er vitað hvers vegna sprengingarnar urðu og vildi lögreglan lítið segja um málið. Talsmaður lestarfyrirtækisins sagði hinsvegar að sprengjum hefði verið komið fyrir í lestunum. Erlent 20.11.2006 18:06 Trichet varar við aukinni verðbólgu Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, varaði við því á fundi seðlabankastjóra 10 stærstu iðnríkja heims í Ástralíu í dag að verðbólga geti farið úr böndunum á næsta ári þrátt fyrir lækkun á eldsneytisverði. Hann sagði bankann fylgjast grannt með þróun mála í Evrópu. Viðskipti erlent 20.11.2006 17:51 Byssumaður fannst látinn Byssumaður sem réðist inn í skóla í Þýskalandi í morgun fannst látinn þar þegar að lögregla réðist til inngöngu í skólann í dag. Maðurinn hafði ráðist inn í skólann fyrr um morguninn og hafið skothríð á nemendur og starfsfólk og særði einhverja en sem betur fer lést enginn. Innlent 20.11.2006 17:47 Serbneskur stríðsglæpamaður handtekinn í Noregi Serneskur strísglæpamaður sem eftirlýstur hefur verið um allan heim var handtekinn í Noregi í síðasta mánuði. Þetta hafa yfirvöld í Serbíu staðfest við AP-fréttastofuna. Maðurinn, Damir Sireta, mun hafa verið í felum í Noregi en hann var eftirlýstur fyrir að hafa tekið þátt í aftöku á 200 króatískum stríðsföngum nærri bænum Vukovar í Króatíu í nóvember árið 1991. Erlent 20.11.2006 17:17 Forseti Írans býður til viðræðna Forsetinn í Íran, Mahmoud Ahmadinejad, hefur boðið forsetum Íraks og Sýrlands til viðræðna varðandi það sívaxandi vandamál sem ofbeldið í Írak er. Forseti Íraks, Jalal Talabani, hefur þegar þekkst boðið og mun fara til Írans á laugardaginn kemur. Erlent 20.11.2006 17:11 Ástæður árásar í Vestfold enn ókunnar Lögregla í Vestfold í Noregi vinnur enn að rannsókn á því hvers vegna maður á fertugsaldri myrti þrjá og særði tvo alvarlega í fylkinu á laugardag. Málið hefur vakið mikinn óhug í Noregi en maðurinn myrti föður sinn og kærustu fyrst og stakk svo son sinn, sem var fjórtán ára, til bana og særði tvo aðra alvarlega áður en hann svipti sig lífi. Erlent 20.11.2006 16:54 Íslandsdagur í Kauphöllinni í New York á morgun Geir H. Haarde forsætisráðherra tekur á morgun þátt í Íslandsdegi í Kauphöllinni í New York (New York Stock Exchange) en hann hélt utan í dag vegna þess. Ráðherra mun flytja ávarp og eiga fund með fulltrúum Kauphallarinnar og aðilum úr íslensku og bandarísku viðskiptalífi ásamt því sem hann mun hringja út viðskiptin í Kauphöllinni síðdegis. Innlent 20.11.2006 16:35 Tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir í garð lögreglu Karlmaður var Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hóta tveimur lögreglumönnum að nauðga konum þeirra. Atvikið átti sér stað á lögreglustöðinni á Selfossi í upphafi ársins en þá hafði maðurinn verið handtekinn á heimili sínu og foreldra hans vegna slagsmála og heimilisófriðar þar. Innlent 20.11.2006 16:24 Konur í rafiðnaði með hærri dagvinnulaun en karlar Konur í rafiðnaði sem lokið hafa sveinsprófi eða meiri menntun reyndust hafa 18 prósentum hærri dagvinnulaun en karlar í sömu stöðu samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Rafiðnaðarsambandið í september síðastliðnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Rafiðnaðarsambands Íslands. Innlent 20.11.2006 16:14 Myrti hátt í þrjátíu sjúklinga á sjúkrahúsi í Þýskalandi Þýskur hjúkrunarfræðingur var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt nærri 30 sjúklinga á sjúkrahúsi í bænum Sonthofen í suðurhluta Þýskalands. Stephan Letter hóf störf á spítalanum í febrúar árið 2003 og talið er að hann hafi myrt fyrsta sjúklinginn innan við mánuði síðar. Erlent 20.11.2006 15:56 Ætlar að slá lengsta golfhögg sögunnar Míkhaíl Tjúrín, geimfari í alþjóðlegu geimstöðinni, hyggst á miðvikudag reyna að skrá nafn sitt í sögubækurnar með því að slá lengsta högg í golfsögunni. Höggið slær hann í geimgöngu á stöðinni og á kúlan að fljúga í átt til jarðar. Erlent 20.11.2006 15:25 Fimm látnir eftir sprengingu í lest í Indlandi Fimm eru látnir og 25 alvarlega slasaðir eftir öfluga sprengingu í farþegalest í austurhluta Indlands í dag. Tveir vagnar í lestinni sem voru yfirfullir af fólki skemmdust mikið í sprengingunni sem varð á afskekktum teinum í Vestur-Bengalhéraði. Erlent 20.11.2006 14:57 Reyna að koma í veg fyrir loftárás Ísraelshers Fjöldi Palestínumanna safnaðist saman á og við hús háttsetts Hamas-liða í Beit Lahiya norðarlega á Gasaströndinni í dag vegna fregna af því að Ísraelsher hygðist gera loftárás á húsið. Erlent 20.11.2006 14:44 LSE hafnaði yfirtökutilboði Nasdaq Stjórn Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) hafnaði í dag yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í alla hluti LSE. Tilboðið hljóðaði upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Þetta var í annað sinn sem Nasdaq gerir tilboð í LSE. Viðskipti erlent 20.11.2006 14:31 Rekstur Esso og Bílanausts sameinaður Eigendur Olíufélagsins Esso og Bílanausts og dótturfélaga hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsmönnum beggja félaga í dag en hvort tveggja er í eigu eignarhaldsfélagsins BNT. Innlent 20.11.2006 14:24 Eigendur Olíufélagsins og Bílanausts sameina reksturinn Eigendur Olíufélagsins hf. og Bílanaust hf. hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Bæði félögin eru í fullri eigu BNT hf. Viðskipti innlent 20.11.2006 14:23 Heilsu Litvinenkos hrakar Líðan Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB og síðar leyniþjónustu Rússlands, hefur versnað og hann hefur aftur verið fluttur á gjörgæsludeild University College sjúkrahússins í Lundúnum þar sem hann dvelur vegna eitrunar sem hann varð fyrir. Erlent 20.11.2006 14:17 Leitað eftir tilnefningum fyrir Ljósahús Reykjanesbæjar Íbúar í Reykjanesbæ keppa nú í sjötta sinn um titilinn Ljósahús Reykjanesbæjar þar sem best skreyttu húsin og göturnar fyrir jólin verða verðlaunuð. Það eru menningar-, íþrótta- og tómstundsvið Reykjanesbæjar ásamt Hitaveitu Suðurnesja sem standa að samkeppninni en auk Ljósahúss Reykjanesbæjar verða veittar viðurkenningar fyrir sérstakt jólahús, jólagötuna, fjölbýlishúsið og best skreytta verslunargluggann. Innlent 20.11.2006 13:54 Alræmdur glæpamaður sleppur úr fangelsi í S-Afríku Lögregla í Suður-Afríku leitar nú að einum af alræmdustu glæpamönnum landsins sem slapp úr öryggisfangelsi í Pretoríu á laugardagskvöld. Maðurinn, Ananias Mathe sem er frá Mósambík, var handtekinn fyrir rúmu ári og hefur verið ákærður fyrir yfir 50 brot, þar á meðal morð, nauðgun, vopnað rán og mannrán. Erlent 20.11.2006 13:43 Nærri þrjátíu slösuðust í lestarslysi í Berlín Hátt í þrjátíu manns slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar farþegalest rakst á farartæki sem ætlað er til viðhalds á lestum á lestarstöð í Suður-Berlín í morgun. Bæði lögregla og slökkvilið voru kvödd á vettvang til þess að hjálpa hinum slösuðu út úr lestinni en flestir munu hafa hlotið minni háttar meiðsl. Erlent 20.11.2006 13:24 « ‹ 308 309 310 311 312 313 314 315 316 … 334 ›
