Fréttir Sextugir fíkniefnasalar í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi fann fíkniefni á tveimur mönnum á sextugsaldri, sem voru saman í bíl í gærkvöldi. Í framhaldi af því var gerð húsleit hjá öðrum þeirra og fannst þá meira. Innlent 8.12.2006 07:59 Prófkjörskostnaður var 2.615 krónur Paul Nikolov, frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs, birti í gær uppgjör sitt vegna framboðs í forvali Vinstri - Grænna í Reykjavík og í Kraganum um liðna helgi. Heildarreikningur Nikolov er tvö þúsund sex hundruð og fimmtán krónur,og þá er með talið frímerkið á prófkjörstilkynninguna og hlýtur prófkjörskostnaðurinn að vera lægsti sem um getur. Innlent 8.12.2006 07:55 Jólatré sett upp við hlið Coliseum Íbúum Rómarborgar var komið skemmtilega á óvart í gær en borgaryfirvöld höfðu þá komið jólatréi fyrir við hliðina á hinu fornfræga hringleikahúsi Coliseum. Erlent 8.12.2006 07:43 Ölvaður ökumaður í þingholtum Ölvaður ökumaður, sem lögreglan ætlaði að stöðva í Lækjargötu í nótt, gaf allt í botn og reyndi að stinga lögregluna af með þvi að aka upp í þingholtin. Þar stöðvaði hann bílinn og tók til fótanna, en lögreglumenn hlupu hann uppi. Innlent 8.12.2006 07:40 Nýtt parhús reist í Grímsey Hreppsnefndin í Grímsey fær afhent nýtt parhús um helgina sem ákveðið var að byggja í vor. Að sögn oddvita Grímseyjarhrepps, Brynjólfs Árnasonar, er þetta fyrsta sinn í 6 ár sem smiðshöggið er rekið á nýbyggingu í eynni. Innlent 8.12.2006 07:36 Bílvelta norðan við Jökuldal Lítil meiðsl urðu á ökumanni og farþega fólksbíls sem valt einn hring í mjúkum snjó á Háreksstaðaleið, norðan við Jökuldal í gærkvöldi. Lögregla dró bílinn upp á veginn og var hann keyrður á leiðarenda áfallalaust eftir það. Innlent 8.12.2006 07:32 Köngulóarmaðurinn í Mexíkó Lögreglumenn í Mexíkóborg handtóku í gær mann sem hafði klifið eina af hæstu byggingum borgarinnar í leyfisleysi. Maðurinn sem um ræðir heitir Alain Robert og gengur jafnan undir nafninu Köngulóarmaðurinn þar sem hann klífur byggingar án nokkurs öryggisbúnaðar. Erlent 8.12.2006 07:28 Jón Ásgeir áhrifamikill í breskum tískuheimi. Jón Ásgeir Jóhannesson er annar áhrifamesti maðurinn í breskum tískuiðnaði samkvæmt breska tískutímaritinu Drapers Fashion Magazine en blaðið tekur árlega saman lista yfir hundrað áhrifamesta fólkið í tískuiðnaðinum á Bretlandi. Erlent 8.12.2006 07:12 Litvinenko jarðaður Alexander Litvinenko, fyrrum rússneskur njósnari sem var myrtur í nóvember, var jarðsettur í gær. Milljarðamæringar, gagnrýnendur rússneskra stjórnvalda og tétenskir uppreisnarmenn söfnuðust saman til þess að fylgja Litvinenko til grafar en hann var grafinn í sama kirkjugarði og upphafsmaður kommúnismans, Karl Marx. Erlent 8.12.2006 07:09 Fasteignasalar sviptir réttindum Níu fasteignasalar hafa verið sviptir réttindum tímabundið, í tólf vikur hver. Morgunblaðið hefur það eftir Þorsteini Einarssyni formanni eftirlitsnefndar Félags fasteignasala, að þeir hafi ekki með fullnægjandi hætti skilað yfirlýsingum frá endurskoðendum í ágúst síðastliðnum, um fjárvörslu á síðustu tólf mánuðum. Innlent 8.12.2006 07:02 Evrópusambandið hafnar tilboði Tyrkja Evrópusambandið hefur hafnað tilboði Tyrkja um að opna eina höfn og einn flugvöll fyrir umferð til og frá Kýpur. Tyrknesk stjórnvöld lögðu tilboðið fram í þeirri von að það myndi liðka fyrir inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið, en aðildarviðræðum var nýlega