Fréttir Ekki á svifdreka heldur með dráttarsegl Maðurinn sem slasaðist í Svignaskarði í Borgarfirði í gær var ekki á svifdreka heldur með nokkurs konar dráttarsegl, sem meðal annars skíðamenn og sjóskíðamenn nota til þess að draga sig áfram í góðum byr. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni. Innlent 27.11.2006 13:23 Útafakstur við Selfoss vatt upp á sig Lögreglan á Selfossi handtók fjóra, yfirheyrði sex á staðnum, og lagði hald á nokkuð af fíkniefnum í þremur húsum í Árneshverfinu í uppsveitum Árnessýslu í gær. Innlent 27.11.2006 12:29 Viðræðurnar út um þúfur Viðræður Tyrkja við Evrópusambandið um stöðu Kýpur runnu í morgun út í sandinn vegna andstöðu þeirra við að aflétta hafnbanni sínu á kýpversk skip eins og ESB hafði krafist. Erlent 27.11.2006 12:46 Þrír sendir í rannsókn vegna hugsanlegrar geislunar Þrír hafa verið sendir á sérstaka rannsóknarstofu í Lundúnum vegna hugsanlegrar geislunar í kjölfar dauða Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB. Frá þessu greindi talsmaður heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi í dag. Erlent 27.11.2006 13:12 Ólgan vex vegna morðsins Mikil reiði ríkir á meðal þeldökkra Bandaríkjamanna eftir að óvopnaður blökkumaður var skotinn til bana fyrir utan næturklúbb í New York um helgina, nokkrum klukkustundum fyrir brúðkaup sitt. Erlent 27.11.2006 12:45 Fjörtíu prósent starfsmanna af erlendu bergi brotin Fjörtíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Hæst er hlutfallið í Reykjavík þar sem áttatíu prósent starfsmanna fæddust annars staðar en á Íslandi. Innlent 27.11.2006 12:20 Forsætisráðherra Tyrklands hittir páfa Forsætisráðherra Tyrklands hefur breytt dagskrá sinni til þess að hitta Benedikt sextánda páfa, sem kemur í opinbera heimsókn til landsins á morgun. Erlent 27.11.2006 12:44 Svifdrekamaður slasaðist alvarlega í Borgarfirði Svifdrekamaður liggur á gjörgæsludeild Landspítalans eftir slys sem varð við Svignaskarð í Borgarfirði í gær. Eftir því sem fram kemur á vef Skessuhorns brotlenti svifdreki mannsins eftir að vindhviða feykti honum á skurðbakka af miklu afli og slasaðist maðurinn illa. Innlent 27.11.2006 12:37 Vanskil aukast á þriðja ársfjórðungi Vanskilahlutfall af útlánum innlánsstofnana jókst heldur á þriðja ársfjórðungi ársins eftir að hafa verið mjög lágt undanfarin misseri, að því er fram kemur á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Í heildina námu vanskil 0,7 prósentum af útlánum, en hlutur einstaklinga var heldur hærri en hlutur fyrirtækja. Innlent 27.11.2006 12:06 Halda óbreyttum réttindum í tvö ár Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu halda lífeyrisréttindum sínum og öðrum réttindum opinberra starfsmanna í tvö ár eftir að stofnunin verður gerð að hlutafélagi, samkvæmt hugmyndum sem ræddar eru í menntamálanefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir að eftir það verði réttindi starfsmannanna nánast öll komin undir útvarpsstjóra. Innlent 27.11.2006 12:26 Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri eftir að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri hlaut örugga kosningu í fyrsta sæti lista sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningarnar í vor. Innlent 27.11.2006 12:00 Neyðarfundur hjá COBRA vegna njósnaramáls John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, hefur boðað til neyðarfundar hjá svokallaðri COBRA-nefnd, sem fjallar um þjóðaröryggismál í í Bretlandi, vegna dauða Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB og rússnesku öryggislögreglunni. Erlent 27.11.2006 11:55 Vilja viðræður um lífeyrisréttindi vegna hlutafélagavæðingar Formenn allra