Baráttan gegn fátækt í heiminum mikilvægust Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í viðtali í dag að hans mesta afrek í starfi væri að hafa sýnt þjóðum heims nauðsynina á því að berjast gegn fátækt í heiminum. Erlent 20.11.2006 20:47
Tony Blair í Afganistan Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands var í heimsókn í Afganistan í dag. Þar sagði hann að öryggi heimsins á komandi tímum myndi ráðast í bardögum við uppreisnarmenn Talibana í eyðimörkinni í Afganistan. Erlent 20.11.2006 20:11
Ísraelar sprengja á Gaza Ísraelski herinn hefur skotið flugskeyti á bíl í Gazaborg. Öryggissveitir í Palestínu skýrðu frá þessu. Sem stendur er enn ekki vitað hversu margir eða hvort einhverjir hafi látist eða slasast. Íraelski herinn vildi ekkert segja um árásina að svo stöddu. Erlent 20.11.2006 19:51
Tveir forsetar í Mexíkó Hinn vinstri sinnaði forsetaframbjóðandi í Mexíkó, Andres Manuel Obrador, ætlar í dag að láta sverja sig í embætti forseta Mexíkó. Það er ekki í frásögur færandi nema að hann tapaði í forsetakosningunum sem fram fóru í júlí síðastliðnum. Erlent 20.11.2006 19:28
Málflutningur að hefjast gegn olíufélögunum Málflutningur í fyrsta stóra skaðabótamálinu gagnvart olíufélögunum fer fram eftir tvo daga. Þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna fyrir að svindla á strætó með ólögmætu samráði. Fleiri skaðabótamál eru í farvatninu, meðal annars frá ríkissjóði og Alcan. Innlent 20.11.2006 19:18
Íslendingar útskrifa ljósmæður í Afganistan Tveir íslenskir hjúkrunafræðingar útskrifuðu á fjórða tug afganskra ljósmæðra og yfirsetukvenna í Afganistan af upprifjunarnámskeiði fyrr í mánuðinum. Önnur þeirra sem annaðist námskeiðið segir of fáar menntaðar ljósmæður í landinu og að rúmlega 90% kvenna í landinu fæði í heimahúsum. Innlent 20.11.2006 19:12
Nágrannarnir aðstoða Íraskir ráðamenn eiga í viðræðum við nágranna sína í Sýrlandi og Íran um hvernig ráða megi bug á ofbeldinu í landinu. Erlent 20.11.2006 18:56
Gríðarlegt tjón á húsum varnarliðsins Hundruð milljóna króna tjón varð á íbúðarblokkum á Keflavíkurflugvelli vegna vatns- og frostskemmda. Nýstofnað Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar segir að það sé ekki búið að fá neinar eignir afhendar ennþá. Málið er á borði utanríkisráðuneytisins. Innlent 20.11.2006 18:56
Nasdaq fer í óvinveitta yfirtöku á LSE Stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq ákvað í dag að gera óvinveitt yfirtökutilboð í kauphöllina í Lundúnum í Bretlandi (LSE) eftir að stjórn LSE ákvað að taka ekki yfirtökutilboði markaðarins fyrr í dag. Viðskipti erlent 20.11.2006 18:55
Rússnesk stjórnvöld neita aðild Líðan rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko fer hrakandi en eitrað var fyrir hann á veitingastað í Lundúnum á dögunum. Nánir vinir hans telja fullvíst að stjórnvöld í Moskvu hafi staðið á bak við tilræðið. Erlent 20.11.2006 18:13
Lestir sprengdar í Indlandi Sprengingar urðu í tveimur farþegalestum í austurhluta Indlands í dag. Sex létust og talið er að um 53 hafi særst. Ekki er vitað hvers vegna sprengingarnar urðu og vildi lögreglan lítið segja um málið. Talsmaður lestarfyrirtækisins sagði hinsvegar að sprengjum hefði verið komið fyrir í lestunum. Erlent 20.11.2006 18:06
