Fréttir HugurAx kaupir Mekkanis hugbúnaðarstofu Eigendur Mekkanis hugbúnaðarstofu og HugurAx undirrituðu nýverið samning um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mekkanis. Í framhaldi af þessu verða félögin tvö sameinuð. Viðskipti innlent 28.11.2006 11:02 Sakfellingar vegna fíkniefnabrota ellefufaldast á tólf árum Sakfellingum vegna fíkniefnabrota fjölgaði ríflega ellefufalt á árunum 1993 til 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um sakfellingar í opinberum málum við héraðsdómstóla landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar tölur eru birtar opinberlega. Innlent 28.11.2006 10:52 Hvetur reiða þjóðina til þess að taka vel á móti páfa Forsætisráðherra Tyrklands hefur hvatt þjóðina til þess að taka vel á móti Benedikt páfa sem kemur í opinbera heimsókn til landsins í dag. Margir Tyrkir eru páfa reiðir fyrir ummæli sem þeir túlka á þann veg að hann telji islam vera órökrétt og ofbeldisfulla trú. Erlent 28.11.2006 10:37 Ný útgáfa af Opera Mini kom út í dag Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software gaf í dag út nýja útgáfu af Opera-vafranum, Opera Mini 3.0 fyrir farsíma. Með vafranum geta farsímanotendur meðal annars deilt með sér stafrænum ljósmyndum, bloggað og farið á netbanka. Vafrinn þykir afar hentugur fyrir einfaldari gerðir farsíma. Viðskipti erlent 28.11.2006 10:37 Styður lögreglustjórann þrátt fyrir ólgu Borgarstjórinn í New York lýsti í gær yfir stuðningi við lögreglustjóra borgarinnar. Háværar kröfur hafa verið uppi um að lögreglustjórinn láti af embætti, eftir að óvopnaður blökkumaður var skotinn til bana, fyrir utan næturklúbb í borginni um helgina. Erlent 28.11.2006 09:39 NATO má ekki missa móðinn Framkvæmdastjóri NATO segir að bandalaginu muni takast ætlunarverk sitt í Afganistan, og hvetur aðildarþjóðirnar til þess að missa ekki móðinn, þrátt fyrir aukin umsvif Talibana undanfarin misseri. Erlent 28.11.2006 10:17 Faxaflóahafnir kaupa Katanesland fyrir 110 milljónir Faxaflóahafnir hafa gengið frá kaupum á Kataneslandi og spildum úr þar í grennd af ríkissjóði fyrir 110 milljónir króna. Fyrir áttu hafnirnar talsvert landsvæði við Grundartanga og er það nú saman lagt rösklega 600 hektarar. Innlent 28.11.2006 09:43 Bush á leið á NATO-fund George Bush, Bandaríkjaforseti, kom til Tallin höfuðborgar Eistlands í gær. Bush stoppar þar stutt því í dag heldur hann á tveggja daga fund Atlantshafsbandalagsins, sem haldin verður í Riga í Lettlandi. Erlent 28.11.2006 09:47 Ford í fjárhagskröggum Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford segir að fyrirtækið þurfi að taka allt að 18 milljarða dala lán til að standa straum af þeim kostnaði sem hagræðingarferli fyrirtækisins kostar. Þetta svarar til rúmlega 1.260 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 28.11.2006 09:45 Aðstoðuðu ökumann á Steingrímsfjarðarheiði Björgunarsveitarmenn frá Hólmavík fóru í leiðangur upp á Steingrímsfjarðarheiði í gærkvöldi til að koma ökumanni til aðstoðar eftir að hann hafði misst bíl sinn út af veginum. Ökumanninn sakaði ekki en blindbylur var á svæðinu þegar óhappið varð. Innlent 28.11.2006 09:39 Þefvísir lögreglumenn Tvö fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík í nótt, en í hvorugu þeirra var um mikið af efnum að ræða. Fyrst fannst fíkniefni í bíl, sem stöðvaður var við eftirlit. Ökumaður, sem er þekktur brotamaður, var einnig réttindalaus. Innlent 28.11.2006 09:44 Al-Kæda reynir að sundra Írökum Bandaríkjaforseti