heildarsamtaka opinberra starfsmanna, BSRB, BHM og KÍ, hafa ritað fjármálaráðherra bréf og óskað eftir viðræðum um lífeyrisréttindi starfsfólks í stofnunum sem gerðar eru að hlutafélögum. Þetta kemur fram á vef BSRB. Innlent 27.11.2006 11:20 Hlutafjárútboð í Icelandair hefst í dag Almennt hlutafjárútboð í Icelandair Group Holding hf. hefst í dag. Í boði til almennings eru hlutabréf í félaginu fyrir einn milljarð króna að markaðsvirði á genginu 27 krónur á hlut. Viðskipti innlent 27.11.2006 11:19 Bretar ætla að fækka hermönnum í Írak um þúsundir Breska ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að kalla þúsundir hermanna heim frá Írak í lok næsta árs, að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Erlent 27.11.2006 11:16 Starfsmaður Impregilo enn á gjörgæsludeild Kínverskum starfsmanni Impregilo á Kárahnjúkum, sem slasaðist alvarlega við Kárahnjúkastíflu á laugardagskvöld, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hans óbreytt að sögn læknis. Maðurinn dróst um 40-50 metra niður stífluvegginn með kaðli sem hann notaði til að stýra bómu á krana og hafnaði hann á steypustyrktarjárni. Innlent 27.11.2006 11:11 Tilbúnir að sleppa mörgum Palestínumönnum Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að Ísraelar séu tilbúnir að láta lausa marga palestinska fanga, ef ísraelska hermanninum Gilad Shalit, verði sleppt. Erlent 27.11.2006 11:05 Arðbær hryðjuverk Hryðjuverkahópar í Írak þéna milljarða króna á mannránum, olíusmygli og peningafölsun, samkvæmt bandarískri skýrslu sem dagblaðið New York Times hefur komist yfir. Erlent 27.11.2006 10:58 Hráolíuverð hækkaði Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu hækkaði á markaði í Bandaríkjunum í dag í kjölfar fregna um að Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, muni hugsanlega tilkynna um samdrátt á olíuframleiðslukvóta í næsta mánuði. Viðskipti erlent 27.11.2006 10:25 Ruslpóstur hefur þrefaldast á hálfu ári Umfang tölvu ruslpósts hefur þrefaldast síðan í júní og níu af hverjum tíu póstsendingum á heimsvísu eru nú ruslpóstur, að sögn bandaríska tölvufyrirtækisins Postini. Fyrirtækið segir að það séu glæpagengi sem séu á bakvið þetta. Erlent 27.11.2006 10:42 Heiftarlegar deilur um samkynhneigða í Færeyjum Þingmaður á lögþingi Færeyja lagði samkynhneigða að jöfnu við barnaníðinga, brennuvarga og stelsjúka, í viðtali við danskt blað, á dögunum. Erlent 27.11.2006 10:20 Velta félagshagkerfisins yfir 500 milljarðar á Íslandi Velta félagshagkerfisins á Íslandi, sem nær til þess hluta hagkerfisins sem ekki er rekinn í hagnaðarskyni og til frjálsra félagasamtaka, nemur rúmum 500 milljörðum króna, eða tæplega helmingi af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í ritinu Félagshagkerfið á Íslandi eftir dr. Ívar Jónsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. Innlent 27.11.2006 10:14 Skipt um fjármálastjóra hjá Volkswagen Stjórn þýsku bílaframleiðandanna hjá Volkswagen ætlar ekki að framlengja samning sinn við Hans Dieter Poetsch, fjármálastjóra fyrirtækisins, sem rennur út um áramótin. Ákvörðunin tengist uppsögn Bernd Pischetsrieders, forstjóra Volkswagen, sem ákveðið hefur að hætta um áramótin. Viðskipti erlent 27.11.2006 10:04 Kæra vegna meints vanhæfis tekin fyrir klukkan 15 Kæra fimm manna tengdum Baugi á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra vegna meints vanhæfis þeirra í rannsókn á skattamálum Baugsmanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Innlent 27.11.2006 10:00 Rjúpnaveiðimenn ósáttir við veiðina Næst síðasti veiðidagur rjúpaveiðitímabilsins var í gær en síðasti veiðidagurinn er á fimmtudaginn. Fréttavefur