Trichet varar við aukinni verðbólgu Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, varaði við því á fundi seðlabankastjóra 10 stærstu iðnríkja heims í Ástralíu í dag að verðbólga geti farið úr böndunum á næsta ári þrátt fyrir lækkun á eldsneytisverði. Hann sagði bankann fylgjast grannt með þróun mála í Evrópu. Viðskipti erlent 20.11.2006 17:51
Byssumaður fannst látinn Byssumaður sem réðist inn í skóla í Þýskalandi í morgun fannst látinn þar þegar að lögregla réðist til inngöngu í skólann í dag. Maðurinn hafði ráðist inn í skólann fyrr um morguninn og hafið skothríð á nemendur og starfsfólk og særði einhverja en sem betur fer lést enginn. Innlent 20.11.2006 17:47
Serbneskur stríðsglæpamaður handtekinn í Noregi Serneskur strísglæpamaður sem eftirlýstur hefur verið um allan heim var handtekinn í Noregi í síðasta mánuði. Þetta hafa yfirvöld í Serbíu staðfest við AP-fréttastofuna. Maðurinn, Damir Sireta, mun hafa verið í felum í Noregi en hann var eftirlýstur fyrir að hafa tekið þátt í aftöku á 200 króatískum stríðsföngum nærri bænum Vukovar í Króatíu í nóvember árið 1991. Erlent 20.11.2006 17:17
Forseti Írans býður til viðræðna Forsetinn í Íran, Mahmoud Ahmadinejad, hefur boðið forsetum Íraks og Sýrlands til viðræðna varðandi það sívaxandi vandamál sem ofbeldið í Írak er. Forseti Íraks, Jalal Talabani, hefur þegar þekkst boðið og mun fara til Írans á laugardaginn kemur. Erlent 20.11.2006 17:11
Ástæður árásar í Vestfold enn ókunnar Lögregla í Vestfold í Noregi vinnur enn að rannsókn á því hvers vegna maður á fertugsaldri myrti þrjá og særði tvo alvarlega í fylkinu á laugardag. Málið hefur vakið mikinn óhug í Noregi en maðurinn myrti föður sinn og kærustu fyrst og stakk svo son sinn, sem var fjórtán ára, til bana og særði tvo aðra alvarlega áður en hann svipti sig lífi. Erlent 20.11.2006 16:54
Íslandsdagur í Kauphöllinni í New York á morgun Geir H. Haarde forsætisráðherra tekur á morgun þátt í Íslandsdegi í Kauphöllinni í New York (New York Stock Exchange) en hann hélt utan í dag vegna þess. Ráðherra mun flytja ávarp og eiga fund með fulltrúum Kauphallarinnar og aðilum úr íslensku og bandarísku viðskiptalífi ásamt því sem hann mun hringja út viðskiptin í Kauphöllinni síðdegis. Innlent 20.11.2006 16:35
Tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir í garð lögreglu Karlmaður var Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hóta tveimur lögreglumönnum að nauðga konum þeirra. Atvikið átti sér stað á lögreglustöðinni á Selfossi í upphafi ársins en þá hafði maðurinn verið handtekinn á heimili sínu og foreldra hans vegna slagsmála og heimilisófriðar þar. Innlent 20.11.2006 16:24
Konur í rafiðnaði með hærri dagvinnulaun en karlar Konur í rafiðnaði sem lokið hafa sveinsprófi eða meiri menntun reyndust hafa 18 prósentum hærri dagvinnulaun en karlar í sömu stöðu samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Rafiðnaðarsambandið í september síðastliðnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Rafiðnaðarsambands Íslands. Innlent 20.11.2006 16:14
Myrti hátt í þrjátíu sjúklinga á sjúkrahúsi í Þýskalandi Þýskur hjúkrunarfræðingur var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt nærri 30 sjúklinga á sjúkrahúsi í bænum Sonthofen í suðurhluta Þýskalands. Stephan Letter hóf störf á spítalanum í febrúar árið 2003 og talið er að hann hafi myrt fyrsta sjúklinginn innan við mánuði síðar. Erlent 20.11.2006 15:56
Ætlar að slá lengsta golfhögg sögunnar Míkhaíl Tjúrín, geimfari í alþjóðlegu geimstöðinni, hyggst á miðvikudag reyna að skrá nafn sitt í sögubækurnar með því að slá lengsta högg í golfsögunni. Höggið slær hann í geimgöngu á stöðinni og á kúlan að fljúga í átt til jarðar. Erlent 20.11.2006 15:25
Fimm látnir eftir sprengingu í lest í Indlandi Fimm eru látnir og 25 alvarlega slasaðir eftir öfluga sprengingu í farþegalest í austurhluta Indlands í dag. Tveir vagnar í lestinni sem voru yfirfullir af fólki skemmdust mikið í sprengingunni sem varð á afskekktum teinum í Vestur-Bengalhéraði. Erlent 20.11.2006 14:57
Reyna að koma í veg fyrir loftárás Ísraelshers Fjöldi Palestínumanna safnaðist saman á og við hús háttsetts Hamas-liða í Beit Lahiya norðarlega á Gasaströndinni í dag vegna fregna af því að Ísraelsher hygðist gera loftárás á húsið. Erlent 20.11.2006 14:44
LSE hafnaði yfirtökutilboði Nasdaq Stjórn Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi (LSE) hafnaði í dag yfirtökutilboði bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í alla hluti LSE. Tilboðið hljóðaði upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Þetta var í annað sinn sem Nasdaq gerir tilboð í LSE. Viðskipti erlent 20.11.2006 14:31
Rekstur Esso og Bílanausts sameinaður Eigendur Olíufélagsins Esso og Bílanausts og dótturfélaga hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsmönnum beggja félaga í dag en hvort tveggja er í eigu eignarhaldsfélagsins BNT. Innlent 20.11.2006 14:24
Eigendur Olíufélagsins og Bílanausts sameina reksturinn Eigendur Olíufélagsins hf. og Bílanaust hf. hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Bæði félögin eru í fullri eigu BNT hf. Viðskipti innlent 20.11.2006 14:23
Heilsu Litvinenkos hrakar Líðan Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB og síðar leyniþjónustu Rússlands, hefur versnað og hann hefur aftur verið fluttur á gjörgæsludeild University College sjúkrahússins í Lundúnum þar sem hann dvelur vegna eitrunar sem hann varð fyrir. Erlent 20.11.2006 14:17
Leitað eftir tilnefningum fyrir Ljósahús Reykjanesbæjar Íbúar í Reykjanesbæ keppa nú í sjötta sinn um titilinn Ljósahús Reykjanesbæjar þar sem best skreyttu húsin og göturnar fyrir jólin verða verðlaunuð. Það eru menningar-, íþrótta- og tómstundsvið Reykjanesbæjar ásamt Hitaveitu Suðurnesja sem standa að samkeppninni en auk Ljósahúss Reykjanesbæjar verða veittar viðurkenningar fyrir sérstakt jólahús, jólagötuna, fjölbýlishúsið og best skreytta verslunargluggann. Innlent 20.11.2006 13:54
Alræmdur glæpamaður sleppur úr fangelsi í S-Afríku Lögregla í Suður-Afríku leitar nú að einum af alræmdustu glæpamönnum landsins sem slapp úr öryggisfangelsi í Pretoríu á laugardagskvöld. Maðurinn, Ananias Mathe sem er frá Mósambík, var handtekinn fyrir rúmu ári og hefur verið ákærður fyrir yfir 50 brot, þar á meðal morð, nauðgun, vopnað rán og mannrán. Erlent 20.11.2006 13:43
Nærri þrjátíu slösuðust í lestarslysi í Berlín Hátt í þrjátíu manns slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar farþegalest rakst á farartæki sem ætlað er til viðhalds á lestum á lestarstöð í Suður-Berlín í morgun. Bæði lögregla og slökkvilið voru kvödd á vettvang til þess að hjálpa hinum slösuðu út úr lestinni en flestir munu hafa hlotið minni háttar meiðsl. Erlent 20.11.2006 13:24