Erlent

Guiliani vinsæll

Nokkrar vangaveltur hafa verið um hvort að Giuliani hyggi á forsetaframboð fyrir Repúblikana í næstu kosningum.
Nokkrar vangaveltur hafa verið um hvort að Giuliani hyggi á forsetaframboð fyrir Repúblikana í næstu kosningum. MYND/AP

Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgargarstjóri New York borgar og repúblikani, er vinsælasti stjórnmálamaðurinn meðal Bandaríkjamanna.

Í könnun sem gerð var voru þátttakendur beðnir að gefa tuttugu stjórnmálamönnum einkunn frá núll og upp í hundrað. Giuliani skoraði hæst en hann fékk rúm sextíu og fjögur stig. Giuliani vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína eftir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin þann 11. september 2001. Hann stýrði New York borg í gegnum þær hörmungar sem þá dundu yfir. Nokkrar vangaveltur hafa verið um hvort að Giuliani hyggi á forsetaframboð fyrir Repúblikana í næstu kosningum. Demókratinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, John Kerry, rak lestina í könnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×