hætt og þá meðal annars vegna afstöðu Tyrkja til Kýpur. Erlent 8.12.2006 06:58 Ungir ökuníðingar missa bílprófin Þrír sautján ára piltar, með glæný ökuskírteini, voru teknir úr umferð í nótt eftir að hafa mælst á allt of miklum hraða. Tveir voru stöðvaðir á Reykjanesbraut, annar með sex daga gamalt bílpróf og hinn með tíu daga, og sá þriðji mældist á rúmlega 150 kílómetra hraða á Sæbraut, þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Innlent 8.12.2006 06:51 Skautasvell opnað á Ingólfstorgi Á torgum stórborga víða um heim eru skautasvell órjúfanlegur þáttur af jólastemningunni og í ár eru íslendingar engir eftirbátar New York-borgar eða Parísar. Í tilefni af 50 ára afmæli Tryggingamiðstöðvarinnar leigir fyrirtækið svellið frá Austurríki, en það þekur tvo þriðju Ingólfstorgs. Óskar Magnússon forstjóri fyrirtækisins og Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri opnuðu svellið við hátíðlega athöfn í dag og tókust svo á í krullu að því loknu. Innlent 7.12.2006 19:10 Án auglýsinga yrði engin Rás 2 Útvarpsstjóri telur sér ekki sætt í starfi ef frumvarp um hlutafélagavæðingu RÚV verður ekki samþykkt á vormánuðum. Afgreiðslu frumvarpsins hefur nú verið frestað fram á vorþing. Í morgun hófst á Alþingi önnur umræða um málefni Ríkisútvarpsins, en ákveðið hefur verið að fresta þriðju umræðu um Ríkisútvarpið ohf þar til í janúar. Frumvarpið verður sent til umræðu menntamálanefndar í millitíðinni. Innlent 7.12.2006 19:01 Olíusamráðsdómur ekki fordæmi Sýknudómur í gær, þar sem Essó er sýknað af skaðabótakröfu einstaklings vegna samráðs olíufélaganna, hefur ekki frodæmisgildi gagnvart bótakröfum Reykjavíkurborgar. Þetta segir Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður sem rekur málið fyrir borgina. Innlent 7.12.2006 18:59 Líf á Mars? Vísindamenn hafa fundið merki um rennandi vatn á Mars. Uppgötvunin eykur verulega líkur á að líf sé að finna á rauðu plánetunni enda er vatn ein af höfuðforsendum þess. Erlent 7.12.2006 18:57 Ritstjóri Kompáss sektaður Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna. Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti. Innlent 7.12.2006 18:55 Finnst rjúpan best Vegfarendur ráku upp stór augu í gær þegar fálki steypti sér niður á Lækjartorgi, fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur. Þrátt fyrir að komið væri ansi nærri, fór hann hvergi þar sem hann gæddi sér á hettumáfi. Guðmundur A Guðmundsson fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir ekki vera óalgengt að fálkar leiti matar í byggð þegar rjúpnastofnsinn er rýr eins og kom í ljós eftir rjúpnaveiðitímabilið, en óvenjufáar rjúpur veiddust í ár. Innlent 7.12.2006 18:53 Bandarískar hleranir á íslandi Skjalfestar sannanir liggja fyrir um að bandarísk yfirvöld blönduðust með beinum hætti í hleranir íslenskra stjórnvalda á eigin þegnum á tímum kalda stríðsins. Utanríkisráðuneytið tregðast við að opinbera þessi skjöl og bíður eftir heimild eða leiðbeiningum frá Bandaríkjunum Innlent 7.12.2006 18:51 Óttast að tugmilljónir séu tapaðar Óvissa ríkir um sölu á íslenskum landbúnaðarvörum í Bandaríkjunum eftir að verslanakeðjan Whole Foods, sem er sú stærsta í heiminum á sínu sviði, ákvað að hætta markaðssetningu á þeim vegna hvalveiða Íslendinga í atvinnuskyni. Tugmilljónir króna eru farnar í súginn segir forstjóri matvælafyrirtækisins Norðlenska. Erlent 7.12.2006 18:22 Grunaður um að hafa aftur nauðgað