Ólgan vex vegna morðsins 27. nóvember 2006 13:00 Al Sharpton. MYND/AP Mikil reiði ríkir á meðal þeldökkra Bandaríkjamanna eftir að óvopnaður blökkumaður var skotinn til bana fyrir utan næturklúbb í New York um helgina, nokkrum klukkustundum fyrir brúðkaup sitt. Ættingjar og vinir hins 23 ára gamla Sean Bells, sem skotinn var til bana aðfararnótt laugardagsins fyrir utan næturklúbb í New York, tóku sér mótmælastöðu í gær fyrir utan sjúkrahúsið í Queens þangað sem farið var með Bells og félaga hans. Á meðal þeirra sem létu í sér heyra var blökkumannaleiðtoginn Al Sharpton, sem krafðist þess að réttlætinu yrði að fullnægja, annars yrði enginn friður. "Við verðum að muna að við vorum öll farþegar í bílnum," sagði Sharpton og gaf þannig í skyn að lögreglumennirnir sem skutu á bifreið Bells og félaga hefðu látið stjórnast af kynþáttahatri. Árásin hefur vakið sérstaka athygli þar sem enginn mannanna var vopnaður heldur voru þeir að skemmta sér í tilefni þess að Bells átti að ganga í það heilaga síðar um daginn. Lögregla hafði skemmtistaðinn undir eftirliti og þegar félagarnir óku í ógáti utan í ómerktan lögreglubíl var skotum látið rigna yfir þá. Tveir félagar Bells særðust alvarlega og voru því færðir í járnum á sjúkrahús. Háværar kröfur eru um að lögreglustjórinn verði látinn víkja en hann ætlar að ræða málið við leiðtoga blökkumanna í borginni í dag. Erlent Fréttir Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Mikil reiði ríkir á meðal þeldökkra Bandaríkjamanna eftir að óvopnaður blökkumaður var skotinn til bana fyrir utan næturklúbb í New York um helgina, nokkrum klukkustundum fyrir brúðkaup sitt. Ættingjar og vinir hins 23 ára gamla Sean Bells, sem skotinn var til bana aðfararnótt laugardagsins fyrir utan næturklúbb í New York, tóku sér mótmælastöðu í gær fyrir utan sjúkrahúsið í Queens þangað sem farið var með Bells og félaga hans. Á meðal þeirra sem létu í sér heyra var blökkumannaleiðtoginn Al Sharpton, sem krafðist þess að réttlætinu yrði að fullnægja, annars yrði enginn friður. "Við verðum að muna að við vorum öll farþegar í bílnum," sagði Sharpton og gaf þannig í skyn að lögreglumennirnir sem skutu á bifreið Bells og félaga hefðu látið stjórnast af kynþáttahatri. Árásin hefur vakið sérstaka athygli þar sem enginn mannanna var vopnaður heldur voru þeir að skemmta sér í tilefni þess að Bells átti að ganga í það heilaga síðar um daginn. Lögregla hafði skemmtistaðinn undir eftirliti og þegar félagarnir óku í ógáti utan í ómerktan lögreglubíl var skotum látið rigna yfir þá. Tveir félagar Bells særðust alvarlega og voru því færðir í járnum á sjúkrahús. Háværar kröfur eru um að lögreglustjórinn verði látinn víkja en hann ætlar að ræða málið við leiðtoga blökkumanna í borginni í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira