Fréttir Tutu rannsakar atburðina í Beit Hanoun Sameinuðu þjóðirnar hafa skýrt frá því að hinn Suður-afríski fyrrum erkibiskup Desmond Tutu muni stjórna leiðangri til þess að komast að því hvað gerðist í Beit Hanoun þegar 19 óbreyttir borgarar létu lífið í loftskeytaárás Ísraelshers, sem þeir kölluðu síðar "tæknileg mistök". Erlent 29.11.2006 23:33 Þú fékkst póst Rúmensk kona fékk á dögunum tilkynningu frá pósthúsinu um að þar ætti hún stóran pakka. Hún hélt að hún hefði unnið í happadrætti sem hún hafði tekið þátt í skömmu áður og skundaði því niður á pósthús í snarhasti. Þegar hún reif utan af pakkanum sá hún smám saman að þetta voru líkamlegar leifar föður hennar sem hafði verið jarðsettur 16 árum áður. Erlent 29.11.2006 23:22 Spenna á Fiji-eyjum Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna ástandsins á eyjunni Fiji en það telur líklegt að her landsins eigi eftir að reyna valdarán. Hvatti ráðið aðilana tvo til þess að leysa málin með viðræðum sín á milli. Ef af yrði mundi þetta verða fjórða valdaránið á Fiji á aðeins tuttugu árum en viðræður milli hersins og forsætisráðherra landsins fóru út um þúfur í dag. Erlent 29.11.2006 23:07 Bankarán í Lundúnum Vopnað bankarán var framið í Lundúnum í kvöld. Var ránið fram í HSBC bankanum við Alton High Street í Hampshire hverfinu. Ræninginn var einn á ferð og kom á bíl á sama tíma og öryggisvörður var að fara með peninga í bankann. Hann hótaði öryggisverðinum með nákvæmri eftirlíkingu af skammbyssu, tók því næst peningasekkinn af honum og lét sig hverfa á braut. Erlent 29.11.2006 22:51 "Legóið eða lífið!" Lögregla í Flórída leitar nú að lítilli stúlku, sjö eða átta ára gamalli, sem otaði 25 sentrimetra löngum hníf að starfsmanni dótabúðar í þann mund sem hann reyndi að koma í veg fyrir að hún rændi tveimur kössum af Legókubbum. Erlent 29.11.2006 22:35 Öldungardeildarþingmenn vilja breytingar í Írak Leiðtogar demókrata í öldungadeild bandaríska þingsins lögðu fram þá kröfu að George W. Bush Bandaríkjaforseti myndi skipa sérstakan erindreka til Íraks sem myndi einbeita sér að því að þrýsta á írösku stjórnina um að herða á aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir ofbeldið sem þar tröllríður öllu um þessar mundir. Erlent 29.11.2006 21:44 Togari sem strandaði laus Togarinn Skafti SK, sem tók niðri í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld, er nú laus. Fór hann út fyrir leiðina sem liggur úr höfninni og festist á svipuðum stað og togararnir tveir sem slitnuðu upp í óveðrinu á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum. Skafti SK losaði sig sjálfur þegar flæða tók að og ekki er búist við neinum skemmdum. Innlent 29.11.2006 21:19 Rússar kaupa listaverk til baka Rússneskir kauphéðnar voru í góðum gír í London í þessari viku en þeir keyptu rússneska listmuni á uppboðum sem uppboðsstofurnar Christies, Sotheby's og fleiri stóðu að. Sérstakt rússneskt þema var að þessu sinni á uppboðunum og var talið að dýrasti hluturinn sem myndi seljast þar yrði fágæta Faberge klukka en hún seldist því miður ekki. Erlent 29.11.2006 21:14 Jólunum aflýst Skóli á Spáni hefur aflýst öllum hátíðahöldum vegna jólanna í ár til þess að móðga ekki börn sem eru ekki kristin. Skólinn, sem er í Zaragoza á Spáni, sagði að kennararnir hefðu komið með þessa tillögu en einna helst er álitið að það sé vegna fjölda múslimskra barna í skólanum. Erlent 29.11.2006 21:00 Golfstraumurinn hægði á sér Golfstraumurinn hægði á sér um allt að 10% á tímabilinu 1200 til 1850, sem kallað er litla ísöldin, en þetta kom fram í rannsókn sem bandarískir vísindamenn birtu í dag og er búist við því að hún eigi eftir að gefa einhverjar nýjar vísbendingar um gróðurhúsaáhrifin svokölluðu. Erlent 29.11.2006 20:50 LRA dregur sig úr friðarviðræðum Uppreisnarmenn í Úganda hafa dregið sig úr friðarviðræðum við stjórnvöld þar í landi. Þeir segjast gera það þar sem stjórnarherinn hafi myrt þrjá hermenn þeirra sem voru á leið á fyrirfram ákveðna vin uppreisnarmanna, sem þeir dveljast í á meðan viðræðum stendur. Uppreisnarmennirnir eru í hópnum Uppreisnarher drottins (LRA) og vilja stofna ríki sem byggt er á boðorðunum tíu. Erlent 29.11.2006 20:37 Sarkozy tilkynnir framboð Innanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur lýst því yfir að hann muni sækjast eftir útnefningu hægri manna sem forsetaframbjóðandi þeirra á flokksþingi þeirra sem mun fara fram í janúar á næsta ári. Talið er líklegt að hann eigi eftir að hljóta útnefninguna þar sem sitjandi forseti Jaques Chirac, ætlar sér ekki fram í þriðja sinn. Erlent 29.11.2006 20:27 Aðstoð við Afgana verður aukin Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess að taka þátt í flutningum fyrir þau aðildarríki NATO sem hafa liðsafla í sunnanverðu landinu. Þessu lýsti Geir H. Haarde forsætisráðherra yfir á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í dag. Innlent 29.11.2006 19:05 Skýrslan um Írak væntanleg 6. desember Búist er við því að nefnd sem George W. Bush Bandaríkjaforseti skipaði til þess að meta stefnuna í Írak og koma með nýjar tillögur um hvað er hægt að gera skili skýrslu sinni af sér þann sjötta desember næstkomandi. Nefndin starfar sjálfstætt og er þverpólitískt skipuð. Einnig er búist við því að hún eigi eftir að mæla með samstarfi með Sýrlandi og Íran til þess að reyna að stöðva þá öldu ofbeldis sem gengur yfir landið um þessar mundir. Erlent 29.11.2006 19:14 BA finnur leifar af geislavirku efni í tveimur flugvélum British Airways skýrði frá því í dag að það hefði fundið leifar af geislavirka efninu sem að varð Alexande Litvinenko, fyrrum rússneskum njósnara, að bana. Flugfélagið skýrði frá því að þrjár skammfleygar B767 vélar hefðu verið teknar úr umferð til þess að hægt væri að rannsaka þær. Erlent 29.11.2006 19:07 Telja núverandi varnafyrirkomulag ófullnægjandi Góðar líkur eru á að norski flugherinn hefji reglubundið eftirlitsflug um íslenska lofthelgi. Danir, Bretar og Kanadamenn eru einnig áhugasamir um varnarsamstarf við Íslendinga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja að þetta sýni að samkomulag Íslands og Bandaríkjanna tryggi ekki varnir landsins. Innlent 29.11.2006 18:56 Bush frestar fundi til morguns George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur frestað fundi sínum með íraska forsætisráðherranum Nuri al-Maliki fram til morguns. Þetta var gert þar sem al-Maliki og Abdullah konungur Sýrlands höfðu þegar átt fund í dag en ráðgert hafði verið að þeir þrír myndu eiga fund í kvöld. Erlent 29.11.2006 18:48 Útlit hjálpar í kosningum Rannsókn sem skandinavískir hagfræðingar gerðu nýlega sýndi fram á að það hjálpar stjórnmálamönnum að vera myndarlegir og vegur sá þáttur hvað þyngst þegar mjótt er á munum. Hjálpar þetta konum meira ef kona og karl keppast um embættið en þetta kemur karlmönnum þó líka til góða. Erlent 29.11.2006 18:06 Líf manns í tvísýnu eftir hjartastopp í lögreglubíl Tvísýnt er með ungan mann sem lenti í hjartastöðvun í lögreglubíl um helgina. Ætla má að máli hans verði vísað til ríkissaksóknara. Innlent 29.11.2006 17:49 Atvinnusvæði á Hólmsheiði samþykkt Tillaga að nýju atvinnusvæði á Hólmsheiði við Suðurlandsveg var samþykkt á fundi skipulagsráðs Reykjavíkur í dag. Heildarstærð hins nýja athafnasvæðis er um 110 hektarar og er það á mörkum Suðurlandsvegar og Hafravatnsvegar. Markmiðið með skipulagi þessa svæðis er að tryggja stóraukið framboð atvinnulóða í borginni, en miðað er við að skipuleggja svæðið með hliðsjón af fjölbreyttum atvinnulóðum hvað varðar starfsemi, stærð og umfang. Innlent 29.11.2006 17:37 Rússar segja al-Kaída að störfum í Téteníu Andhryðjuverkasveit rússnesku lögreglunnar sagði í dag að jórdanskur maður sem lést í átökum rússneskra sérsveita og tétenskra uppreisnarmanna á sunnudaginn var hefði verið meðlimur al-Kaída. Sögðu þeir þetta sýna fram á að uppreisninni væri að hluta til haldið uppi fyrir tilburði al-Kaída. Erlent 29.11.2006 17:26 Íran vill Bandaríkin frá Írak Bréf sem íranski forsetinn Mahmoud Ahmadinejad skrifaði nýverið til bandarísku þjóðarinnar var gert opinbert í dag. Í því sakar hann George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að stjórna með "þvingunum, valdi og óréttlæti". Þá hvatti hann Bandaríkin til þess að draga herlið sitt frá Írak og að viðurkenna tilvist Palestínu sem sjálfstæðs ríkis. Erlent 29.11.2006 17:10 Sjónarhóll fær styrk frá félagsmálaráðuneyti Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Andrés Ragnarsson, stjórnarformaður Sjónarhóls, undirrituðu í dag samning um styrk frá félagsmálaráðuneytinu til ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem nemur 15 milljónum króna á ári í þrjú ár. Andrés Ragnarsson segist líta svo á að starfsemin hafi hér með verið fest í sessi. Innlent 29.11.2006 17:02 Ríkið leggi sitt af mörkum vegna almenningssamgangna Ársfundur Strætós bs. og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skora á ríkisvaldið að leggja sitt af mörkum til að bæta rekstrarskilyrði almenningssamgangna og minnka þær álögur sem lagðar eru á starfsemina. Innlent 29.11.2006 16:56 Tap Dagsbrúnar 3,2 milljarðar króna Dagsbrún tapaði 3,2 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er nokkuð verri afkoma en reiknað var með en gert var ráð fyrir 2,8 milljarða króna tapi. Þá tapaði félagið 4.678 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 554 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Tekjur félagsins þrefölduðust á milli ára. Innlent 29.11.2006 16:50 Norðmenn neita ásökunum um tvöfeldni Norðmenn hafa neitað því, reiðilega, að samningamaður þeirra á Sri Lanka hafi gefið einum leiðtoga Tamíl tígra peninga, til þess að kaupa vopn, og sjálfur þegið peninga frá tígrunum. Þessu er haldið fram í dagblaði sem sagt er málpípa stjórnvalda á Sri Lanka. Erlent 29.11.2006 16:37 Al Kæda fordæma heimsókn páfa til Tyrklands Al Kæda vængurinn í Írak hefur fordæmt heimsókn Benedikts páfa til Tyrklands og segir að hún sé hluti af krossferð til þess að skilja Tyrkland frá heimi múslima. Erlent 29.11.2006 16:10 38.000 skrifa undir starfslokasamning hjá Ford Bandaríski bílaframleiðandinn Ford greindi frá því í dag að um 38.000 starfsmenn hafi skrifað undir starfslokasamninga. Þetta jafngildir um helmingi starfsmanna hjá Ford í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 29.11.2006 15:48 Fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands veikist á dularfullan hátt Jegor Gaidar, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, liggur á sjúkrahúsi í Moskvu eftir að hafa veikst á dularfullan hátt í heimsókn til Írlands á dögunum. Gaidar, sem er mörgum talinn maðurinn á bak við efnahagsumbætur í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, féll í öngvit í Dyflinni þar sem hann var að kynna nýja bók sína og var um tíma óttast um líf hans Erlent 29.11.2006 15:45 Pabbi er kominn Rúmensk kona ætlar í mál við kirkjuna eftir að hún fékk jarðneskar leifar föður síns sendar í pósti, vegna þess að byggingafélag hafði keypt kirkjugarðinn undir íbúðablokkir. Faðir hennar lést fyrir sextán árum. Erlent 29.11.2006 14:59 « ‹ 291 292 293 294 295 296 297 298 299 … 334 ›
Tutu rannsakar atburðina í Beit Hanoun Sameinuðu þjóðirnar hafa skýrt frá því að hinn Suður-afríski fyrrum erkibiskup Desmond Tutu muni stjórna leiðangri til þess að komast að því hvað gerðist í Beit Hanoun þegar 19 óbreyttir borgarar létu lífið í loftskeytaárás Ísraelshers, sem þeir kölluðu síðar "tæknileg mistök". Erlent 29.11.2006 23:33
Þú fékkst póst Rúmensk kona fékk á dögunum tilkynningu frá pósthúsinu um að þar ætti hún stóran pakka. Hún hélt að hún hefði unnið í happadrætti sem hún hafði tekið þátt í skömmu áður og skundaði því niður á pósthús í snarhasti. Þegar hún reif utan af pakkanum sá hún smám saman að þetta voru líkamlegar leifar föður hennar sem hafði verið jarðsettur 16 árum áður. Erlent 29.11.2006 23:22
Spenna á Fiji-eyjum Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna ástandsins á eyjunni Fiji en það telur líklegt að her landsins eigi eftir að reyna valdarán. Hvatti ráðið aðilana tvo til þess að leysa málin með viðræðum sín á milli. Ef af yrði mundi þetta verða fjórða valdaránið á Fiji á aðeins tuttugu árum en viðræður milli hersins og forsætisráðherra landsins fóru út um þúfur í dag. Erlent 29.11.2006 23:07
Bankarán í Lundúnum Vopnað bankarán var framið í Lundúnum í kvöld. Var ránið fram í HSBC bankanum við Alton High Street í Hampshire hverfinu. Ræninginn var einn á ferð og kom á bíl á sama tíma og öryggisvörður var að fara með peninga í bankann. Hann hótaði öryggisverðinum með nákvæmri eftirlíkingu af skammbyssu, tók því næst peningasekkinn af honum og lét sig hverfa á braut. Erlent 29.11.2006 22:51
"Legóið eða lífið!" Lögregla í Flórída leitar nú að lítilli stúlku, sjö eða átta ára gamalli, sem otaði 25 sentrimetra löngum hníf að starfsmanni dótabúðar í þann mund sem hann reyndi að koma í veg fyrir að hún rændi tveimur kössum af Legókubbum. Erlent 29.11.2006 22:35
Öldungardeildarþingmenn vilja breytingar í Írak Leiðtogar demókrata í öldungadeild bandaríska þingsins lögðu fram þá kröfu að George W. Bush Bandaríkjaforseti myndi skipa sérstakan erindreka til Íraks sem myndi einbeita sér að því að þrýsta á írösku stjórnina um að herða á aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir ofbeldið sem þar tröllríður öllu um þessar mundir. Erlent 29.11.2006 21:44
Togari sem strandaði laus Togarinn Skafti SK, sem tók niðri í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld, er nú laus. Fór hann út fyrir leiðina sem liggur úr höfninni og festist á svipuðum stað og togararnir tveir sem slitnuðu upp í óveðrinu á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum vikum. Skafti SK losaði sig sjálfur þegar flæða tók að og ekki er búist við neinum skemmdum. Innlent 29.11.2006 21:19
Rússar kaupa listaverk til baka Rússneskir kauphéðnar voru í góðum gír í London í þessari viku en þeir keyptu rússneska listmuni á uppboðum sem uppboðsstofurnar Christies, Sotheby's og fleiri stóðu að. Sérstakt rússneskt þema var að þessu sinni á uppboðunum og var talið að dýrasti hluturinn sem myndi seljast þar yrði fágæta Faberge klukka en hún seldist því miður ekki. Erlent 29.11.2006 21:14
Jólunum aflýst Skóli á Spáni hefur aflýst öllum hátíðahöldum vegna jólanna í ár til þess að móðga ekki börn sem eru ekki kristin. Skólinn, sem er í Zaragoza á Spáni, sagði að kennararnir hefðu komið með þessa tillögu en einna helst er álitið að það sé vegna fjölda múslimskra barna í skólanum. Erlent 29.11.2006 21:00
Golfstraumurinn hægði á sér Golfstraumurinn hægði á sér um allt að 10% á tímabilinu 1200 til 1850, sem kallað er litla ísöldin, en þetta kom fram í rannsókn sem bandarískir vísindamenn birtu í dag og er búist við því að hún eigi eftir að gefa einhverjar nýjar vísbendingar um gróðurhúsaáhrifin svokölluðu. Erlent 29.11.2006 20:50
LRA dregur sig úr friðarviðræðum Uppreisnarmenn í Úganda hafa dregið sig úr friðarviðræðum við stjórnvöld þar í landi. Þeir segjast gera það þar sem stjórnarherinn hafi myrt þrjá hermenn þeirra sem voru á leið á fyrirfram ákveðna vin uppreisnarmanna, sem þeir dveljast í á meðan viðræðum stendur. Uppreisnarmennirnir eru í hópnum Uppreisnarher drottins (LRA) og vilja stofna ríki sem byggt er á boðorðunum tíu. Erlent 29.11.2006 20:37
Sarkozy tilkynnir framboð Innanríkisráðherra Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur lýst því yfir að hann muni sækjast eftir útnefningu hægri manna sem forsetaframbjóðandi þeirra á flokksþingi þeirra sem mun fara fram í janúar á næsta ári. Talið er líklegt að hann eigi eftir að hljóta útnefninguna þar sem sitjandi forseti Jaques Chirac, ætlar sér ekki fram í þriðja sinn. Erlent 29.11.2006 20:27
Aðstoð við Afgana verður aukin Íslensk stjórnvöld hyggjast auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess að taka þátt í flutningum fyrir þau aðildarríki NATO sem hafa liðsafla í sunnanverðu landinu. Þessu lýsti Geir H. Haarde forsætisráðherra yfir á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem lauk í dag. Innlent 29.11.2006 19:05
Skýrslan um Írak væntanleg 6. desember Búist er við því að nefnd sem George W. Bush Bandaríkjaforseti skipaði til þess að meta stefnuna í Írak og koma með nýjar tillögur um hvað er hægt að gera skili skýrslu sinni af sér þann sjötta desember næstkomandi. Nefndin starfar sjálfstætt og er þverpólitískt skipuð. Einnig er búist við því að hún eigi eftir að mæla með samstarfi með Sýrlandi og Íran til þess að reyna að stöðva þá öldu ofbeldis sem gengur yfir landið um þessar mundir. Erlent 29.11.2006 19:14
BA finnur leifar af geislavirku efni í tveimur flugvélum British Airways skýrði frá því í dag að það hefði fundið leifar af geislavirka efninu sem að varð Alexande Litvinenko, fyrrum rússneskum njósnara, að bana. Flugfélagið skýrði frá því að þrjár skammfleygar B767 vélar hefðu verið teknar úr umferð til þess að hægt væri að rannsaka þær. Erlent 29.11.2006 19:07
Telja núverandi varnafyrirkomulag ófullnægjandi Góðar líkur eru á að norski flugherinn hefji reglubundið eftirlitsflug um íslenska lofthelgi. Danir, Bretar og Kanadamenn eru einnig áhugasamir um varnarsamstarf við Íslendinga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja að þetta sýni að samkomulag Íslands og Bandaríkjanna tryggi ekki varnir landsins. Innlent 29.11.2006 18:56
Bush frestar fundi til morguns George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur frestað fundi sínum með íraska forsætisráðherranum Nuri al-Maliki fram til morguns. Þetta var gert þar sem al-Maliki og Abdullah konungur Sýrlands höfðu þegar átt fund í dag en ráðgert hafði verið að þeir þrír myndu eiga fund í kvöld. Erlent 29.11.2006 18:48
Útlit hjálpar í kosningum Rannsókn sem skandinavískir hagfræðingar gerðu nýlega sýndi fram á að það hjálpar stjórnmálamönnum að vera myndarlegir og vegur sá þáttur hvað þyngst þegar mjótt er á munum. Hjálpar þetta konum meira ef kona og karl keppast um embættið en þetta kemur karlmönnum þó líka til góða. Erlent 29.11.2006 18:06
Líf manns í tvísýnu eftir hjartastopp í lögreglubíl Tvísýnt er með ungan mann sem lenti í hjartastöðvun í lögreglubíl um helgina. Ætla má að máli hans verði vísað til ríkissaksóknara. Innlent 29.11.2006 17:49
Atvinnusvæði á Hólmsheiði samþykkt Tillaga að nýju atvinnusvæði á Hólmsheiði við Suðurlandsveg var samþykkt á fundi skipulagsráðs Reykjavíkur í dag. Heildarstærð hins nýja athafnasvæðis er um 110 hektarar og er það á mörkum Suðurlandsvegar og Hafravatnsvegar. Markmiðið með skipulagi þessa svæðis er að tryggja stóraukið framboð atvinnulóða í borginni, en miðað er við að skipuleggja svæðið með hliðsjón af fjölbreyttum atvinnulóðum hvað varðar starfsemi, stærð og umfang. Innlent 29.11.2006 17:37
Rússar segja al-Kaída að störfum í Téteníu Andhryðjuverkasveit rússnesku lögreglunnar sagði í dag að jórdanskur maður sem lést í átökum rússneskra sérsveita og tétenskra uppreisnarmanna á sunnudaginn var hefði verið meðlimur al-Kaída. Sögðu þeir þetta sýna fram á að uppreisninni væri að hluta til haldið uppi fyrir tilburði al-Kaída. Erlent 29.11.2006 17:26
Íran vill Bandaríkin frá Írak Bréf sem íranski forsetinn Mahmoud Ahmadinejad skrifaði nýverið til bandarísku þjóðarinnar var gert opinbert í dag. Í því sakar hann George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að stjórna með "þvingunum, valdi og óréttlæti". Þá hvatti hann Bandaríkin til þess að draga herlið sitt frá Írak og að viðurkenna tilvist Palestínu sem sjálfstæðs ríkis. Erlent 29.11.2006 17:10
Sjónarhóll fær styrk frá félagsmálaráðuneyti Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Andrés Ragnarsson, stjórnarformaður Sjónarhóls, undirrituðu í dag samning um styrk frá félagsmálaráðuneytinu til ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem nemur 15 milljónum króna á ári í þrjú ár. Andrés Ragnarsson segist líta svo á að starfsemin hafi hér með verið fest í sessi. Innlent 29.11.2006 17:02
Ríkið leggi sitt af mörkum vegna almenningssamgangna Ársfundur Strætós bs. og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skora á ríkisvaldið að leggja sitt af mörkum til að bæta rekstrarskilyrði almenningssamgangna og minnka þær álögur sem lagðar eru á starfsemina. Innlent 29.11.2006 16:56
Tap Dagsbrúnar 3,2 milljarðar króna Dagsbrún tapaði 3,2 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er nokkuð verri afkoma en reiknað var með en gert var ráð fyrir 2,8 milljarða króna tapi. Þá tapaði félagið 4.678 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 554 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Tekjur félagsins þrefölduðust á milli ára. Innlent 29.11.2006 16:50
Norðmenn neita ásökunum um tvöfeldni Norðmenn hafa neitað því, reiðilega, að samningamaður þeirra á Sri Lanka hafi gefið einum leiðtoga Tamíl tígra peninga, til þess að kaupa vopn, og sjálfur þegið peninga frá tígrunum. Þessu er haldið fram í dagblaði sem sagt er málpípa stjórnvalda á Sri Lanka. Erlent 29.11.2006 16:37
Al Kæda fordæma heimsókn páfa til Tyrklands Al Kæda vængurinn í Írak hefur fordæmt heimsókn Benedikts páfa til Tyrklands og segir að hún sé hluti af krossferð til þess að skilja Tyrkland frá heimi múslima. Erlent 29.11.2006 16:10
38.000 skrifa undir starfslokasamning hjá Ford Bandaríski bílaframleiðandinn Ford greindi frá því í dag að um 38.000 starfsmenn hafi skrifað undir starfslokasamninga. Þetta jafngildir um helmingi starfsmanna hjá Ford í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 29.11.2006 15:48
Fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands veikist á dularfullan hátt Jegor Gaidar, fyrrverandi forsætisráðherra Rússlands, liggur á sjúkrahúsi í Moskvu eftir að hafa veikst á dularfullan hátt í heimsókn til Írlands á dögunum. Gaidar, sem er mörgum talinn maðurinn á bak við efnahagsumbætur í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna, féll í öngvit í Dyflinni þar sem hann var að kynna nýja bók sína og var um tíma óttast um líf hans Erlent 29.11.2006 15:45
Pabbi er kominn Rúmensk kona ætlar í mál við kirkjuna eftir að hún fékk jarðneskar leifar föður síns sendar í pósti, vegna þess að byggingafélag hafði keypt kirkjugarðinn undir íbúðablokkir. Faðir hennar lést fyrir sextán árum. Erlent 29.11.2006 14:59