Maður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað konu á föstudag. Í október var sami maður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hrottfengið ofbeldi og nauðganir. Innlent 7.12.2006 17:58 Um hundrað merktir í tölvukerfi vegna bakteríunnar Svokölluð Mosa-baktería hefur ekki fundist í þeim sýnum sem hafa verið rannsökuð á Landsspítalanum eftir að hún greindist í sjúklingi á þriðjudag. Búið er að rannsaka um helming sýnanna. Þeir sem eitt sinn hafa greinst með bakteríuna fara ávallt í einangrun við komu á sjúkrahús en um hundrað manns eru þannig merktir í kerfi Landsspítalans. Innlent 7.12.2006 18:07 Kaupþing spáir einni breytingu á Úrvalsvísitölunni Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir óbreyttri skipan 15 stærstu fyrirtækja í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands á fyrri helmingi næsta árs. Einu breytinguna segir deildin vera þá að Atlantic Petroleum muni víkja fyrir Icelandic Group. Viðskipti innlent 7.12.2006 16:48 Jöklabréf halda uppi gengi krónunnar Mikil styrking krónunnar á seinni hluta síðasta árs og auknar gengissveiflur á þessu ári hafa verið settar í samband við útgáfur jöklabréfa. Greiningardeild Landsbankans segir jöklabréfaútgáfuna hafa skilað verulega neikvæðri ávöxtun það sem af er árs. Viðskipti innlent 7.12.2006 16:29 Stýrivextir hækka á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir á evrusvæðinu eftirleiðis 3,5 prósent. Þetta er sjötta stýrivaxtahækkun bankans á árinu til að stemma stigu við aukinni verðbólgu á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 7.12.2006 13:31 Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki greindi frá því í dag að ákveðið hefði verið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5 prósentum. Greinendur bjuggust almennt við þessari ákvörðun. Viðskipti erlent 7.12.2006 12:06 Það er vont, en það venst Frumvarpi um málefni RUV ohf. hefur verið frestað á Alþingi og er nú ljóst að ekki verður af afgreiðslu þess fyrr en á vorþingi. Það er vont, en það venst, segir útvarpsstjóri um áframhaldandi óvissu varðandi málefni stofnunarinnar. Í morgun hófst á Alþingi önnur umræða um málefni Ríkisútvarpsins, en ákveðið hefur verið að fresta þriðju umræðu þessa umdeilda frumvarps þar til í janúar. Innlent 7.12.2006 12:03 Múslimaráð Sómalíu hafnar þátttöku friðargæsluliða Múslimaráðið sem ræður ríkjum í stórum hluta Sómalíu hefur hafnað því að Sameinuðu þjóðirnar sendi þangað friðargæslulið og segjast ætla að berjast gegn því af öllu afli ef til þess kemur. Erlent 7.12.2006 11:53 Olíubirgðir jukust í Bandaríkjunum Greiningardeild Glitnis segir aukna eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum ásamt ágiskunum manna um að OPEC ríkin samþykki að minnka framleiðslu á fundi sínum þann 14. desember hafa valdið lítilsháttar hækkun á olíumarkaði undanfarna daga. Viðskipti erlent 7.12.2006 11:28 Ísraelar hafa ekki áhyggjur af skýrslu Íraksnefndarinnar Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, útilokaði í dag viðræður við Sýrland í náinni framtíð og bjóst hann heldur ekki við því að verða var við aukinn þrýsting frá Bandaríkjunum þess efnis þrátt fyrir skýrslu Íraksnefndarinnar sem kom út í gær en hún bendir á að ef einhver árangur á að nást í friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum verði að huga að málefnum Ísraels. Erlent 7.12.2006 11:04 « ‹ 282 283 284 285 286 287 288 289 290 … 334 ›
Sextugir fíkniefnasalar í Kópavogi Lögreglan í Kópavogi fann fíkniefni á tveimur mönnum á sextugsaldri, sem voru saman í bíl í gærkvöldi. Í framhaldi af því var gerð húsleit hjá öðrum þeirra og fannst þá meira. Innlent 8.12.2006 07:59
Prófkjörskostnaður var 2.615 krónur Paul Nikolov, frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs, birti í gær uppgjör sitt vegna framboðs í forvali Vinstri - Grænna í Reykjavík og í Kraganum um liðna helgi. Heildarreikningur Nikolov er tvö þúsund sex hundruð og fimmtán krónur,og þá er með talið frímerkið á prófkjörstilkynninguna og hlýtur prófkjörskostnaðurinn að vera lægsti sem um getur. Innlent 8.12.2006 07:55
Jólatré sett upp við hlið Coliseum Íbúum Rómarborgar var komið skemmtilega á óvart í gær en borgaryfirvöld höfðu þá komið jólatréi fyrir við hliðina á hinu fornfræga hringleikahúsi Coliseum. Erlent 8.12.2006 07:43
Ölvaður ökumaður í þingholtum Ölvaður ökumaður, sem lögreglan ætlaði að stöðva í Lækjargötu í nótt, gaf allt í botn og reyndi að stinga lögregluna af með þvi að aka upp í þingholtin. Þar stöðvaði hann bílinn og tók til fótanna, en lögreglumenn hlupu hann uppi. Innlent 8.12.2006 07:40
Nýtt parhús reist í Grímsey Hreppsnefndin í Grímsey fær afhent nýtt parhús um helgina sem ákveðið var að byggja í vor. Að sögn oddvita Grímseyjarhrepps, Brynjólfs Árnasonar, er þetta fyrsta sinn í 6 ár sem smiðshöggið er rekið á nýbyggingu í eynni. Innlent 8.12.2006 07:36
Bílvelta norðan við Jökuldal Lítil meiðsl urðu á ökumanni og farþega fólksbíls sem valt einn hring í mjúkum snjó á Háreksstaðaleið, norðan við Jökuldal í gærkvöldi. Lögregla dró bílinn upp á veginn og var hann keyrður á leiðarenda áfallalaust eftir það. Innlent 8.12.2006 07:32
Köngulóarmaðurinn í Mexíkó Lögreglumenn í Mexíkóborg handtóku í gær mann sem hafði klifið eina af hæstu byggingum borgarinnar í leyfisleysi. Maðurinn sem um ræðir heitir Alain Robert og gengur jafnan undir nafninu Köngulóarmaðurinn þar sem hann klífur byggingar án nokkurs öryggisbúnaðar. Erlent 8.12.2006 07:28
Jón Ásgeir áhrifamikill í breskum tískuheimi. Jón Ásgeir Jóhannesson er annar áhrifamesti maðurinn í breskum tískuiðnaði samkvæmt breska tískutímaritinu Drapers Fashion Magazine en blaðið tekur árlega saman lista yfir hundrað áhrifamesta fólkið í tískuiðnaðinum á Bretlandi. Erlent 8.12.2006 07:12
Litvinenko jarðaður Alexander Litvinenko, fyrrum rússneskur njósnari sem var myrtur í nóvember, var jarðsettur í gær. Milljarðamæringar, gagnrýnendur rússneskra stjórnvalda og tétenskir uppreisnarmenn söfnuðust saman til þess að fylgja Litvinenko til grafar en hann var grafinn í sama kirkjugarði og upphafsmaður kommúnismans, Karl Marx. Erlent 8.12.2006 07:09
Fasteignasalar sviptir réttindum Níu fasteignasalar hafa verið sviptir réttindum tímabundið, í tólf vikur hver. Morgunblaðið hefur það eftir Þorsteini Einarssyni formanni eftirlitsnefndar Félags fasteignasala, að þeir hafi ekki með fullnægjandi hætti skilað yfirlýsingum frá endurskoðendum í ágúst síðastliðnum, um fjárvörslu á síðustu tólf mánuðum. Innlent 8.12.2006 07:02
Evrópusambandið hafnar tilboði Tyrkja Evrópusambandið hefur hafnað tilboði Tyrkja um að opna eina höfn og einn flugvöll fyrir umferð til og frá Kýpur. Tyrknesk stjórnvöld lögðu tilboðið fram í þeirri von að það myndi liðka fyrir inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið, en aðildarviðræðum var nýlega hætt og þá meðal annars vegna afstöðu Tyrkja til Kýpur. Erlent 8.12.2006 06:58
Ungir ökuníðingar missa bílprófin Þrír sautján ára piltar, með glæný ökuskírteini, voru teknir úr umferð í nótt eftir að hafa mælst á allt of miklum hraða. Tveir voru stöðvaðir á Reykjanesbraut, annar með sex daga gamalt bílpróf og hinn með tíu daga, og sá þriðji mældist á rúmlega 150 kílómetra hraða á Sæbraut, þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund. Innlent 8.12.2006 06:51
Skautasvell opnað á Ingólfstorgi Á torgum stórborga víða um heim eru skautasvell órjúfanlegur þáttur af jólastemningunni og í ár eru íslendingar engir eftirbátar New York-borgar eða Parísar. Í tilefni af 50 ára afmæli Tryggingamiðstöðvarinnar leigir fyrirtækið svellið frá Austurríki, en það þekur tvo þriðju Ingólfstorgs. Óskar Magnússon forstjóri fyrirtækisins og Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri opnuðu svellið við hátíðlega athöfn í dag og tókust svo á í krullu að því loknu. Innlent 7.12.2006 19:10
Án auglýsinga yrði engin Rás 2 Útvarpsstjóri telur sér ekki sætt í starfi ef frumvarp um hlutafélagavæðingu RÚV verður ekki samþykkt á vormánuðum. Afgreiðslu frumvarpsins hefur nú verið frestað fram á vorþing. Í morgun hófst á Alþingi önnur umræða um málefni Ríkisútvarpsins, en ákveðið hefur verið að fresta þriðju umræðu um Ríkisútvarpið ohf þar til í janúar. Frumvarpið verður sent til umræðu menntamálanefndar í millitíðinni. Innlent 7.12.2006 19:01
Olíusamráðsdómur ekki fordæmi Sýknudómur í gær, þar sem Essó er sýknað af skaðabótakröfu einstaklings vegna samráðs olíufélaganna, hefur ekki frodæmisgildi gagnvart bótakröfum Reykjavíkurborgar. Þetta segir Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður sem rekur málið fyrir borgina. Innlent 7.12.2006 18:59
Líf á Mars? Vísindamenn hafa fundið merki um rennandi vatn á Mars. Uppgötvunin eykur verulega líkur á að líf sé að finna á rauðu plánetunni enda er vatn ein af höfuðforsendum þess. Erlent 7.12.2006 18:57
Ritstjóri Kompáss sektaður Lögreglustjórinn hefur sektað ritstjóra fréttaskýringaþáttarins Kompáss um fimmtíu og fjögur þúsund krónur fyrir vörslu fíkniefna. Þetta voru fíkniefni sem Kompás lét kaupa til að sýna auðvelt aðgengi barna að þeim en þau voru síðan afhent lögreglu með formlegum hætti. Innlent 7.12.2006 18:55
Finnst rjúpan best Vegfarendur ráku upp stór augu í gær þegar fálki steypti sér niður á Lækjartorgi, fyrir framan Héraðsdóm Reykjavíkur. Þrátt fyrir að komið væri ansi nærri, fór hann hvergi þar sem hann gæddi sér á hettumáfi. Guðmundur A Guðmundsson fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir ekki vera óalgengt að fálkar leiti matar í byggð þegar rjúpnastofnsinn er rýr eins og kom í ljós eftir rjúpnaveiðitímabilið, en óvenjufáar rjúpur veiddust í ár. Innlent 7.12.2006 18:53
Bandarískar hleranir á íslandi Skjalfestar sannanir liggja fyrir um að bandarísk yfirvöld blönduðust með beinum hætti í hleranir íslenskra stjórnvalda á eigin þegnum á tímum kalda stríðsins. Utanríkisráðuneytið tregðast við að opinbera þessi skjöl og bíður eftir heimild eða leiðbeiningum frá Bandaríkjunum Innlent 7.12.2006 18:51
Óttast að tugmilljónir séu tapaðar Óvissa ríkir um sölu á íslenskum landbúnaðarvörum í Bandaríkjunum eftir að verslanakeðjan Whole Foods, sem er sú stærsta í heiminum á sínu sviði, ákvað að hætta markaðssetningu á þeim vegna hvalveiða Íslendinga í atvinnuskyni. Tugmilljónir króna eru farnar í súginn segir forstjóri matvælafyrirtækisins Norðlenska. Erlent 7.12.2006 18:22
Grunaður um að hafa aftur nauðgað Maður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað konu á föstudag. Í október var sami maður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hrottfengið ofbeldi og nauðganir. Innlent 7.12.2006 17:58
Um hundrað merktir í tölvukerfi vegna bakteríunnar Svokölluð Mosa-baktería hefur ekki fundist í þeim sýnum sem hafa verið rannsökuð á Landsspítalanum eftir að hún greindist í sjúklingi á þriðjudag. Búið er að rannsaka um helming sýnanna. Þeir sem eitt sinn hafa greinst með bakteríuna fara ávallt í einangrun við komu á sjúkrahús en um hundrað manns eru þannig merktir í kerfi Landsspítalans. Innlent 7.12.2006 18:07
Kaupþing spáir einni breytingu á Úrvalsvísitölunni Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir óbreyttri skipan 15 stærstu fyrirtækja í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands á fyrri helmingi næsta árs. Einu breytinguna segir deildin vera þá að Atlantic Petroleum muni víkja fyrir Icelandic Group. Viðskipti innlent 7.12.2006 16:48
Jöklabréf halda uppi gengi krónunnar Mikil styrking krónunnar á seinni hluta síðasta árs og auknar gengissveiflur á þessu ári hafa verið settar í samband við útgáfur jöklabréfa. Greiningardeild Landsbankans segir jöklabréfaútgáfuna hafa skilað verulega neikvæðri ávöxtun það sem af er árs. Viðskipti innlent 7.12.2006 16:29
Stýrivextir hækka á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir á evrusvæðinu eftirleiðis 3,5 prósent. Þetta er sjötta stýrivaxtahækkun bankans á árinu til að stemma stigu við aukinni verðbólgu á evrusvæðinu. Viðskipti erlent 7.12.2006 13:31
Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi Englandsbanki greindi frá því í dag að ákveðið hefði verið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5 prósentum. Greinendur bjuggust almennt við þessari ákvörðun. Viðskipti erlent 7.12.2006 12:06
Það er vont, en það venst Frumvarpi um málefni RUV ohf. hefur verið frestað á Alþingi og er nú ljóst að ekki verður af afgreiðslu þess fyrr en á vorþingi. Það er vont, en það venst, segir útvarpsstjóri um áframhaldandi óvissu varðandi málefni stofnunarinnar. Í morgun hófst á Alþingi önnur umræða um málefni Ríkisútvarpsins, en ákveðið hefur verið að fresta þriðju umræðu þessa umdeilda frumvarps þar til í janúar. Innlent 7.12.2006 12:03
Múslimaráð Sómalíu hafnar þátttöku friðargæsluliða Múslimaráðið sem ræður ríkjum í stórum hluta Sómalíu hefur hafnað því að Sameinuðu þjóðirnar sendi þangað friðargæslulið og segjast ætla að berjast gegn því af öllu afli ef til þess kemur. Erlent 7.12.2006 11:53
Olíubirgðir jukust í Bandaríkjunum Greiningardeild Glitnis segir aukna eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum ásamt ágiskunum manna um að OPEC ríkin samþykki að minnka framleiðslu á fundi sínum þann 14. desember hafa valdið lítilsháttar hækkun á olíumarkaði undanfarna daga. Viðskipti erlent 7.12.2006 11:28
Ísraelar hafa ekki áhyggjur af skýrslu Íraksnefndarinnar Forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, útilokaði í dag viðræður við Sýrland í náinni framtíð og bjóst hann heldur ekki við því að verða var við aukinn þrýsting frá Bandaríkjunum þess efnis þrátt fyrir skýrslu Íraksnefndarinnar sem kom út í gær en hún bendir á að ef einhver árangur á að nást í friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum verði að huga að málefnum Ísraels. Erlent 7.12.2006 11:04