Erlent

Serbneskur stríðsglæpamaður handtekinn í Noregi

Serneskur strísglæpamaður sem eftirlýstur hefur verið um allan heim var handtekinn í Noregi í síðasta mánuði. Þetta hafa yfirvöld í Serbíu staðfest við AP-fréttastofuna. Maðurinn, Damir Sireta, mun hafa verið í felum í Noregi en hann var eftirlýstur fyrir að hafa tekið þátt í aftöku á 200 króatískum stríðsföngum nærri bænum Vukovar í Króatíu í nóvember árið 1991.

Fimmtán hermenn hafa þegar verið sakfelldir fyrir aðild sína að aftökunum. Sireta er serbneskur að uppruna en hefur króastískt ríkisfang og var samkvæmt serbneskum yfirvöldum handtekinn í Osló þann 6. október síðastliðinn. Sireta hefur þegar verið dæmdur fyrir morð á fanga í Vukovar árið 1991 og hafa króatísk stjórnvöld farið fram á framsal hans frá Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×