Erlent

Bush í viðræðum við leiðtoga í Mið-Austurlöndum

George W. Bush hefur legið undir ámæli vegna ástandsins í Írak undanfarið en virðist nú vera að setja aukinn kraft í viðræður við leiðtoga í Mið-Austurlöndum.
George W. Bush hefur legið undir ámæli vegna ástandsins í Írak undanfarið en virðist nú vera að setja aukinn kraft í viðræður við leiðtoga í Mið-Austurlöndum. MYND/AP

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, mun ræða við íraska forsætisráðherrann Nuri al-Maliki um ofbeldisölduna sem er að tröllríða Írak um þessar mundir. Talsmaður Hvíta hússins viðurkenndi að ofbeldið þar í landi væri komið á nýtt stig og vísaði þar í auknar árásir og hefndarárásir trúarhópa. Þess er skemmst að minnast að bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur ákveðið að kalla ástandið í Írak borgarastyrjöld.

Talsmaður Hvíta hússins sagði einnig frá því að Bush hefði talað við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, um að reyna að koma Sýrelendingum í skilning um að nauðsynlegt sé að þeir hætti að reyna að velta líbönsku ríkisstjórninni úr sessi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×