segir að átök sjía og súnní múslima í Írak, séu ekki borgarastríð, heldur liður í áætlunum al-Kæda um að nota ofbeldi til þess að egna fólk til átaka. Erlent 28.11.2006 09:43 Stofnvísitala þorsks lægri en á sama tíma í fyrra Stofnvísitala þorsks hér við land er sex prósentum lægri nú en á sama tíma í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr rannsóknum Hafrannsóknastofnunar. Þorskstofninn virðist því síður en svo vera að rétta úr kútnum því ítrekaðar mælingar benda til að stofnarnir frá 2001 og 2004 séu mjög lélegir árgangar, 2003-árgangurinn frekar lélegur og 2002 og 2005 árgangarnir undir meðallagi. Innlent 28.11.2006 09:36 Geislvirk efni finnast víðar Leifar af geislavirka efninu póloníum-210 fundust á tveimur stöðum til viðbótar í Lundúnum í gær. Efnið fannst í líkaman Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB, eftir lát hans. Innlent 28.11.2006 09:31 Ekki fleiri tilkynningar um falsaða peningaseðla Ekki hafa borist fleiri tilkynningar um falsaða fimm þúsund króna seðla í umferð, en þær tvær, sem bárust lögreglunni í Reykjavík um helgina Innlent 28.11.2006 09:27 Auðvelda vegabréfaáritun til BNA George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gera íbúum Mið-Evrópu auðveldara að ferðast til Bandaríkjanna. Síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin hefur sífellt verið að setja nýjar reglur um vegabréf, sem svo hefur verið frestað, þannig að fólk á orðið erfitt með að átta sig á hvort vegabréf þess dugi til að komast inn í landið. Erlent 28.11.2006 09:27 Guiliani vinsæll Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgargarstjóri New York borgar og repúblikani, er vinsælasti stjórnmálamaðurinn meðal Bandaríkjamanna. Giuliani vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína eftir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin þann 11. september 2001. Erlent 28.11.2006 08:44 Aftakaveður í Öræfasveit Aftaka veður gekk yfir Öræfasveit á Suðurströndinni í gærkvöldi og er talið að vindur hafi farið hátt í sjötíu metra á sekúndu í snörpustu vindhviðunum. Innlent 28.11.2006 08:22 Öll rafmagnstæki sprungu Íbúar þorpsins Tsarev Brod í Búlgaríu lentu í þeirri óþægilegu lífsreynslu um daginn að öll rafmagnstæki þeirra sprungu. Örbylgjuofnar, brauðristar, útvörp og sjónvörp sprungu öll í einu og skelkaðir íbúar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Erlent 27.11.2006 23:35 Correa nær öruggur um sigur Talið er nær öruggt að hinn vinstri sinnaði Rafael Correa muni bera sigur af hólmi í forsetakosningunum í Ekvador sem fram fóru á sunnudaginn var. Eftir að búið er að telja hluta atkvæðanna er hann með 63% fylgi og næsti andstæðingur hans aðeins með um 37%. Huga Chavez, hinn vinstri sinnaði forseti Venesúela, er mikill vinur og stuðningsmaður hans og þykir þetta sigur fyrir hann líka en vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa átt góðu gengi að fagna í kosningum í Suður-Ameríku upp á síðkastið. Erlent 27.11.2006 23:17 Of þungar konur fá síður brjóstakrabbamein Ný bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós að konur sem eru of þungar eiga minni hættu á að fá brjóstakrabbamein. Þetta á þó aðeins við fyrir tíðaskipti en eftir þau eru þyngri konur líklegri til þess að fá brjóstakrabbamein. Vísindamenn sögðust gáttaðir á þessu og að þetta gengi gegn flestum viðhorfum um góða heilsu. Þetta á við konur sem eru með yfir 30 í líkamsmassastuðul (e. Body Mass Index). Erlent 27.11.2006 22:56 Bandaríkin vilja alþjóðlegt lið friðargæsluliða til Sómalíu Bandaríkin ætla sér að koma með tillögu í öryggisráðinu um að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins muni fara til Sómalíu og styðja stjórnvöld þar í baráttu sinni við íslamska uppreisnarmenn. Ástandið á svæðinu hefur verið vægast sagt erfitt og ræður stjórnin í landinu aðeins yfir borginni sem hún situr í og næsta nágrenni. Erlent 27.11.2006 22:45 Kerry ekki vinsæll meðal bandarískra kjósenda Kjósendur í Bandaríkjunum tóku nýlega þátt í könnun þar sem var metið hversu vel þeir kunnu við hugsanlega forsetaframbjóðendur árið 2008. Alls voru þeir spurðir um 20 hugsanlega frambjóðendur og varð John Kerry, sem tapaði fyrir George W. Bush í kosningunum 2004, neðstur. Erlent 27.11.2006 22:24 Spænska konungsfjölskyldan fjölgar sér Væntanlegt konungshjón Spánar, krónprinsinn Felipe og konan hans Letizia prinsessa, eiga von á sínu öðru barni en þetta staðfestu talsmenn konungsfjölskyldunnar í dag. Letizia prinsessa á von á stúlkubarni og er komin átta vikur á leið. Hún er fyrrum sjónvarpskona og á að eiga í maí á næsta ári. Erlent 27.11.2006 22:00 Íranir lofa Írökum aðstoð Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, tók í dag á móti Jalal Talabani, forseta Íraks, og hófu þeir viðræðu um ástandið í Írak og hvernig Íran gæti komið að því að bæta ástandið þar. Ahmadinejad sagði fyrir fundinn að hann myndi gera allt í sínu valdi til þess að bæta ástandið í Írak en löndin áttu í átta ára löngu stríði á níunda áratug síðustu aldar. Erlent 27.11.2006 21:27 Dómstólar staðfesta sigur Kabila Hæstiréttur Austur-Kongó hefur nú lýst Joseph Kabila forseta landsins eftir að dómstóllinn vísaði frá kærum Jean-Pierre Bemba, hans helsta andstæðings. Dómstóllinn kom saman í utanríkisráðuneyti landsins, þar sem að æstur múgur stuðningsmanna Bemba hafði kveikt í húsi hæstaréttar í mótmælum sem voru í vikunni sem leið, og var dómssalarins og kyrfilega gætt af friðargæslumönnum Sameinuðu þjóðanna sem og hermönnum Austur-Kongó. Erlent 27.11.2006 20:58 Bush í viðræðum við leiðtoga í Mið-Austurlöndum George W. Bush, Bandaríkjaforseti, mun ræða við íraska forsætisráðherrann Nuri al-Maliki um ofbeldisölduna sem er að tröllríða Írak um þessar mundir. Talsmaður Hvíta hússins viðurkenndi að ofbeldið þar í landi væri komið á nýtt stig og vísaði þar í auknar árásir og hefndarárásir trúarhópa. Þess er skemmst að minnast að bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur ákveðið að kalla ástandið í Írak borgarastyrjöld. Erlent 27.11.2006 20:48 Búið að opna minnismerkið á ný Lögregla í Washington hefur aftur opnað minnismerkið um Lincoln og svæðið í kring eftir að því var lokað í dag vegna ótta um að hættuleg efni eða sprengjur væru þar. Við leit og efnagreiningu kom í ljós að ekki var um hættulegt efni að ræða. Erlent 27.11.2006 20:42 Óformlegar viðræður í bígerð Óformlegar viðræður um varnarsamstarf við nágrannaríkin munu fara fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á morgun. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fagnaðarefni að Norðmenn hafi áhuga á að liðsinna Íslendingum en gagnrýnir ríkisstjórnina um leið fyrir framtaksleysi. Innlent 27.11.2006 19:25 Segist vilja slíðra sverðin Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist reiðubúinn til viðræðna við Palestínumenn um lausn fanga og endalok hernáms heimastjórnarsvæðanna. Leiðtogar Hamas-samtakanna taka þessari útréttu sáttahönd með varúð. Erlent 27.11.2006 19:22 « ‹ 295 296 297 298 299 300 301 302 303 … 334 ›
