Innlent

Stofnvísitala þorsks lægri en á sama tíma í fyrra

MYND/Vilhelm

Stofnvísitala þorsks hér við land er sex prósentum lægri nú en á sama tíma í fyrra samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum úr rannsóknum Hafrannsóknastofnunar. Þorskstofninn virðist því síður en svo vera að rétta úr kútnum því ítrekaðar mælingar benda til að stofnarnir frá 2001 og 2004 séu mjög lélegir árgangar, 2003-árgangurinn frekar lélegur og 2002 og 2005 árgangarnir undir meðallagi. Fyrsta mæling á 2006 árganginum bendir svo til að hann sé lélegur. Samkvæmt þessu er ekki að vænta aukningar á þorskkvótanum í bráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×