Erlent

Heilsu Litvinenkos hrakar

Alexander Litvinenko.
Alexander Litvinenko. MYND/AP

Líðan Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB og síðar leyniþjónustu Rússlands, hefur versnað og hann hefur aftur verið fluttur á gjörgæsludeild University College sjúkrahússins í Lundúnum þar sem hann dvelur vegna eitrunar sem hann varð fyrir.

Litvinenko veiktist í upphafi mánaðarins og er talið að honum hafi verið byrlað eitrið talíum en hann rannsakaði morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Politkovskaju sem skotin var til bana við íbúð sína í Moskvu í síðasta mánuði. Líðan Litvinenkos er að sögn lækna stöðug en hann mun enn vera í mikilli lífshættu.

Vinur Litvinenkos sakar rússnesk stjórnvöld um að standa á bak við tilræðið þar sem Litvinenko hafi verið harður gagnrýnandi þeirra en engin staðfesting hefur fengist fyrir því. Skotland Yard fer með rannsókn málsins en enginn hefur verið handtekinn í tengslum við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×