HugurAx kaupir Mekkanis hugbúnaðarstofu Eigendur Mekkanis hugbúnaðarstofu og HugurAx undirrituðu nýverið samning um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mekkanis. Í framhaldi af þessu verða félögin tvö sameinuð. Viðskipti innlent 28.11.2006 11:02
Sakfellingar vegna fíkniefnabrota ellefufaldast á tólf árum Sakfellingum vegna fíkniefnabrota fjölgaði ríflega ellefufalt á árunum 1993 til 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um sakfellingar í opinberum málum við héraðsdómstóla landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar tölur eru birtar opinberlega. Innlent 28.11.2006 10:52
Hvetur reiða þjóðina til þess að taka vel á móti páfa Forsætisráðherra Tyrklands hefur hvatt þjóðina til þess að taka vel á móti Benedikt páfa sem kemur í opinbera heimsókn til landsins í dag. Margir Tyrkir eru páfa reiðir fyrir ummæli sem þeir túlka á þann veg að hann telji islam vera órökrétt og ofbeldisfulla trú. Erlent 28.11.2006 10:37
Ný útgáfa af Opera Mini kom út í dag Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software gaf í dag út nýja útgáfu af Opera-vafranum, Opera Mini 3.0 fyrir farsíma. Með vafranum geta farsímanotendur meðal annars deilt með sér stafrænum ljósmyndum, bloggað og farið á netbanka. Vafrinn þykir afar hentugur fyrir einfaldari gerðir farsíma. Viðskipti erlent 28.11.2006 10:37
Styður lögreglustjórann þrátt fyrir ólgu Borgarstjórinn í New York lýsti í gær yfir stuðningi við lögreglustjóra borgarinnar. Háværar kröfur hafa verið uppi um að lögreglustjórinn láti af embætti, eftir að óvopnaður blökkumaður var skotinn til bana, fyrir utan næturklúbb í borginni um helgina. Erlent 28.11.2006 09:39
NATO má ekki missa móðinn Framkvæmdastjóri NATO segir að bandalaginu muni takast ætlunarverk sitt í Afganistan, og hvetur aðildarþjóðirnar til þess að missa ekki móðinn, þrátt fyrir aukin umsvif Talibana undanfarin misseri. Erlent 28.11.2006 10:17
Faxaflóahafnir kaupa Katanesland fyrir 110 milljónir Faxaflóahafnir hafa gengið frá kaupum á Kataneslandi og spildum úr þar í grennd af ríkissjóði fyrir 110 milljónir króna. Fyrir áttu hafnirnar talsvert landsvæði við Grundartanga og er það nú saman lagt rösklega 600 hektarar. Innlent 28.11.2006 09:43
Bush á leið á NATO-fund George Bush, Bandaríkjaforseti, kom til Tallin höfuðborgar Eistlands í gær. Bush stoppar þar stutt því í dag heldur hann á tveggja daga fund Atlantshafsbandalagsins, sem haldin verður í Riga í Lettlandi. Erlent 28.11.2006 09:47
Ford í fjárhagskröggum Stjórn bandaríska bílaframleiðandans Ford segir að fyrirtækið þurfi að taka allt að 18 milljarða dala lán til að standa straum af þeim kostnaði sem hagræðingarferli fyrirtækisins kostar. Þetta svarar til rúmlega 1.260 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 28.11.2006 09:45
Aðstoðuðu ökumann á Steingrímsfjarðarheiði Björgunarsveitarmenn frá Hólmavík fóru í leiðangur upp á Steingrímsfjarðarheiði í gærkvöldi til að koma ökumanni til aðstoðar eftir að hann hafði misst bíl sinn út af veginum. Ökumanninn sakaði ekki en blindbylur var á svæðinu þegar óhappið varð. Innlent 28.11.2006 09:39
Þefvísir lögreglumenn Tvö fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík í nótt, en í hvorugu þeirra var um mikið af efnum að ræða. Fyrst fannst fíkniefni í bíl, sem stöðvaður var við eftirlit. Ökumaður, sem er þekktur brotamaður, var einnig réttindalaus. Innlent 28.11.2006 09:44