Skessuhorns hefur rætt við veiðimenn frá Akranesi og norður á Akureyri, sem allir eru sammála um að tíðarfarið hafi verið erfitt og menn því ekki náð nema nokkrum fuglum. Hugsanlega hafa aldrei færri rjúpur verið skotnar og líklega ekki fleiri en 40 þúsund fuglar í haust. Innlent 27.11.2006 09:44 Varar við borgarastyrjöld í þremur löndum Abdullah, konungur Jórdaníu, varar við því að borgarastyrjöld kunni að brjótast út í þremur ríkjum í Miðausturlöndum ef alþjóðasamfélagið grípi ekki inn í. Löndin sem um ræðir eru Líbanon, Írak og palestínsku sjálfsstjórnarsvæðin en þar hefur spenna magnast að undanförnu. Erlent 27.11.2006 09:39 Upplýsingaskilti sett upp við veginn um Óshlíð Vegagerðin hefur unnið að uppsetningu upplýsingarbúnaðar við veginn um Óshlíð. Hætta skapast oft í rigningarveðrum á haustin og vorin vegna grjóthruns í hlíðinni. Innlent 27.11.2006 09:34 Wal-Mart nemur land á Indlandi Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart hefur tilkynnt að hún muni opna verslanir á Indlandi á næstunni í samstarfi við indversku verslanasamstæðuna Bharti Enterprises. Verslanakeðjur á Vesturlöndum hafa lengi horft til þessa en möguleikinn opnaðist ekki fyrr en slitnaði upp úr viðræðum bresku verslanakeðjunnar Tesco við Bharti Enterprises fyrir helgi. Viðskipti erlent 27.11.2006 09:29 Flugfarþegar fundur reykjarlykt Engin eldur eða bilun fundust í þotu Iceland Express á Akureyrarflugvelli síðdegis í gær, en farþegar töldu sig hafa fundið reykjarlykt í henni eftir lendingu. Innlent 27.11.2006 08:57 Umferð tekin að flæða á ný um götur Bagdad Þriggja daga útgöngubanni í Bagdad, höfuðborg Íraks, lauk í morgun. Umferð fór að flæða á ný um götur Bagdad en notkun ökutækja hefur verið bönnuð í borginni síðan á föstudaginn. Erlent 27.11.2006 08:49 « ‹ 297 298 299 300 301 302 303 304 305 … 334 ›
Ekki á svifdreka heldur með dráttarsegl Maðurinn sem slasaðist í Svignaskarði í Borgarfirði í gær var ekki á svifdreka heldur með nokkurs konar dráttarsegl, sem meðal annars skíðamenn og sjóskíðamenn nota til þess að draga sig áfram í góðum byr. Þetta kemur fram á fréttavefnum Skessuhorni. Innlent 27.11.2006 13:23
Útafakstur við Selfoss vatt upp á sig Lögreglan á Selfossi handtók fjóra, yfirheyrði sex á staðnum, og lagði hald á nokkuð af fíkniefnum í þremur húsum í Árneshverfinu í uppsveitum Árnessýslu í gær. Innlent 27.11.2006 12:29
Viðræðurnar út um þúfur Viðræður Tyrkja við Evrópusambandið um stöðu Kýpur runnu í morgun út í sandinn vegna andstöðu þeirra við að aflétta hafnbanni sínu á kýpversk skip eins og ESB hafði krafist. Erlent 27.11.2006 12:46
Þrír sendir í rannsókn vegna hugsanlegrar geislunar Þrír hafa verið sendir á sérstaka rannsóknarstofu í Lundúnum vegna hugsanlegrar geislunar í kjölfar dauða Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB. Frá þessu greindi talsmaður heilbrigðisyfirvalda í Bretlandi í dag. Erlent 27.11.2006 13:12
Ólgan vex vegna morðsins Mikil reiði ríkir á meðal þeldökkra Bandaríkjamanna eftir að óvopnaður blökkumaður var skotinn til bana fyrir utan næturklúbb í New York um helgina, nokkrum klukkustundum fyrir brúðkaup sitt. Erlent 27.11.2006 12:45
Fjörtíu prósent starfsmanna af erlendu bergi brotin Fjörtíu prósent þeirra sem starfa við fiskvinnslu hér á landi eru af erlendu bergi brotnir. Hæst er hlutfallið í Reykjavík þar sem áttatíu prósent starfsmanna fæddust annars staðar en á Íslandi. Innlent 27.11.2006 12:20
Forsætisráðherra Tyrklands hittir páfa Forsætisráðherra Tyrklands hefur breytt dagskrá sinni til þess að hitta Benedikt sextánda páfa, sem kemur í opinbera heimsókn til landsins á morgun. Erlent 27.11.2006 12:44
