Erlent

Tilbúnir að sleppa mörgum Palestínumönnum

MYND/AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að Ísraelar séu tilbúnir að láta lausa marga palestinska fanga, ef ísraelska hermanninum Gilad Shalit, verði sleppt.

Ísraelar hófu miklar hernaðaraðgerðir á Gasa svæðinu eftir að Shalit var rænt síðastliðið sumar. Hernaðurinn breiddist út til Líbanons þegar Hisbolla skæruliðar rændu tveim ísraelskum hermönnum til viðbótar.

Palestínumenn hafa krafist þess að fá fimmtánhundruð fanga lausa fyrir Shalit. Því hafa ísraelar hafnað, en forsætisráðherrann segir nú að þeir séu reiðubúnir til þess að sleppa mörgum, jafnvel mönnum sem afpláni langa fangelsisdóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×