Al-Kæda reynir að sundra Írökum Bandaríkjaforseti segir að átök sjía og súnní múslima í Írak, séu ekki borgarastríð, heldur liður í áætlunum al-Kæda um að nota ofbeldi til þess að egna fólk til átaka. Erlent 28.11.2006 09:43
Stofnvísitala þorsks lægri en á sama tíma í fyrra Stofnvísitala þorsks hér við land er sex prósentum lægri nú en á sama tíma í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr rannsóknum Hafrannsóknastofnunar. Þorskstofninn virðist því síður en svo vera að rétta úr kútnum því ítrekaðar mælingar benda til að stofnarnir frá 2001 og 2004 séu mjög lélegir árgangar, 2003-árgangurinn frekar lélegur og 2002 og 2005 árgangarnir undir meðallagi. Innlent 28.11.2006 09:36
Geislvirk efni finnast víðar Leifar af geislavirka efninu póloníum-210 fundust á tveimur stöðum til viðbótar í Lundúnum í gær. Efnið fannst í líkaman Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara hjá KGB, eftir lát hans. Innlent 28.11.2006 09:31
Ekki fleiri tilkynningar um falsaða peningaseðla Ekki hafa borist fleiri tilkynningar um falsaða fimm þúsund króna seðla í umferð, en þær tvær, sem bárust lögreglunni í Reykjavík um helgina Innlent 28.11.2006 09:27
Auðvelda vegabréfaáritun til BNA George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að gera íbúum Mið-Evrópu auðveldara að ferðast til Bandaríkjanna. Síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin hefur sífellt verið að setja nýjar reglur um vegabréf, sem svo hefur verið frestað, þannig að fólk á orðið erfitt með að átta sig á hvort vegabréf þess dugi til að komast inn í landið. Erlent 28.11.2006 09:27
Guiliani vinsæll Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgargarstjóri New York borgar og repúblikani, er vinsælasti stjórnmálamaðurinn meðal Bandaríkjamanna. Giuliani vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína eftir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin þann 11. september 2001. Erlent 28.11.2006 08:44
Aftakaveður í Öræfasveit Aftaka veður gekk yfir Öræfasveit á Suðurströndinni í gærkvöldi og er talið að vindur hafi farið hátt í sjötíu metra á sekúndu í snörpustu vindhviðunum. Innlent 28.11.2006 08:22
Öll rafmagnstæki sprungu Íbúar þorpsins Tsarev Brod í Búlgaríu lentu í þeirri óþægilegu lífsreynslu um daginn að öll rafmagnstæki þeirra sprungu. Örbylgjuofnar, brauðristar, útvörp og sjónvörp sprungu öll í einu og skelkaðir íbúar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Erlent 27.11.2006 23:35
Correa nær öruggur um sigur Talið er nær öruggt að hinn vinstri sinnaði Rafael Correa muni bera sigur af hólmi í forsetakosningunum í Ekvador sem fram fóru á sunnudaginn var. Eftir að búið er að telja hluta atkvæðanna er hann með 63% fylgi og næsti andstæðingur hans aðeins með um 37%. Huga Chavez, hinn vinstri sinnaði forseti Venesúela, er mikill vinur og stuðningsmaður hans og þykir þetta sigur fyrir hann líka en vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa átt góðu gengi að fagna í kosningum í Suður-Ameríku upp á síðkastið. Erlent 27.11.2006 23:17
Of þungar konur fá síður brjóstakrabbamein Ný bandarísk rannsókn hefur leitt í ljós að konur sem eru of þungar eiga minni hættu á að fá brjóstakrabbamein. Þetta á þó aðeins við fyrir tíðaskipti en eftir þau eru þyngri konur líklegri til þess að fá brjóstakrabbamein. Vísindamenn sögðust gáttaðir á þessu og að þetta gengi gegn flestum viðhorfum um góða heilsu. Þetta á við konur sem eru með yfir 30 í líkamsmassastuðul (e. Body Mass Index). Erlent 27.11.2006 22:56
Bandaríkin vilja alþjóðlegt lið friðargæsluliða til Sómalíu Bandaríkin ætla sér að koma með tillögu í öryggisráðinu um að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins muni fara til Sómalíu og styðja stjórnvöld þar í baráttu sinni við íslamska uppreisnarmenn. Ástandið á svæðinu hefur verið vægast sagt erfitt og ræður stjórnin í landinu aðeins yfir borginni sem hún situr í og næsta nágrenni. Erlent 27.11.2006 22:45
Kerry ekki vinsæll meðal bandarískra kjósenda Kjósendur í Bandaríkjunum tóku nýlega þátt í könnun þar sem var metið hversu vel þeir kunnu við hugsanlega forsetaframbjóðendur árið 2008. Alls voru þeir spurðir um 20 hugsanlega frambjóðendur og varð John Kerry, sem tapaði fyrir George W. Bush í kosningunum 2004, neðstur. Erlent 27.11.2006 22:24
Spænska konungsfjölskyldan fjölgar sér Væntanlegt konungshjón Spánar, krónprinsinn Felipe og konan hans Letizia prinsessa, eiga von á sínu öðru barni en þetta staðfestu talsmenn konungsfjölskyldunnar í dag. Letizia prinsessa á von á stúlkubarni og er komin átta vikur á leið. Hún er fyrrum sjónvarpskona og á að eiga í maí á næsta ári. Erlent 27.11.2006 22:00
Íranir lofa Írökum aðstoð Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, tók í dag á móti Jalal Talabani, forseta Íraks, og hófu þeir viðræðu um ástandið í Írak og hvernig Íran gæti komið að því að bæta ástandið þar. Ahmadinejad sagði fyrir fundinn að hann myndi gera allt í sínu valdi til þess að bæta ástandið í Írak en löndin áttu í átta ára löngu stríði á níunda áratug síðustu aldar. Erlent 27.11.2006 21:27
Dómstólar staðfesta sigur Kabila Hæstiréttur Austur-Kongó hefur nú lýst Joseph Kabila forseta landsins eftir að dómstóllinn vísaði frá kærum Jean-Pierre Bemba, hans helsta andstæðings. Dómstóllinn kom saman í utanríkisráðuneyti landsins, þar sem að æstur múgur stuðningsmanna Bemba hafði kveikt í húsi hæstaréttar í mótmælum sem voru í vikunni sem leið, og var dómssalarins og kyrfilega gætt af friðargæslumönnum Sameinuðu þjóðanna sem og hermönnum Austur-Kongó. Erlent 27.11.2006 20:58
Bush í viðræðum við leiðtoga í Mið-Austurlöndum George W. Bush, Bandaríkjaforseti, mun ræða við íraska forsætisráðherrann Nuri al-Maliki um ofbeldisölduna sem er að tröllríða Írak um þessar mundir. Talsmaður Hvíta hússins viðurkenndi að ofbeldið þar í landi væri komið á nýtt stig og vísaði þar í auknar árásir og hefndarárásir trúarhópa. Þess er skemmst að minnast að bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur ákveðið að kalla ástandið í Írak borgarastyrjöld. Erlent 27.11.2006 20:48
Búið að opna minnismerkið á ný Lögregla í Washington hefur aftur opnað minnismerkið um Lincoln og svæðið í kring eftir að því var lokað í dag vegna ótta um að hættuleg efni eða sprengjur væru þar. Við leit og efnagreiningu kom í ljós að ekki var um hættulegt efni að ræða. Erlent 27.11.2006 20:42
Óformlegar viðræður í bígerð Óformlegar viðræður um varnarsamstarf við nágrannaríkin munu fara fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á morgun. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fagnaðarefni að Norðmenn hafi áhuga á að liðsinna Íslendingum en gagnrýnir ríkisstjórnina um leið fyrir framtaksleysi. Innlent 27.11.2006 19:25
Segist vilja slíðra sverðin Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist reiðubúinn til viðræðna við Palestínumenn um lausn fanga og endalok hernáms heimastjórnarsvæðanna. Leiðtogar Hamas-samtakanna taka þessari útréttu sáttahönd með varúð. Erlent 27.11.2006 19:22