Svifdrekamaður slasaðist alvarlega í Borgarfirði Svifdrekamaður liggur á gjörgæsludeild Landspítalans eftir slys sem varð við Svignaskarð í Borgarfirði í gær. Eftir því sem fram kemur á vef Skessuhorns brotlenti svifdreki mannsins eftir að vindhviða feykti honum á skurðbakka af miklu afli og slasaðist maðurinn illa. Innlent 27.11.2006 12:37
Vanskil aukast á þriðja ársfjórðungi Vanskilahlutfall af útlánum innlánsstofnana jókst heldur á þriðja ársfjórðungi ársins eftir að hafa verið mjög lágt undanfarin misseri, að því er fram kemur á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins. Í heildina námu vanskil 0,7 prósentum af útlánum, en hlutur einstaklinga var heldur hærri en hlutur fyrirtækja. Innlent 27.11.2006 12:06
Halda óbreyttum réttindum í tvö ár Starfsmenn Ríkisútvarpsins munu halda lífeyrisréttindum sínum og öðrum réttindum opinberra starfsmanna í tvö ár eftir að stofnunin verður gerð að hlutafélagi, samkvæmt hugmyndum sem ræddar eru í menntamálanefnd Alþingis. Össur Skarphéðinsson, varamaður í nefndinni, segir að eftir það verði réttindi starfsmannanna nánast öll komin undir útvarpsstjóra. Innlent 27.11.2006 12:26
Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri Kona gæti í fyrsta sinn orðið bæjarstjóri á Akureyri eftir að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri hlaut örugga kosningu í fyrsta sæti lista sjálfstæðismanna fyrir alþingiskosningarnar í vor. Innlent 27.11.2006 12:00
Neyðarfundur hjá COBRA vegna njósnaramáls John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, hefur boðað til neyðarfundar hjá svokallaðri COBRA-nefnd, sem fjallar um þjóðaröryggismál í í Bretlandi, vegna dauða Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB og rússnesku öryggislögreglunni. Erlent 27.11.2006 11:55
Vilja viðræður um lífeyrisréttindi vegna hlutafélagavæðingar Formenn allra heildarsamtaka opinberra starfsmanna, BSRB, BHM og KÍ, hafa ritað fjármálaráðherra bréf og óskað eftir viðræðum um lífeyrisréttindi starfsfólks í stofnunum sem gerðar eru að hlutafélögum. Þetta kemur fram á vef BSRB. Innlent 27.11.2006 11:20
Hlutafjárútboð í Icelandair hefst í dag Almennt hlutafjárútboð í Icelandair Group Holding hf. hefst í dag. Í boði til almennings eru hlutabréf í félaginu fyrir einn milljarð króna að markaðsvirði á genginu 27 krónur á hlut. Viðskipti innlent 27.11.2006 11:19
Bretar ætla að fækka hermönnum í Írak um þúsundir Breska ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að kalla þúsundir hermanna heim frá Írak í lok næsta árs, að sögn varnarmálaráðherra Bretlands. Erlent 27.11.2006 11:16
Starfsmaður Impregilo enn á gjörgæsludeild Kínverskum starfsmanni Impregilo á Kárahnjúkum, sem slasaðist alvarlega við Kárahnjúkastíflu á laugardagskvöld, er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hans óbreytt að sögn læknis. Maðurinn dróst um 40-50 metra niður stífluvegginn með kaðli sem hann notaði til að stýra bómu á krana og hafnaði hann á steypustyrktarjárni. Innlent 27.11.2006 11:11
Tilbúnir að sleppa mörgum Palestínumönnum Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að Ísraelar séu tilbúnir að láta lausa marga palestinska fanga, ef ísraelska hermanninum Gilad Shalit, verði sleppt. Erlent 27.11.2006 11:05
Arðbær hryðjuverk Hryðjuverkahópar í Írak þéna milljarða króna á mannránum, olíusmygli og peningafölsun, samkvæmt bandarískri skýrslu sem dagblaðið New York Times hefur komist yfir. Erlent 27.11.2006 10:58
Hráolíuverð hækkaði Heimsmarkaðsverð á framvirkum samningum á hráolíu hækkaði á markaði í Bandaríkjunum í dag í kjölfar fregna um að Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, muni hugsanlega tilkynna um samdrátt á olíuframleiðslukvóta í næsta mánuði. Viðskipti erlent 27.11.2006 10:25
