Erlent

Nágrannarnir aðstoða

Íraskir ráðamenn eiga í viðræðum við nágranna sína í Sýrlandi og Íran um hvernig ráða megi bug á ofbeldinu í landinu. Nuri al-Maliki forsætisráðherra Íraks hitti í dag sýrlenska utanríkisráðherrann í Bagdad og Jalal Talabani heldur til Írans um næstu helgi til skrafs og ráðagerða við Mahmoud Ahmadinejad, forseta landsins. Bandarísk stjórnvöld leggja mikla áherslu á að nágrannar Íraka aðstoði þá við að binda enda á vargöldina í landinu en hingað til hafa þeir frekar verið sakaðir um að hella olíu á ófriðarbálið en að reyna að slökkva það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×