Erlent

Bretar ætla að fækka hermönnum í Írak um þúsundir

MYND/AP

Breska ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að kalla þúsundir hermanna heim frá Írak í lok næsta árs, að sögn varnarmálaráðherra Bretlands.

Um 7200 breskir hermenn eru nú í Írak, aðallega í kringum Basra, aðra stærstu borg landsins. Des Brown, varnarmálaráðherra, sagði í dag að vegna batnandi ástands á þessum slóðum, og aukinnar þáttöku íraskra öryggissveita, verði Bretum fært að byrja að fækka í herliði sínu á næsta ári.

Brown vildi ekki nefna ákveðna tölu, en sagði að þúsundir hermanna yrðu fluttir heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×