Ruslpóstur hefur þrefaldast á hálfu ári Umfang tölvu ruslpósts hefur þrefaldast síðan í júní og níu af hverjum tíu póstsendingum á heimsvísu eru nú ruslpóstur, að sögn bandaríska tölvufyrirtækisins Postini. Fyrirtækið segir að það séu glæpagengi sem séu á bakvið þetta. Erlent 27.11.2006 10:42
Heiftarlegar deilur um samkynhneigða í Færeyjum Þingmaður á lögþingi Færeyja lagði samkynhneigða að jöfnu við barnaníðinga, brennuvarga og stelsjúka, í viðtali við danskt blað, á dögunum. Erlent 27.11.2006 10:20
Velta félagshagkerfisins yfir 500 milljarðar á Íslandi Velta félagshagkerfisins á Íslandi, sem nær til þess hluta hagkerfisins sem ekki er rekinn í hagnaðarskyni og til frjálsra félagasamtaka, nemur rúmum 500 milljörðum króna, eða tæplega helmingi af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í ritinu Félagshagkerfið á Íslandi eftir dr. Ívar Jónsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. Innlent 27.11.2006 10:14
Skipt um fjármálastjóra hjá Volkswagen Stjórn þýsku bílaframleiðandanna hjá Volkswagen ætlar ekki að framlengja samning sinn við Hans Dieter Poetsch, fjármálastjóra fyrirtækisins, sem rennur út um áramótin. Ákvörðunin tengist uppsögn Bernd Pischetsrieders, forstjóra Volkswagen, sem ákveðið hefur að hætta um áramótin. Viðskipti erlent 27.11.2006 10:04
Kæra vegna meints vanhæfis tekin fyrir klukkan 15 Kæra fimm manna tengdum Baugi á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra vegna meints vanhæfis þeirra í rannsókn á skattamálum Baugsmanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Innlent 27.11.2006 10:00
Rjúpnaveiðimenn ósáttir við veiðina Næst síðasti veiðidagur rjúpaveiðitímabilsins var í gær en síðasti veiðidagurinn er á fimmtudaginn. Fréttavefur Skessuhorns hefur rætt við veiðimenn frá Akranesi og norður á Akureyri, sem allir eru sammála um að tíðarfarið hafi verið erfitt og menn því ekki náð nema nokkrum fuglum. Hugsanlega hafa aldrei færri rjúpur verið skotnar og líklega ekki fleiri en 40 þúsund fuglar í haust. Innlent 27.11.2006 09:44
Varar við borgarastyrjöld í þremur löndum Abdullah, konungur Jórdaníu, varar við því að borgarastyrjöld kunni að brjótast út í þremur ríkjum í Miðausturlöndum ef alþjóðasamfélagið grípi ekki inn í. Löndin sem um ræðir eru Líbanon, Írak og palestínsku sjálfsstjórnarsvæðin en þar hefur spenna magnast að undanförnu. Erlent 27.11.2006 09:39
Upplýsingaskilti sett upp við veginn um Óshlíð Vegagerðin hefur unnið að uppsetningu upplýsingarbúnaðar við veginn um Óshlíð. Hætta skapast oft í rigningarveðrum á haustin og vorin vegna grjóthruns í hlíðinni. Innlent 27.11.2006 09:34
Wal-Mart nemur land á Indlandi Bandaríska verslanakeðjan Wal-Mart hefur tilkynnt að hún muni opna verslanir á Indlandi á næstunni í samstarfi við indversku verslanasamstæðuna Bharti Enterprises. Verslanakeðjur á Vesturlöndum hafa lengi horft til þessa en möguleikinn opnaðist ekki fyrr en slitnaði upp úr viðræðum bresku verslanakeðjunnar Tesco við Bharti Enterprises fyrir helgi. Viðskipti erlent 27.11.2006 09:29
Flugfarþegar fundur reykjarlykt Engin eldur eða bilun fundust í þotu Iceland Express á Akureyrarflugvelli síðdegis í gær, en farþegar töldu sig hafa fundið reykjarlykt í henni eftir lendingu. Innlent 27.11.2006 08:57
Umferð tekin að flæða á ný um götur Bagdad Þriggja daga útgöngubanni í Bagdad, höfuðborg Íraks, lauk í morgun. Umferð fór að flæða á ný um götur Bagdad en notkun ökutækja hefur verið bönnuð í borginni síðan á föstudaginn. Erlent 27.11.2006 08:49
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent